Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 44

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 44
UMRÆÐA & FRETTIR / FRETTASKYRING Þetta getur einnig verið á hinn veginn. Á blaða- mannafundi Mannverndar var þannig sögð saga af sjúklingi sem var hjá lækni og varð þess áskynja að áhugi læknisins á honum dvínaði verulega þegar hann sagðist vera búinn að segja sig úr gagnagrunnin- um. Á fundinum var vitnað í þá staðreynd að þriðjung- ur lækna hefur lýst því yfir að hann muni ekki af- henda gögn um sjúklinga sína í grunninn. Tómas Zoéga sagðist telja þá tölu í lægri kantinum og eins víst að hún ætti eftir að hækka þegar til alvörunnar kæmi. Hann kvaðst hafa verið á ferð um landið og hitt marga kollega og að andstaða þeirra væri meiri en hann hefði að óreyndu talið vera. Áður var vitnað í Friðrik Vagn Guðjónsson á Ak- ureyri sem sagðist frekar myndu láta af störfum en afhenda upplýsingar um sjúklinga. Hann er sá eini sem gefið hefur slíka yfirlýsingu en Læknablaðinu er kunnugt um að einhverjir heilsugæslulæknar hafi rætt þann möguleika að hætta á heilsugæslustöðvunum og taka sig saman um rekstur læknastöðva sem hefðu þá reglu að afhenda ekki upplýsingar um sjúklinga í gagnagrunninn. Sjúkraskrár til sölu? Ljóst er að gagnagrunnsmálið snertir margan streng í þjóðarsálinni og einn þeirra er greinilega náskyldur kvótastrengnum. I það minnsta reis upp Valdimar Jóhannsson - sem hafði áður öðlast þjóðarfrægð vegna hæstaréttardóms sem nærri því kollvarpaði kvótakerfinu - og bauðst nú til að búa til verðmæti úr sjúkraskýrslunum sem koma skyldu hverjum einstak- lingi til góða. Hann og Jón Magnússon lögmaður hvöttu fólk til þess að segja sig úr gagnagrunninum en buðust jafnframt til að taka að sér, gegn umboðs- launum, að semja við íslenska erfðagreiningu um greiðslu fyrir upplýsingar úr hverri sjúkraskrá. Ekki er alveg ljóst hvað þeir félagar ætlast fyrir. Ekki segjast þeir vera að þessu í hreinu eiginhags- munaskyni heldur vaki fyrir þeim að koma í veg fyrir að íslensk erfðagreining sitji ein að þeim verðmætum sem fólgin eru í sjúkraskrám landsmanna. Rétt eins og fiskimiðin séu heilsufarsupplýsingarnar almanna- eign og ríkið eigi ekkert með að eigna sér það sem fer milli læknis og sjúklings í trúnaði. Jón Magnússon hefur tekið það fram að hann sé ekki andvígur gerð gagnagrunnsins en að hann telji mikilvægt að fólk veiti upplýst samþykki fyrir því að upplýsingar um það séu færðar í grunninn. Heilbrigðisráðuneytið, Vísindasiðanefnd, land- læknir og Kári Stefánsson hafa brugðist hart við þessu framtaki og segja það stangast á við íslensk lög og alþjóðasamþykktir um vísindarannsóknir að greiða fyrir upplýsingar með þessum hætti eða öðrum. Þær megi ekki kalla fram með neins konar þvingunum, hvorki fjárhagslegum né af öðrum toga. Jafnframt þessu hefur Kári viðrað áhyggjur sínar af því að þetta kunni að grafa undan trausti fjárfesta á fyrirtækinu og þannig komið í veg fyrir að því takist ætlunarverk sitt. Viðræður LÍ og ÍE Eins og fram hefur komið í fréttum standa nú yfir við- ræður Læknafélags íslands og íslenskrar erfðagrein- ingar um gagnagrunninn. Litlum fregnum fer af því hvað þar er rætt en það segir sína sögu að það var Is- lensk erfðagreining sem óskaði eftir viðræðum. Vænt- anlega hefur fyrirtækið fundið fyrir andstöðu lækna og forsvarsmenn þess gert sér Ijóst að gagnagrunnur- inn verður aldrei það tæki sem að er stefnt ef stór hluti íslenskrar læknastéttar er andvígur starfrækslu hans. Það er því mikið í húfi fyrir íslenska erfðagreiningu að sátt náist um gagnagrunninn. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig forsvarsmönn- um íslenskrar erfðagreiningar mun takast að sann- færa íslenska lækna um að þeir eigi að afhenda trún- aðarupplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunninn. En ljóst er að viðræður þeirra við læknasamtökin munu ekki koma í veg fyrir þann málarekstur sem boðaður hefur verið. Hér eru svo miklir hagsmunir og rótgrónar grundvallarreglur í húfi að nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort lögin um gagnagrunn á heil- brigðissviði brjóta í bága við stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins og skuldbindingar þess á alþjóðavettvangi. -ÞH 194 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.