Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEINSRANNSÓKNIR
Ágrip erinda og veggspjalda
Frá ráðstefnu á vegum Samtaka um krabbameinsrannsóknir á íslandi,
haldin á laeknadögum 21. og 22. janúar 2000
ERINDI
E 01 Sómatískar erfðaefnisbreytingar í ættlægum og
sporadískum brjóstaæxlum
Sigurður Ingvarsson, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir,
Bjarni Agnar Agnarsson, Rósa Björk Barkardóttir, Valgarður Egilsson
Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafræði
Við höfum sýnt fram á að ákveðnar litningabreytingar í brjóstaæxl-
um einstaklinga með kímlínubreytingar í BRCAl eða BRCA2
genum eru mun tíðari en í sporadískum bijóstaæxlum. Brcal og
Brca2 prótín taka þátt í viðgerðarferli á tvíþátta DNA skemmdum
og skýrir þetta uppsöfnun litningabreytinga ef um stökkbreytingar
er að ræða í prótínunum. Einnig kemur fram munur á litninga-
breytingum í æxlum einstaklinga með BRCAl eða BRCA2 kím-
línubreytingar. Efniviðurinn, rannsakaður með 111 microsatellite
erfðamörkum dreifðum um erfðamengið, var 49 brjóstaæxli frá
einstaklingum með BRCA2 999del5 kímlínubreytingu í saman-
burði við 152 sporadísk bijóstaæxli. Sérstök áhersla var lögð á litn-
ingasvæði 3p, 6q og 8p. í öllum tilfellum greindust tíðari úrfellingar
í BRCA2 999del5 æxlum í samanburði við sporadísk æxli, eða
66%/29% á 3p, 75%/37% á 6q og 78%/50% á 8p. Mynstur breyt-
inga á litningunum var frábrugðið í BRCA2 999del5 æxlum og
sporadískum æxlum, það er almennt náðu breytingamar til stærri
svæða á litningunum í BRCA2 999del5 æxlum. Úrfellingar á litn-
ingasvæðum 3p, 6q og 8p greindust oft í sömu æxlum, ásamt öðrum
einkennandi úrfellingum, og almennt hafa þessi æxli óstöðugt
erfðamengi, bæði æxli frá BRCA2 999del5 einstaklingum og spora-
dísk æxli. Lifun sjúklinga með úrfellingar á 3p, 6q eða 8p var styttri
en sjúklinga án úrfellinganna. Með fjölbreytugreiningu var í öllum
tilfellum sýnt fram á óháða áhættuþætti; RR=3,6 fyrir 3p; 2,0 fyrir
6q og 1,9 fyrir 8p. Við ályktum að litningasvæði 3p, 6q og 8p beri
æxlisbæligen og að skert starfsemi þeirra hafi áhrif á æxlisvöxt í
brjóstum, einkum í einstaklingum sem bera BRCA2 999del5 kím-
línubreytinguna.
E 02 Skimun fyrir BRCA1 og BRCA2 kímlínubreytingum í
dönskum brjóstakrabbameinssjúklingum
Jón Þór Bergþórsson'2, Winther K', Fenger K', Niebuhr A', Klausen S3,
Borg A4, Nielsen KW’, HarboeTL', Rósa Björk Barkardóttir2, Ejlertsen B5,
Niebuhr E'
Frá "Dpt. Medical Genetics, Institute for Medical Biochemistry & Genetics,
Copenhagen University, Denmark, "Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, "Dpt. of
Anatomy & Pathology, Herlev Hospital, Denmark, 4,Dpt. of Oncology, University
Hospital of Lund, Sweden, "Danish Breast Cancer Cooperative Group (DBCG),
Denmark
Arfgengt brjóstakrabbamein hefur aðallega verið tengt tveimur
genum, BRCAl og BRCA2, og er talið að kímlínubreytingar í
þessum genum skýri um 3-10% af öllum brjóstakrabbameinstilfell-
um sem greinast á Vesturlöndum. I þessari rannsókn var erfðaefni
úr 119 dönskum konum sem greindar voru ungar (<45 ára) með ill-
kynja bijóstakrabbamein skimað fyrir stökkbreytingum í BRCAl
og BRCA2. Allir sjúklingarnir höfðu greinst með fleiri en eitt
frumæxli sem auk lágs greiningaraldurs er einkenni ættlægs
brjóstakrabbameins. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta tíðni
og breidd (spectrum) stökkbreytinga í þessum sérvalda efniviði og
kanna tengsl þeirra við meingerð og fjölskyldusögu um krabba-
mein. Fjörutíu og níu mismunandi basabreytingar fundust og af
þeim voru 19 líklegar til að vera sjúkdómsvaldandi. í sjúklinga-
hópnum voru 24 arfberar slíkra breytinga (20%). Prettán voru með
stökkbreytingu í BRCAl (11%) og 11 með BRCA2 stökkbreyt-
ingu (9%). Lítill munur virtist vera á tíðni breytinga í hópi sjúklinga
með krabbamein í báðum brjóstum (bilateral) og hins vegar kon-
um með fleiri en eitt frumæxli í sama bijósti (multicentric). Bijósta-
og eggjastokkakrabbamein í fyrsta stigs ættingjum reyndist áber-
andi bundið við arfbera. Tvær stökkbreytingar fundust í fleiri en
einum sjúklingi og voru þær báðar í BRCAl geninu. Önnur þess-
ara breytinga (del2954C) hefur einnig fundist í hárri tíðni í Svíþjóð
en hin (C1697R) er bundin dönskum fjölskyldum. í framhaldinu er
fyrirhugað að skima fyrir breytingunum sem fundust í þessari rann-
sókn í stærri hópi ungra brjóstakrabbameinssjúklinga (n=1400) til
þess að fá betra mat á tíðni og athuga samband mismunandi
stökkbreytinga við meingerðar- og meðferðarþætti í Danmörku.
E 03 Genetic defects in lobular breast cancer
Chen Huiping, JR Sigurgeirsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson,
Bjarni Agnar Agnarsson, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir,
Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Valgarður Egilsson, Sigurður Ingvarsson
Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafræði
We have studied a set of 40 human lobular breast cancers for loss of
heterozygosity (LOH) at various chromosome locations and for
mutations in the coding region plus flanking intron sequences of
the E-cadherin gene. We have also investigated 55 lobular breast
tumours for deletions at the FHIT gene and for the level of Fhit
expression by immunohistochemical detection. We found a high
frequency of LOH (100%) at 16q21-22.1. A significantly higher
level of LOH was detected in ductal breast tumours at chromo-
some arms lp, 3p, 9p, llq, 13q and 18q compared to lobular breast
tumours. Furthermore, we found a significant association between
LOH at 16q containing E-cadherin locus and lobular histological
type. Six different somatic mutations were detected in the E-cad-
herin gene, of which three were insertion, two deletions and one
splice site mutation. Mutations were found in combination with
LOH of wild type E-cadherin locus and loss or reduced E-cadherin
expression detected by immunohistochemistry. Deletions within
the FHIT gene have been found in 16% of lobular breast tumours.
\
350 Læknablaðið 2000/86