Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 33

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 33
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING Mynd 6a,b,c. Tœming á nýblöðru sem hefur ventil til nafla. Hvers ber að gæta hjá einstaklingum með nýblöðrur Inniliggjandi þvagleggur: Ef hafa þarf inniliggjandi þvaglegg vegna veikinda eða aðgerða er hægt að setja þvaglegg á venjulegan hátt um þvagrásina eða ventil- inn. Best er að nota sem stærstan legg (16-20 F) til þess að hann stíflist síður af garnaslíminu. Gæta þarf þess að leggurinn sem settur er um ventilinn sé örugglega kominn til blöðrunnar áður en belgurinn er blásinn upp og skola skal blöðruna að minnsta kosti tvisvar á sólarhring. Slímmyndun: Görnin sem notuð er heldur í fyrstu eiginleikum sínum til slímmyndunar og einnig getur hún frásogað úrgangsefni þvagsins. Með tímanum rýrnar þó slímhúðin og starfsemi hennar minnkar. Það þarf að skola blöðruna fyrstu þrjár vikurnar eftir aðgerð að minnsta kosti tvisvar á sólarhring til þess að hindra myndun slímtappa sem geta stíflað þvag- legginn og leitt til yfirþenslu og hættu á að blaðran springi. Það síðamefnda er lífshættulegt ástand en getur dulist sérstakega hjá einstaklingum með skyn- truflanir. Á fyrstu mánuðum eftir aðgerð minnkar slímmyndunin og ekki er nauðsynlegt að skola nema eftir þörfum. Ekki er hœgt að koma upp þvaglegg: Ef örvefur eða falskur gangur myndast í ventlinum getur verið erfitt að setja upp þvaglegg. í þeim tilvikum er hægt að tappa af blöðrunni með beinni ástungu sem best er að gera ómstýrða en í neyð með þreifingu. Skerðing á nýrnastarfsemi: Einstaklingum sem hafa verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín >200 pmól/L, hreinsigeta nýrna (clerance) <40 ml/mínútu) er ekki boðið upp á nýblöðru þar sem garnafrásogið eykur álag nýrnanna og getur gert nýrnabilunina enn verri. Einstaklinga með eðlilega nýrnastarfsemi mun- Mynd 7a. Nýblaðra á þvagrás; réttblaðra. Mynd 7b. Röntgenmynd af nýblöðru sex mánuðum eftir aðgerð. Læknablaðið 2000/86 183

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.