Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 43

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 43
UMRÆÐA & FRETTIR / FRETTASKVRING laganna sem dómstólar þyrftu að taka afstöðu til væri það að lögin geri ráð fyrir því að hver sem er geti sagt sig úr gagnagrunninum en að þetta gilti eingöngu um lögráða og lifandi menn. Látnir menn, þeir sem svipt- ir hafa verið sjálfræði og börn upp að 18 ára aldri eru ekki hæf til að taka slíkar ákvarðanir og þess vegna mætti ætla að þessir hópar væru undanþegnir en svo væri ekki. Þarna væri ýmislegt óljóst en þetta kynni að stangast á við stjórnarskrá. Læknaráð eða pólitískar stjórnir? Fram kom á fundinum að undirbúningur málsóknar myndi taka nokkurn tíma og svo væri alls óvíst hversu langan tíma sjálfur málareksturinn myndi taka. Það færi meðal annars eftir því hvort nauðsyn- legt reyndist að skjóta málinu til alþjóðlegra dóm- stóla. Það myndi hins vegar ekki hafa áhrif á undir- búning og vinnu við gerð gagnagrunnsins. Meðan á þessu stendur heldur Islensk erfðagrein- ing áfram að undirbúa gerð gagnagrunnsins. I auglýs- ingu frá landlækni sem birtist í Morgunblaðinu 17. febrúar er minnt á að enn sé tími til að segja sig úr gagnagrunninum. „Líklegt er að nokkrir mánuðir líði þar til gengið verði frá samningum við heilbrigðis- stofnanir, en að því loknu getur færsla gagna í grunn- inn hafist," segir þar. Samkvæmt lögunum um gagnagrunninn þarf Is- lensk erfðagreining að semja við stjórnir heilbrigðis- stofnana - sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva - og sjálf- stætt starfandi lækna um afhendingu upplýsinga. Af því tilefni hafa vaknað ýmsar spurningar, svo sem um það hvort pólitískt skipaðar stjórnir heilbrigðisstofn- ana geti tekið ákvarðanir um slíkt, hvort það sé ekki eingöngu á valdi lækna og læknaráða að semja um afhendingu sjúkraskráa. Hver er staða yfirlækna? Viðbrögð lækna hafa verið á ýmsa lund. Til dæmis hefur Friðrik Vagn Guðjónsson heilsugæslulæknir á Akureyri lýst því yfir að hann muni frekar hverfa úr starfi en afhenda gögn um sjúklinga sína. Eitt læknaráð hefur gefið út yfirlýsingu í tilefni af þessum umræðum en það er læknaráð Heilsugæsl- unnar í Kópavogi. Yfirlýsing ráðsins frá 7. febrúar er svohljóðandi: „Læknaráð Heilsugæslunnar í Kópavogi vill hér með koma á framfæri að ráðið er alfarið andvígt því að sjúkraskrárgögn verði afhent þriðja aðila án upp- lýsts skriflegs samþykkis. Þannig samþykki býr að baki allri annarri afhendingu sjúkraskráa sem og upp- lýsinga úr þeim. Siðareglur lækna mæla gegn öðru.“ Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir Heilsugæslu- stöðvarinnar í Árbæ lýsti því yfir að hann myndi ekki afhenda gögn en þá birtist stjórnarformaður heilsu- gæslunnar í fjölmiðlum og boðaði það að Gunnari Inga yrði sent bréf, væntanlega með útskýringum á því hver staða hans væri. En staða yfirlækna er langt frá því að vera ljós. Þeir munu á næstu mánuðum væntanlega standa frammi fyrir því að hinar pólitískt kjörnu stjórnir sam- þykki afhendingu upplýsinga úr sjúkraskrám. Þá reyn- ir á afstöðu þeirra. Yfirlæknar sem Læknablaðið ræddi við vildu ekki tjá sig mikið um þessa stöðu og einn þeirra sagði þá bíða eftir fundi yfirlækna á heilsu- gæslustöðvum sem haldinn verður 3. mars. Þar mun Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og lögfræðileg- ur ráðgjafi læknasamtakanna í gagnagrunnsmálinu ein- mitt fjalla um stöðu yfirlækna andspænis grunninum. Eflaust verður afstaða yfirlækna til afhendingar gagna með ýmsum hætti. Þannig hafði DV eftir Þór- arni Tyrfingssyni yfirlækni á Vogi þann 1. febrúar síð- astliðinn að þetta yrði væntanlega „auðvelt fyrir okk- ur því læknarnir hér og ég erum tiltölulega nálægt stjórn spítalans og því mun afstaða læknanna eflaust verða sú sama og stjórnarinnar". Hann bætti því raunar við að hann væri „orðinn hundleiður á þessu púkalega máli. Það hefur verið klifað á því endalaust, menn eru stöðugt að þrasa, bara til að þrasa,“ eins og hann sagði. Raunverulegar áhyggjur sjúklinga En þótt sumum þyki þetta vera þras og aðrir hafi jafnframt gefið í skyn að læknar séu eingöngu að vernda einhverja óskilgreinda einkahagsmuni sína eða völd þá segjast margir læknar þegar vera farnir að finna fyrir áhrifum gagnagrunnsins á sjúklinga. Þeir segja að sjúklingar séu margir hverjir orðnir var- ir um sig og spyrji gjarnan að því hvort það sem þeir segi fari í gagnagrunninn. Þess munu jafnvel vera dæmi að læknar séu famir að halda tvöfald bókhald ef svo má segja, skrái sumt í hinar hefðbundnu sjúkraskrár en haldi sumum upplýsingum fyrir sig. Viðauki F Skrd yftr heilbrigöisstéttir Ljóst er af starfsleyfi gagnagrunns á heilbrigðissviði að ætlunin er að fá upplýsingar frá fleiri stéttum en læknum, sbr. Viðauka B, 26. lið. I Viðauka F er að finna eftirfarandi lista yfir heilbrigðisstéttir sem njóta lögverndunar á vegum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. 1. Læknar 2. Tannlæknar 3. Ljósmæður 4. Hjúkrunarfræðingar 5. Sjúkraþjálfarar 6. Lyfjafræðingar 7. Aðstoðarlyfjafræðingar 8. Lyfsalar 9. Félagsráðgjafar 10. Iðjuþjálfar 11. Þroskaþjálfar 12. Meinatæknar 13. Sjóntækjafræðingar 14. Sjúkraliðar 15. Röntgentæknar 16. Matartæknar 17. Lyfjatæknar 18. Fótaaðgerðarfræðingar 19. Hnykkir 20. Sjúkraflutningamenn 21. Næringarfræðingar 22. Næringarráðgjafar 23. Læknaritarar 24. Sjúkranuddarar Læknablaðið 2000/86 193

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.