Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 23

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARLÆKNINGAR stutta listann svipað þegar viðmiðunargildi er valið 7/8. Þannig eru báðir listarnir sambærilegir varðandi næmi og sértæki. Crohnbachs alfa stuðull, sem mælir áreiðanleika innra samræmis listans, var 0,92 sem er svipað og í bandarísku útgáfunni þar sem Crohn- bachs alfa var 0,94. Til að kanna hvort atriðin væru líkleg til að mæla það sama var fylgni hvers atriðis við heildareinkunn spumingalistans reiknuð (item total statistic). Meðaltalsfylgnin var 0,53 sem er aðeins hærra en í upphaflegu rannsókninni þar sem meðal- talsfylgni var 0,36. Þunglyndir voru 13, þar af greind- ust sjö með meðalalvarlegt þunglyndi og sex með alvarlegt þunglyndi. Umræða Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða, staðfæra og gera réttmætisathugun á langa og stutta formi GDS spurningalistans. Niðurstöður okkar sýna að báðar útgáfur listans eru áreiðanlegur og gildur mælikvarði á þunglyndi aldraðra Islendinga. í okkar útgáfu er viðmiðunargildið 13/14, þannig benda 14 eða fleiri þunglyndisleg svör á spurningalistanum til þess að þunglyndi sé til staðar. Til samanburðar voru í upp- runalegu bandarísku útgáfunni tvö viðmiðunargildi, 10/11 og 13/14 og töldust þeir sem fengu 11-13 vera með væg þunglyndiseinkenni, en þeir sem fengu meira en 14 töldust vera með þunglyndi (3). í okkar rannsókn greinast einstaklingarnir annars vegar með meðalalvarlegt eða alvarlegt þunglyndi og hins vegar án þunglyndis, en engir þátttakenda greinast með vægt þunglyndi. Möguleg skýring á þessu er sú að stór hluti aldraðra sem ekki fengu þunglyndisgrein- ingu voru á þunglyndislyfjameðferð, eða alls 13 ein- staklingar. Þessir einstaklingar hefðu ef til vill mælst með þunglyndi hefðu þeir ekki verið á lyfjum og hefði þá fengist meiri breidd í niðurstöðunum. Hér var valið að leggja spurningalistann fyrir aldr- aða á stofnunum og aldraða sem búa úti í þjóðfélag- inu. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er verið að bera saman tvær greiningaraðferðir, það er hæfni að- ferðanna til að finna þunglyndi hjá einum og sama einstaklingi. Því er ekki aðalatriði hvort úrtakið sé að öllu leyti dæmigert fyrir aldraða á íslandi, heldur hvernig aðferðunum tekst að meta einstaklinginn. I upphaflegu bandarísku rannsókninni voru neðri ald- ursmörk 55 ár, en á Islandi fellur sá aldur ekki undir hugtakið „aldraðir“. Við völdum að miða við 65 ár frekar en 55 eða 67 ár því þótt ellilífeyrir sé veittur frá 67 ára aldri á íslandi er sú tala pólitískt ákvörðuð og getur verið breytingum háð. í rannsókninni var elsti þátttakandinn 87 ára. Hér er ekki er verið að sann- prófa nýjan spurningalista heldur að staðfæra lista sem hefur þegar verið mikið rannsakaður. Þar sem niðurstöður okkar eru sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna teljum við að staðfærsla með 70 manns gefi raunhæfa mynd af spurningalistanum hérlendis. Stutti listinn er þægilegri í notkun vegna minna umfangs og bendir rannsóknin til að hann sé jafn áreiðanlegur og sá langi. Hins vegar er ekki hægt að mæla með notkun styttri útgáfunnar út frá niðurstöð- um þessarar rannsóknar því langa útgáfan var lögð fyrir og því ekki hægt að útiloka að þátttkendur hefðu svarað öðruvísi ef þeir hefðu einungis haft þær 15 spurningar sem stutta útgáfan samanstendur af. Hafa verður í huga að spumingalistinn gefur ekki endanlega greiningu heldur vísbendingu um það hvort þunglyndi sé til staðar. Bandaríska útgáfa GDS spurningalistans hefur verið notuð til að fylgja eftir þunglyndismeðferð (5) og mætti einnig nota íslensku útgáfuna í sama tilgangi, en sem fyrr segir hefur vant- að hentugt tæki hjá þessum aldurshópi til að meta hvort þunglyndismeðferð sé að bera árangur. í ljósi þess að þunglyndislyf eru mikið notuð hér- lendis, mælum við með því að þeir sem veita öldruðum þunglyndismeðferð noti GDS spumingalistann til að fylgja meðferðinni eftir. Rétt er að mæla með frekari athugun á stuttu útgáfu GDS til að kanna hvort hún sé sambærileg löngu útgáfunni. Einnig væri rétt að fram- kvæma íslenska rannsókn þar sem spumingalistinn væri notaður til að fylgja eftir þunglyndismeðferð. Þakkir Starfsfólki Landakotsspítala, Landspítalans og Skóg- arbæjar er þökkuð veitt aðstoð við framkvæmd rann- sóknarinnar. Bimi Einarssyni öldrunarlækni eru færð- ar sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð við þýðingu. Neil McMahon M.A. er þökkuð endurþýðing á ís- lenskri þýðingu GDS yfir á ensku og Eiríki Líndal sál- fræðingi er þökkuð aðstoð við CIDI-a tölvuforrit. Vís- indasjóði Landspítalans er þakkaður fjárhagslegur stuðningur. Þeim eldri borgurum sem tóku þátt í rann- sókninni er þakkað sérstaklega. Helmildir 1. Helgason T. The epidemiology of depressions. Nord Psykiatr Tidsskr 1990; 44:3-12. 2. Magnuson H. Mental health of octogenarians in Iceland. An epidemiological study. Acta Psychiatr Scand 1989; Suppl. 349: 1-112. 3. Hughes D, Morris D, McGuire A. The cost of depression in the elderly. Effects of drug Therapy. Drugs Aging 1997; 10:59-68. 4. Katona CLE. Depression in old age. New York: Wiley Liss; 1994:16-41. 5. Helgason T, Magnússon E, Ólafsdóttir H, Sigurjónsson JS, Thorlacius S, Sigfússon E. Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir. Læknablaðið 1999; 85/Fylgirit 38:17-9. 6. Yesavage J, Brink TL, Rose TL, Owen L, Huang V, Huang V, et al. Development and Validation of a Geriatric Depression Screening Scale: A Preliminary Report. J Psychiatr Res 1983; 17:37-49. 7. Rosen J, Rogers JC, Marin RS, Mulshant BH, Shahar A, Reynolds CF 3rd. Control-relevant intervention in the treat- ment of minor and major depression in a long-term care facility. Am J of Geriatr Psychiatry 1997; 5:247-57. 8. Sheikh JI, Yesavage JA. Geriatric Depression Scale (GDS) Recent Evidence and Development of a Shorter Version. Clin Gerontol 1986; 5:165-72. 9. Montorio I, Izal M. The Geriatric Depression Scale: a review of its development and utility. Int Psychogeriatr 1996; 8: 103- 12. 10. McGivney SA, Mulvihill M, Taylor B. Validating the GDS de- Læknablaðið 2000/86 347
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.