Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 68

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 68
en þá fékk Elín sendan plástur frá Selá á Árskógsströnd þar sem Björg Arngríms- dóttir, systir Angantýs, hélt áfram plásturs- gerðinni. Þóra Angantýsdóttir, sonardóttir Bjargar taldi að leyndarmálið um gerð plástursins hefði farið í gröfina með for- eldrum hennar, en Björg kenndi Dagmar Þorvaldsdóttur móður hennar uppskriftina og mun hún síðast hafa gert plásturinn, eða allt fram á sjöunda áratuginn. Þóra vissi þó að uppistaðan í honum hefði verið bómolía og að í honum var blýmenja. Soðið var mjög hægt og lengi, fleiri kíló í einu, fyrst var jukkið lapþunnt, síðan dökknaði það og þykknaði, en potturinn var hafður opinn og hrært viðstöðulítið í. Þóra á ennþá bita úr síðustu löguninni og pottinn sém plásturinn var soðinn í. Koppsetningartæki sem Þór- unn átti og fatið sem plásturinn var látinn kólna í eru hins vegar komin á byggðasafn- ið á Dalvík. Þegar plástursdeigið var orðið kalt var það skorið niður í flata bita sem voru um 2 sm í þvermál og 1 sm á þykkt. Plásturinn var velgdur og honum smurt í tusku sem lögð var við bólgur og ígerðir. Fólk sem vann við beitingu notaði plásturinn mikið því að það fékk oft ígerð í fingur vegna stungusára. Ekki er ólíklegt að heimildir um Tjarn- arplásturinn séu til á fleiri stöðum, enda stutt síðan að hann var í notkun. Seint verður til dæmis fullleitað í gögnum þjóð- háttadeildar og ekki hefur enn fengist pen- ingur til að tölvusetja svör við spuminga- skrá um gömul læknisráð, en slíkt myndi auðvelda verulega leit í þeim gögnum. Fundur Evrópusamtaka sérfræðilækna í Vínarborg dagana 21.- 24. október 1999 Undirritaður fór á ársfund Evrópu- samtaka sérfræðilækna (UEMS) í Vínar- borg á haustdögum, sem l'ulltrúi Læknafé- lags íslands. Þessi samtök, sem urðu 40 ára í fyrra, eru regnhlífarsamtök evrópskra sér- fræðilækna og hefur Island verið fullgildur meðlimur síðan haustið 1997. Á fundinum að þessu sinni var mál mál- anna áform um að koma meiri samhæfíngu á símenntun lækna í Evrópu. Fyrirhugað er að koma á fót Símenntunarstofnun Evrópu, sem UEMS hyggst ráða einkaaðila til að reka. Stofnun þessi á væntanlega að hafa með höndum samhæfingu og framkvæmd símenntunarmála, talningu endurmenntun- arpunkta, þar sem slíks er krafist og svo framvegis Allt er þetta þó í mótun enn sem komið er. Vandamál sem varða einstakar sérfræði- greinar eru alltaf rædd talsvert á aðalfund- um UEMS. Að þessu sinni bar þar helst til tíðinda að samþykkt var að taka upp til reynslu Section of clinical neuropliysiology, sem er ákveðin viðurkenning fyrir klíníska taugalífeðlisfræði sem sérgrein. Gyneaco- logical Oncology sótti um að viðurkenn- ingu innan UEMS sem undirsérgrein. Við þessari beiðni var orðið en almennt virtust fulltrúar hafa áhyggjur af síauknum fjölda sérgreina og undirsérgreina innan læknis- fræði. Fleiri mál af svipuðum meiði voru rædd, bæði ónæmislækningar og nýbura- lækningar, sem og taugalækningar sem und- irsérgreinar af barnalækningum. Ekki var tekin nein ákvörðun hvað varðar þessar sérgreinar/undirsérgreinar, en nánari upp- lýsingar um umræðuna er hægt að fá hjá LI. Gengið var til kosninga um nýja stjóm UEMS. Þar áltust við annars vegar alvöru- gefinn franskur fulltrúi, Hoertig en hins vegar lagviss íri, Cillian Twomey. Hoertig naut stuðnings frönskumælandi þjóða sem og fulltrúa Miðjarðarhafsins en Twomey var maður Bretlandseyja, Norðurlanda, Hollands og Portúgals. Leikar fóru þannig að Twomey var kosinn