Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING Mynd 4a. Brickers blaðra. Mynd 4b. Sjúklingur með Brickers blöðru. þvagið látið blandast hægðunum. Með því móti þarf sjúklingur ekki að hafa stómíu. í dag er að mestu hætt við slíkar aðgerðir meðal annars vegna sýkingarhættu og hættu á krabbameinsmyndun í ristli. Nýblöðrur Nýblaðra með ventli á húð eða í nafla (continent uri- nary diversion): Oftast er blaðran mynduð úr hægri hluta ristils sem er frátengdur meltingarveginum. Ristillinn er klipptur upp til þess að rjúfa samdráttar- eiginleikann jafnframt því að hann er ummyndaður úr sívalningi í kúlu til þess að rúma sem mest af þvagi við lágan þrýsting. Ventill er gerður úr 10-15 cm af smá- girni sem er þrengt og smágimislokan styrkt til þess að hindra leka þvags frá nýblöðrunni (mynd 5). Þvag- leiðarar eru saumaðir við ristilinn og tengdir sem ein- stefnulokar til að hindra bakflæði þvags til nýrna. Mynd 5. Nýblaðra úr hœgri hluta ristils; ventill til húðar. Ventil þessarar nýblöðru er hægt að taka til húðar á kviðvegg og liggur op hans slétt við húðina og er um 1 cm í þvermál. Einnig er hægt að láta ventilinn opnast í botni naflans til þess að hylja hann (myndir 6a,b,c). Sjúklingur þarf að tæma blöðruna með þvag- legg, í fyrstu á tveggja til þriggja klukkutíma fresti en sex mánuðum eftir aðgerð er oftast nægjanlegt að tæma nýblöðruna fjórum sinnum á sólarhring. Nýblaðra á þvagrás (orthotopic bladder, „rétt- blaðra“): Augljós kostur er af því að geta notað áfram þvagrás og þvagloku ef þær eru án sjúkdóma eða skaða. Nýblaðran er gerð úr 45 cm af smágirni eða úr ristlihluta og er gömin ummynduð í kúlulaga form og saumuð á þvagrásina (myndir 7a og b). Eftir aðgerð er blaðran tæmd með því að slaka á grindarbotni og rembast um leið. Oftast dugar þetta til þess að tæma blöðruna en ef tæmingin er ófullkomin þarf viðkom- andi að geta framkvæmt hreina sjálftæmingu. í svefni slaknar á þvaglokunni eins og öðrum vöðvum líkamans og þá getur þvag lekið nema vakn- að sé að minnsta kosti einu sinni að nóttu og blaðran tæmd. I vökuástandi má þó búast við nær fullkominni þvagstjórnun þó svo ávallt sé hætta á að þvag geti lekið við skyndilegan hósta eða áreynslu. Þrátt fyrir þessa annmarka virðast sjúklingar tilbúnir að leggja þá á sig til þesss að losna við stómíu. 182 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.