Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 41

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÉTTASKÝRING Enn er deilt um gagnagrunninn Mannvernd boðar málsókn í sam- vinnu við ýmsa lækna og fleiri. Margir læknar lýsa yfír efasemdum eða boða uppsagn- ir frekar en að láta upplýsingar úr sjúkraskrám af hendi ’v~ ■"4 Æt ‘ fö * \ Æk \u- i Æ nk Frá blaðamannafundi Mannverndar þar sem vœntanleg málsókn gegn ríkinu vegna gagnagrunnslaganna var boðuð. Hafi einhver haldið að gagnagrunnsmálið væri komið á beinu brautina við það að heilbrigðismála- ráðherrann afhenti Kára Stefánssyni rekstrarleyfið þá reyndist það ekki rétt. Því fer fjarri að allt hafi dottið í dúnalogn eftir að möppurnar með leyfinu skiptu um eigendur heldur er umræðan líflegri en aldrei fyrr, nú þegar styttist í það að grunnurinn verði að veruleika - ef hann verður að veruleika því um það efast margir. Samtökin Mannvernd vefengja lagagrundvöll gagnagrunnsins og hafa fengið einn virtasta lögmann landsins, Ragnar Aðalsteinsson, til að undirbúa mál- sókn á hendur íslenska ríkinu vegna laganna. Ætlunin er að láta á það reyna fyrir dómstólum - bæði hér- lendis og erlendis ef þörf krefur - hvort lögin standist stjórnarskrá og séu í samræmi við mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna eða aðrar alþjóðlegar skuldbindingar sem íslendingar hafa gengist undir. Jafnframt er ljóst að fjöldi lækna mun láta reyna á rétt sinn til að neita að afhenda upplýsingar úr sjúkra- skrám sem þeir hafa safnað og eru vörslumenn að samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga. Á þetta mun reyna á næstu mánuðum því viðræður eru hafnar milli íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisstofnana um afhendingu gagna í grunninn. Hverjum er falinn trúnaður? Á blaðamannafundi þar sem málsóknin var kynnt sagði Ragnar Aðalsteinsson að í lögunum um gagna- grunninn væru ótrúlega mörg álitamál sem dómstólar þyrftu að taka afstöðu til. En í raun væri grundvallar- spurningin sem svara þyrfti þessi: Hverjum á að fela réttinn til að ráða yfir trúnaðarupplýsingum einstakra manna. „Minn skilningur er sá að samkvæmt evrópskum stjórnskipunarrétti hafi hver maður rétt til að ráða yfir eigin trúnaðarupplýsingum. Spurningin er sú hvort þetta er á misskilningi byggt og að eðlilegra sé að fela ríkisvaldinu að fara með þessi trúnaðarmál,“ sagði Ragnar og bætti því við að ef síðari kosturinn yrði fyrir valinu opnaðist ríkinu mörg matarholan því ýmsar aðrar stéttir en læknar - sálfræðingar, lögfræð- ingar, prestar og fleiri - varðveittu upplýsingar um einstaklinga sem þeim hefði verið trúað fyrir. (Því má skjóta hér inn í að í viðauka við starfsleyfi fyrir gagna- grunn eru taldar upp 24 stéttir sem starfa í heilbrigð- iskerfinu, sjá rammagrein.) Ragnar sagði að samband læknis og sjúklings væri bundið samningi sem hefði lagalegt gildi þótt ekki væri hann skriflegur. Meðal ákvæða þess samnings væri að læknirinn mætti ekki láta neina menn komast í það sem sjúklingurinn trúir honum fyrir. Frá þessari grundvallarreglu um algerlega lokað samband milli sjúklings og læknis væru frávik sem einungis væru í þágu sjúklingsins sjálfs þegar taka þyrfti ákvarðanir sem sjúklingurinn væri ekki hæfur til að taka sjálfur. Hann minnti á að í þjóðarrétti væri litið svo á að trún- aður læknis við sjúkling væri mikilvægari en rann- sóknar- og samfélagshagsmunir. Ragnar sagði að eitt þeirra ákvæða gagnagrunns- Læknablaðið 2000/86 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.