Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 29
FRÆÐIGREINAR / S J Ú K R ATI L F E L L I MÁNAÐARINS
Mynd 1. Röntgenmynd sem sýnir daufan hnút í vinstra
lunga.
1. Brottnám æxla úr lungum. Þrátt fyrir að æxlin hafi
verið mörg og í báðum lungum hefur tekist að
lækna konur með brjóstholsskurði (oft endur-
teknum aðgerðum) þar sem hnútarnir eru skornir
burtu, enda liggja þeir oftast utarlega í lungunum
(3).
2. Brottnám legs og eggjastokka. Þetta þjónar tvenn-
um tilgangi. I fyrsta lagi er uppspretta meinvarp-
anna fjarlægð og í öðru lagi stöðvast framleiðsla
kvenhormóna sem örva vöxt meinvarpanna (4).
3. Hormónameðferð. Góður árangur hefur náðst
með hliðstæður gulbúsvakalosandi hormóns (lut-
einizing hormone releasing hormone analogs =
LHRH analogs) sem gera heiladingulinn ónæman
fyrir gulbúsvakalosandi hormóni og valda þannig
kvenhormónaþurrð (5).
4. Hefðbundin krabbameinslyfjameðferð. Tamoxi-
fen þykir vænlegur kostur þar sem það hindrar
verkun estrógens í vefjum. Önnur krabbameins-
lyfjameðferð virðist ekki ber árangur við þessum
sjúkdómi (1).
Hér á undan hefur verið lýst fyrsta þekkta tilfell-
inu á íslandi af mjög sjaldgæfum sjúkdómi sem teng-
ist algengum og oftast saklausum sjúkdómi hjá mið-
aldra og éldri konum. Þó að sjúkdómurinn sé í eðli
sínu illkynja eru batahorfurnar tiltölulega góðar.
Heimildir
1. Parenti DJ, Morley TF, Giudice JC. Benign metastasizing leio-
myoma. A case report and review of the literature. Respira-
tion 1992; 56:347-50.
2. Horstmann JP, Pietra GG, Harman JA, Cole NG Jr, Grinspan
S. Spontaneous regression of pulmonary leiomyomas during
pregnancy. Cancer 1977; 39:314-21.
3. Winkler TR, Burr LH, Robinson LN. Benign metastasizing
leiomyoma. Ann Thorac Surg 1987; 43:100-1.
4. Abu-Rustum NR, Curtin JP, Burt M, Jones WB. Regression of
uterine low grade smooth-muscle tumors metastatic to the
lung after oophorectomy. Obstet Gynecol 1997;: 850-2.
5. Jacobson TZ, Rainey EJ, Thrton CWG. Pulmonary benign
metastasing leiomyoma: response to treatment with goserelin.
Thorax 1995; 50:1225-6.
Mynd 2. Tölvusneiðmynd,
tveir hnútar í hœgra lunga
(örvar).
Mynd 3. Æxlishnútur (til
hœgri) afmarkast velfrá
aðlœgum lungnavef
(hemotoxylin-eosin x40).
Mynd 4. Sveipir og
knippir tiltölulega eins-
leitra, sléttra vöðvafrumna
(hemotoxylin-eosin xlOO).
Mynd 5. Jákvœð svörun í
kjörnum œxlisfrumna fyrir
prógeslerónviðtökum,
hœgra megin á mynd og
fyrir miðju, en kirtilfrumur
efst til vinstri og efst á
miðri mynd eru neikvœðar
(ónœmisvefjalitun fyrir
einstofna prógesterónvið-
tökum xlOO).
Læknablaðið 2000/86 179
L