forseti samtakanna, sem er mikið lán. Kosningar um aðrar stöð- ur fóru einnig þannig að Norður-Evrópubú- ar eru þar í meirihluta. Gestrisni Austurríkismanna var við brugðið og mikið sungið, enn meir borðað en ekkert dansað þá daga sem fundurinn stóð. PÁLL MATTHÍASSON ZOMIG D AslniZcncca, 960319 TÖFLUR: N 02 C X R Hver tafla inniheldur: Zolmitriptanum INN 2,5 mg eða 5 mg. Kiginleikar: Zolmitriptan er sérhæft örvandi cfni fyrir 5HT1D viðtaka í æðum. Áhrif fást innan 1 klst frá lyfjagjöf og cndurspeglast í linun á höf- uðverk og öðrum mígrenieinkcnnum eins og ógleði, ljósfælni og hljóð- fælni. Zolmitriptan frásogast hratt og vel (a.m.k. 64%) eftir inntöku og hcfur matur ekki áhrif á frásog. Lyfið umbrotnar að miklu leyti í lifur, Mcira en 60% af lyfinu útskilst umbrotið mcð þvagi en um 30% óbreytt mcð saur. Ábendingar: Bráð mcðferð á mígreni með eða án fyrirboða (auru). Frá- hcndingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Háþrýstingur og væg- ur ómeðhöndlaður háþrýstingur. Kransæðastífla. Blóðþurrðar hjartasjúk- dómar eða einkenni um slíkt. Kransæðahcrpingur (Prinzmetals angina). Otlægiræðakrampasjúkdómar. Ekki má nota samtímis lyf sem innihalda: ergotamín eða afieiður þess, súmatríptan, naratríptan cða aðra 5-HT1D viðtaka örva. Sjúkdómar sem tengjast blóðæðum eða blóðnæringu heila cða saga um skammvinna heilablóðþurrð (TIA). Krcatínín klerans < 15 ml/mín. Varúð: Lyfið á einungis að nota þcgar greining á mígreni hefur verið staðfest og aðrir hugsanlegir alvarlegir taugasjúkdómar útilokaðir. Zomig á ekki að nota við helftarlömunar-, hcilastofns- eða sjónlömunar- mígreni. Lyfið skal ekki gefa sjúklingum með Wolff-Parkinson-White heilkenni eða hjartsláttartruflanir sem orsakast af annars konar auka- leiðslubrautum í hjarta. Ekki er ráðlagt að nota Zomig hjá sjúklingum með blóðþurrðar hjartasjúkdóma eða sjúklingum sem grunur leikur á að hafi kransæðasjúkdóm. Ekki skal taka hærri skammta af Zomig en mælt er með. Meðganga: Lyfið skal eingöngu nota á meðgöngu ef kostir þess réttlæta hugsanlega áhættu af notkun þess fyrir fóstrið. Dýratilraunir benda ekki til að lyfið valdi vansköpun. Brjóstagjöf: Ekki er vitað um útskilnað lyfsins í móðurmjólk, og skal því gæta varúðar þegar lyfið er gefið konum með böm á brjósti. Til að draga úr áhrifum á bamið skal forðast að gefa bami brjóst innan 24 klst eftir inntöku á Zomig. Áhrif á akstur og stjórnun vinnuvéla: Skammtar allt að 20 mg höfðu ekki nein marktæk áhrif á hæfni heilbrigðra einstaklinga í skynhreyfiprófum. Mælt er með að sjúklingar scm stjóma vélknúnum ökutækjum gæti varúðar, þar sem svefnhöfgi og önnur einkcnni geta komið fram við mígrenikast. Aukaverkanir: Aukaverkanir em venjulega vægar, tímabundnar. ekki alvarlegar og hætta sjálfkrafa án sérstakrar mcðferðar. Hugsanlegar auka- verkanir koma yfirleitt fram innan 4 klst. og cm ekki algengari við endur- tekna skömmtun. Algcngar (>/%): Almennar: Þróttleysi, þyngslatilfinning í útlimum. Herpingstilfinning í hálsi, koki, útlimum og brjósti. Miðtaugakerfi: Sundl, svcfnhöfgi, hitatilfinning, tmfiun á húðskyni. Meltingarfœri: Ógleði, munnþurrkur. Stoðkerfi: Vöövaslapplciki, vöðvaþrautir. Sjaldgafar (<!