Læknablaðið - 15.03.2000, Page 50
S M A S J AI N
Læknar munið söfnun
vegna málshöfðunar
■ Læknar, auk ýmissa annarra
einstaklinga, hafa í samvinnu við
Mannvernd ákveðið að höfða mál á
hendur ríkinu í þeim tilgangi að fá úr
því skorið hvort gagnagrunnslögin
samrýmist stjórnarskrá, mannrétt-
indasáttmála og alþjóðlegum skuld-
bindingum. Réttarhöldin verða um-
fangsmikil og kostnaðarsöm. Fjáröfl-
un er hafin og byggist fjármögnun að
talsverðu leyti á framlögum frá lækn-
um sem er annt um persónufrelsi
sjúklinga sinna og trúnað við þá.
Reikningur vegna söfnunarinn-
ar hefur verið opnaður í Lands-
bankanum: 0101-05-260480. Þau
sem vilja leggja málinu lið eru hvött
til að sýna það í verki.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu Mannverndar:
www.mannvernd.is
Fyrir hönd undirbúningshóps
PÉTUR HAUKSSON
Sýning um sögu lækn-
ingarannsókna sett upp
í K-byggingu
Landspítalans
■ Sýningin sem hékk lengi uppi á
veggjum Þjóðarbókhlöðunnar í til-
efni af 40 ára afmæli rannsóknar-
deildar Landspítalans hefur nú verið
sett upp að stofni til í K-byggingu
spítalans. Að vísu hafa munirnir ver-
ið settir í geymslu en um 500 myndir
á nokkrum tugum sýningarspjalda
verða til sýnis í K-byggingunni á
næstunni. Á þessum veggspjöldum
gefur að líta glefsur og skyndimyndir
úr sögu læknisfræði á íslandi og
geyma þær mikinn fróðleik.
að eyða lengri tíma við störf erlendis. Ef litið
er á tölur um fjölda lækna í greininni hér að
framan má sjá að fjöldi þeirra verður nær
óbreyttur eftir fimm ár. Eftir 12 ár hefur
þeim fækkað um tæpan fimmtung. Til að við-
unandi ástand verði þegar kemur fram á ann-
an áratug þessarar aldar þurfa að minnsta
kosti 25-30 myndgreiningarlæknar að hafa
snúið aftur úr sérnámi er þeim tímamörkum
verður náð. Miðað við endumýjun síðustu
ára er slíkt fjarlægur möguleiki.
Úrbætur
Af framansögðu má sjá að það er brýn
ástæða til að bæta stöðu sérgreinarinnar í
þeim tilgangi að laða að henni unga lækna.
Vekja þarf áhuga á myndgreiningu meðal
læknastúdenta og unglækna. Auka þarf þátt
myndgreiningar innan læknadeildar eins og
sjálfsagt er þegar miðað er við aukið vægi
greinarinnar innan læknisfræðinnar.
Oft þurfa ungir læknar nánari kynni af
sérgrein til að fá á henni nægjanlegan áhuga
til að vilja leggja hana fyrir sig sem lífsstarf.
Röntgendeildir þurfa að að vera með í þeim
blokkarstöðum sem unglæknum er boðið
upp á á kandídatsári. Víða erlendis tíðkast
að sérstaklega vel sé gert í kjömm við ung-
lækna sem starfa innan sérgreina þar sem
skortur er á sérfræðingum og kemur slíkt
stýritæki einnig til greina hér.
Huga þarf að hvemig þeim læknum sem
nú starfa verður best gert kleift að uppfylla
skyldur sínar við sjúklingana, og greinina,
við erfiðar aðstæður. Tekjumöguleikar og
vinnuaðstaða verða að vera fyllilega sam-
bærileg við það sem gerist meðal annarra
sérgreina. Leggja þarf meira í vinnuaðstöðu
en gert hefur verið en þannig má bæði bæta
gæði og afköst. Aukin notkun stafrænna
röntgenrannsókna gæti verið þýðingarmik-
ill liður í þessu auk annarra tækninýjunga.
Leiða má að því rök að sívaxandi vinnu-
álagi verði best mætt með því að rekstur
starfseminnar verði í höndum læknanna
sjálfra eða að tekin verði upp afkastahvetj-
andi kerfi. Stærsti hluti ábyrgðar á starfsem-
inni hvílir nú á læknum. Eðlilegt er að þess-
ari ábyrgð fylgi stjórn á sem flestum eða öll-
um þáttum starfseminnar enda þekkja
læknar hér gerst til. Þetta eykur einnig
starfsánægju þeirra sem þetta á við.
Lokaorð
Vonandi vekja þessi orð menn til umhugs-
unar og jafnvel einhverja til aðgerða. Nú-
tímaleg læknisfræði sem stenst þær kröfur
sem til hennar eru gerðar verður ekki rekin
á íslandi nema myndgreining sem sérgrein
sé þess umkomin að sinna hlutverki sínu.
Félag eldri borgara mótmælir
lokun deilda á sjúkrahúsum
Félag eldri borgara í Reykjavík hefur
sent frá sér ályktun þar sem það „mótmælir
kröftuglega fækkun sjúkrarýma á hjúkrun-
ar-, geð- og handlækningadeildum eins og
fram kemur í fjárhagsáætlun stóru sjúkra-
húsanna í Reykjavík fyrir árið 2000.“
í ályktuninni er bent á að stór hluti þess
fólks sem er á biðlistum sé eldra fólk. Vitn-
að er til ýmissa kannana á biðlistum sem
sýna meðal annars eftirfarandi:
• Síðastliðin fjögur ár hafa að staðaldri
verið um 7.000 manns á biðlistum.
• Allt að 65% sjúklinga á bæklunarlistum
bíða í 6-12 mánuði eftir aðgerð þrátt fyrir
verulegar þjáningar á biðtímanum og
draga fram lífið á sterkum verkja- og
svefnlyfjum.
• Áður fyrr gengu sjúklingar með gall-
steina fljótlega undir aðgerð en nú er
algengt að yfir 60% þeirra komist ekki í
aðgerð fyrr en ástand þeirra hefur stór-
versnað og batalíkur minnkað.
• Nú bíða yfir 200 aldraðir eftir hjúkrunar-
plássi á Reykjavíkursvæðinu, en 30-40%
þeirra eru of veikir til þess að bíða heima.
• Skortur á sjúkrarýmum á geðdeildum
veldur því að margt fársjúkt fólk fær ekki
vistun en reikar um götur með lyf í vasa
sem það hefur ekki rænu á að taka inn.
í ályktuninni er fjallað nokkuð um bolla-
leggingar um afköst sjúkrastofnana og
klykkt út með þessari spurningu: „Hvaðan
koma þær hugmyndir stjórnenda og stjórn-
málamanna um afköst sjúkrastofnana sem
stangast þvert á athuganir þeirra er sinna
veiku fólki daglega?"
198 Læknablaðið 2000/86