Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐASAFN LÆKNA 120 Ofnæmishneigð Þorgeir Þorgeirsson, yfirlæknir á FSA, sendi bréf með hugleiðingu í tilefni af umræðu um heitið atopia í síðasta pistli. Honum er mikið niðri fyrir þegar hann segir: „Svo er að sjá sem jyrirbœrið eða réttara sagt heitið ofnœmi sé enn að velkjast fyrir lœknislœrðum mönnum. Atopia heitir til að mynda ekki lengur ofnœmishneigð, heldur „bráðaofnœmis- hneigð". Hvað ber til? Málið œtti raunar löngu að vera útrcett. “ Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@rsp.is Lækningabók handa sjómönnum 1967: „Ofnæmi nefnast annarleg viðbrögð líkamans við ýmsum efnum eða hlutum, sem líkaminn annars er hlutlaus gagnvart. Ofnæmi getur verið meðfætt eða áunnið. Þeim, sem ofnæmir eru, geta hinir eðlilegustu hlutir reynzt lífshættuleg eiturefni. Menn geta haft ofnæmi fyrir alls konar matartegundum, lyfjum, jurtum, dýrum, sýklum, ryki og reyk og jafnvel fyrir hita, kulda og birtu. Alkunnugt er að börn fá oft útbrot af eggjum og fiski (,,fiskibólur“). Ýmsir fá astma af hundum, köttum, hestum og heyi („heymæði"). Við penicillin-inndælingu getur sá, sem ofnæmur er fyrir penicillini, fengið hættulegt lost. Ofnæmi birtist í ýmsum myndum, svo sem útbrotum, kláða, eksemi, astma, höfuðverk, hnerrum, niður- gangi, rennsli úr nefi og augum, stundum sem hættulegt lost, er getur valdið meðvitundarleysi og dauða.“ Atopia, allergia Hvað sem um það má segja, þá er ljóst að mörg heitin sem notuð eru í ónæmis- og ofnæmisfræðum hafa löngum vafist fyrir bestu mönnum. Á það ekki síður við um erlendu heitin en þau íslensku. Flest þau er- lendu urðu til löngu áður en fræðimenn vissu ná- kvæmlega hvað lá að baki fyrirbærunum sem þeir voru að gefa heiti. Mörg heitin voru því almenn og gáfu ekkert sértækt til kynna. Skýringin í síðasta pistli á upprunalegri merkingu atopia sýnir það vel, fyrir- bæri sem er undarlegt, framandi, skrýtið eða ókunn- uglegt. Svipað má segja um heitið allergia. Það er komið úr grísku þar sem allos merkir annar eða ann- ars konar og ergon merkir vinna eða starfsemi. Það gefur afar lítið til kynna að segja að allergia sé fyrir- bæri með annars konar starfsemi í vef eða líffæri. Sagan segir þó að það heiti hafi verið sett fram árið 1906 af austuríska barnalækninum Clemens von Pirquet til að lýsa þeim sértæku viðbrögðum sem fram komu í húð hjá túberkúlín-(of)næmum einstak- lingum. Með vaxandi þekkingu koma fram nýj- ar og oftast nákvæmari skilgreiningar á hugtök- unum. Heiti, sem upp- runalega voru mjög al- menn og ógagnsæ, geta þannig að lokum fengið mjög þröngt og sértækt merkingarsvið. Ofnæmi, ofurnæmi Af þessu tilefni er senni- lega ástæða til að ræða frekar um ofnæmi. Um forskeytið of- segir Is- lensk orðabók Máls og menningar: meir(a) en hœfilegt er, úr hófi og um nafnorðið næmi er sagt: 1. námshœfileikar, það að vera næmur. 2. viðkvœmni gagnvart áhrifum. 3. í samsetn.: ónœmi, sóttnæmi, til- finninganœmi. Til gamans má geta þess að elsta heimildin í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans um notkun orðsins ofnæmi er frá 1922, úr bókinni Dul- mætti og dultrú, þar sem það virðist koma fyrir í kaflaheiti: Ofskynjun og ofnæmi dáleiddra. íðorðasafnið notar orðið ofnæmi um enska heitið allergy. íslensk orðabók Máls og menningar gefur tvær skýringar á ofnæmi. 1. það að þola ekki (verða veikur af) að neyta vissra fœðutegunda eða snerta til- tekin efni (ávexti, fiður o.fl.), þola jafnvel ekki nærvist þeirra án þess að veikjast (t.d. afexemi); 2. finnast e-ð alveg óþolandi. Þessi tilvitnun sýnir annars vegar al- menna læknisfræðilega merkingu orðsins ofnæmi og hins vegar sérstaka (ekki sértæka!) tilfinningalega og næstum spaugilega notkun þess. Sértæka læknis- fræðilega merkingin er svo sú sem birtist í Iðorða- safninu: „Sjúklegt ástandþarsem afbrigðileg ónœmis- viðbrögð við ofnœmisvaka leiða til bólgu eða vefja- skemmda. “ Þessi lýsing getur átt við um allar tegundir ofnæmisviðbragða, frá bráðaofnæmi (immediate hypersensitivity) til síðkomins ofnæmis (delayed hypersensitivity). Heitið hypersensitivity er venjulega notað sem samheiti við allergy, en hefur fengið íslenska heitið ofurnæmi í íðorðasafni lækna. Forliðurinn ofur- hef- ur sterka áherslu og táknar afar-, feikna-, geysi- eða mjög mikið af einhverju. Vissulega getur slíkt átt vel við um sum þau viðbrögð sem sjást við ofnæmi, en engu að síður finnst undirrituðum að áherslan sé of sterk. Lausir endar Síðar í bréfi sínu segir Þorgeir: „Sé spurt um lausa enda, þá sýnist bráðaofnœmi gera anaphylaxis bæri- leg skil, —“ Því til viðbótar má segja að heitið ana- phylaxis er komið úr grísku, myndað úr forskeytinu ana-, burt frá, og nafnorðinu phylaxis, vörn. Upp- runalega var það sett saman til að tákna minnkaða mótstöðu eða þol tilraunadýra gagnvart endurteknum skömmtum af eitri. Löngu síðar kom í ljós að þarna hafði verið um ofnæmisviðbrögð að ræða. Nú er heitið anaphylaxis ýmist notað um bráðaofnœmislost, anaphylactic shock eða staðbundið bráðaofnœmi, local anaphylaxis, ofnæmisviðbragð af tegund I. Hneigð merkir tilhneiging, ofnæmi merkir of mikil viðkvæmni gagnvart áhrifum og frá Þorgeiri koma lokaorðin: „— en ofnœmishneigð, þetta Ijósa orð, þýðir nákvœmlega það sem það þýðir. “ Læknablaðið 2000/86 207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.