Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 7

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 7
FRÁ RITSTJÓRN Krabbameinsrannsóknir á íslandi og klínísk erfðamengisfræði í PESSU HEFTI LÆKNA- blaðsins birtast ágrip rannsókna sem kynnt voru á ráðstefnu Sam- taka um krabbameins- rannsóknir á íslandi, sem haldin var á læknadögum 21. og 22. janúar síðastlið- inn. Það er gleðiefni að sjá hversu víðtæk- ar krabbameinsrann- sóknir á Islandi eru og á hve sterkum grunni þær standa. Þegar lit- ið er yfir farinn veg og til framlags íslendinga í grunnrannsóknum á sviði líf- og læknisfræði á undförnum tveimur áratug- um kemur fljótt í ljós að rannsóknir á krabba- meini hafa staðið framarlega. Ráðstefnan í jan- úar síðastliðnum bar þess vott að mikill metnaður er ríkjandi varðandi krabbameinsrannsóknir og fleiri eru farnir að hasla sér völl á þessum vett- vangi en áður var. Rannsóknir á sameindalíffræði krabbameins hefur rutt brautina fyrir rannsóknir á öðrum sjúkdómum. Nýverið hefur verið að þróast nýtt svið, klínísk erfðamengisfræði (clinical genom- ics), sem svo er gjarnan nefnt manna á meðal í vísindaheiminum og læknisfræði. Hugtak þetta er enn illa skilgreint en gott dæmi um slíkar rann- sóknir eða nýtingu erfðamengisrannsókna í læknisfræði birtist nýlega í vikuritinu Nature (1). Þar er greint frá athyglisverðum rannsóknum á tjáningu gena í eitilfrumuæxlum (diffuse large B-cell lymphoma, DLBCL) og hvernig ný nálg- un og flokkun sjúkdómsins, sem sýnt var fram á með því að nota örsýnaraðir við tjáningarathug- anir, gat skýrt mismunandi svörun sjúklinga við meðferð og lifun. En eitilfrumusjúkdómurinn DLBCL er algengasti undirflokkur non-Hodg- kins eitilfrumuæxla en svarar misvel meðferð. Um 40% sjúklinga svara vel en hjá hinum hópn- um er dánartíðni há og lifun mun skemmri. Með því að útbúa örsmáar raðir af genabút- um eða genahlutum, svokallaðar örraðir (microarrays) frá nokkur þúsund genum, er mögulegt að skoða hvort einhver þessara gena eru yfirtjáð eða illa tjáð í viðkomandi vef. í þessu tilfelli eitilvef. Þetta er gert með því að sprauta þúsundum genabúta á glerplötu og blanda saman erfðaefni frá æxli og heilbrigð- um viðmiðunarvef og kanna hvort ákveðin gen eða genaafurðir, svo sem RNA finnst í aukn- um eða minnkuðum mæli í æxlisvefnum sam- anborið við þann heilbrigða. Best er að lýsa þessum örsýnaröðum með samlíkingu við lítið skákborð, 1 cm2 að flatar- máli. I stað 64 reita skákborðsins eru þúsund örsmáir reitir sem innihalda DNA búta frá þekktum genum eða óþekktum erfðaefnisbút- um. Hægt er að nota slíkar örraðir til að skoða hvort mismunandi tjáning er á genum í tveim- ur mismunandi vefjategundum, til dæmis sjúk- um og heilbrigðum. Þegar gen er virkt í vef eða frumu býr það til afurðir (RNA) sem hægt er að lita með flúrljómandi litum. Til dæmis má nota rauðan lit á genaafurðir frá frumutegund A og grænan lit á frumutegund B. Þessar gena- afurðir geta við réttar aðstæður bundist við samsvarandi eða móðurgenabúta sem komið er fyrir á glerplötunni, það er örröðunum. Með því að baða örraðirnar í blöndu af rauðum og grænum genaafurðum bindast afurðirnar við samsvarandi gen á örröðunum. Síðan ræður hlutfall grænu og rauðu afurðanna í blöndunni hvaða litur sést á örröðinni þegar kemur að úrlestri og túlkun niðurstaðna. Ef meira er af genaafurðinni eða ef hún finnst eingöngu í annarri frumutegundinni en ekki í hinni, verð- ur annar liturinn yfirgnæfandi í blöndunni og þar af leiðandi á örsýnaplötunni. Ef hlutfallið er nokkuð jafnt í báðum frumutegundum er liturinn hlutlaus eða blár. Þannig má meta hvort ákveðin gen eru tjáð í frumum sem verið er að rannsaka og hvort tjáning þeirra er óeðlileg eða hvort slökkt hefur verið á mikil- vægum genum. Slíkar upplýsingar geta gefið vísbendingu um þau efnaskiptaferli sem farið hafa úrskeiðis hjá sjúkri frumu og auðveldað Reynir Arngrímsson Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eflirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofn- anir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Tötlur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar niyndir og gröf komi á disklingi ásamt út- prenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að sernja um birtingu litmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/laeknabl adid Umræðuhluti Skilafrcstur efnis í umræðu- hluta er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Höfundur er sérfræðingur í læknisfræðilegri erfðafræði. Framhald á bls. 334 Læknablaðið 2000/86 331

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.