%): Almennar: Þyngslatilfinning í brjósti og hálsi. Þrýst- ingstilfinning í koki, kjálka, hálsi og brjósti. Hjarta- og aðakerfi: Hrað- taktur, hjartsláttarónot, væg blóðþrýstingshækkun. Sum einkennin geta verið hluti af mígrenikastinu. Milliverkanir: Engar sannanir liggja fyrir um að samtímis meðferð með koffíni, ergotamíni, díhýdróergotamíni, parasetamóli, metóklópramíði, pizótffeni, fiúoxetíni, rífampisíni cða própranólóli hafi áhrif á verkanir cða aukaverkanir Zomig. Hins vegar skal ckki taka Zomig innan 24 klst frá því að lyf sem inniheldur crgotamín cr tckið vegna aukinnar hættu á herpingi í kransæðum. Einnig skal ekki taka lyf sem inniheldur ergotam- ín innan 6 klst frá því að Zomig er tekið. Sjúklingar scm taka mókló- bemíð scm er sérhæfður mónóamfnoxfdasa-A hemill, skulu ekki taka meira en 5 mg af Zomig á sólarhring. Ef móklóbemíð er tekið í hærri skömmtum cn 150 mg tvisvar á dag, skal ekki gefa þcssi tvö lyf samtímis. Samtímis meðhöndlun með címetidíni tvöfaldar helmingunartíma Zomig og því skal hámarksdagskammtur Zomig ckki vera meiri en 5 mg. Ekki er útilokað að aðrir sérhæfðir CYP 1A2 hcmlar (t.d. fiúvoxamín og kínólónar) hafi sömu áhrif og címctidín, og því er mælt með að draga úr dagskammti Zomig á sama hátt. Zomig gctur haft áhrif á frásog annara lyfja. Ofskömmtun og eiturverkanir: 50 mg skammtur af lyfinu hefur yfirleitt slævandi áhrif á heilbrigða cinstaklinga. Fylgjast þarf með sjúk- lingum sem tekið hafa of stóran skammt af Zomig í a.m.k. 15 klst, eða á meðan einkenni ofskömmtunar eru enn fyrir hcndi. Ekkert sérstakt mót- citur er til. í alvarlcgum eitrunartilfellum er mælt mcð meðferð á gjör- gæsludeild, þ.á m. að koma á og viðhalda opnum öndunarvegi sjúklings- ins, tryggja fullnægjandi súrefnisflutning og öndun, ásamt því að fylgjast með og styrkja hjarta- og æðakcrfi. Skammtastærðir handa fullorðnum: Zomig á ckki að nota sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni. Ráðlagður dagsskammtur er 2,5 mg. Lyfið skal taka við fyrstu einkenni mígrenihöfuðverkjar, en getur verkað þótt það sé tekið síðar. Ef ekki fæst fullnægjandi árangur eða einkenni koma aftur innan 24 klst. má taka annan skammt, cn þó ckki innan 2 klst frá upphafsskammti. Ef upphafsskammtur hcfur engin áhrif á mígreni- kastið er ólíklegt að annar skammtur hafi áhrif á sama kast. Endurtekin köst má mcðhöndla með 5 mg skömmtum hafi 2,5 mg ekki gefið full- nægjandi árangur. Hcildardagsskammtur skal ckki vcra meiri en 10 mg og lyfið skal ekki tckið oftar cn tvisvar á sólarhring. Aldraðir (yfir 65 ára): Ekki hafa verið færðar sönnur á öryggi og verkun Zomig hjá öldr- uðum og því er ekki mælt með notkun þcss. Sjúklingar með vanstarfsemi lifrar: Ekki þarf að aðlaga skammtinn fyrir sjúklinga með væga eða miölungs vanstarfscmi. Mælt er með að sjúk- lingar mcð alvarlega vanstarfsemi taki ckki mcira en 5 mg af Zomig á sól- arhring. Sjúklingar með vanstarfsemi nýrna: Ekki þarf að aðlaga skammtinn hjá sjúklingum með krcatínín klerans >15 ml/min. Skammtastærðir handa bömum: Böm (undir 12 ára): Ekki hafa verið færðar sönnur á öryggi og verkun Zomig hjá bömum og því ekki mælt með notkun þess. Unglingar (12-17 ára): Ekki hafa verið færðar sönnur á öryggi og verkun Zomig hjá unglingum og því er ekki mælt með notkun þess. Útlit: Töflur 2,5 mg: Kringlóttar, gular, 0 7,5 mm, mcrktar Z. Töflur 5 mg: Kringlóttar, bleikar. 0 8,5 mm, merktar Z. Pakkningar og verð: Töfiur 2,5 mg (þynnupakkað): 3 stk. - 2.924- kr.; 6 stk.- 5.209- kr.; 18 stk.- 13.155- kr. Töflur 5,0 mg (þvnnupakkað): 6 stk.- 5.701- kr.; 18 stk.- 14.865-kr. Greiðslufyrirkomulag: E ncma 18 stk þá 0 Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár 1999 Umboð á íslandi: Pharmaco hf., AstraZcneca, Hörgatúni 2, 221 Garðabæ, Sími: 535 7151 Fax : 565 7366 Lyfjanefnd ríkisins, 17. september 1998. 212 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.