Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 42

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Brýnt að læknar fylgist með sameiningarferli sjúkrahúsanna Jón Snædal Höfundur er sérfræðingur í öldrunarlækningum og varaformaður Læknafélags íslands. í marshefti Læknablaðsins á þessu ári birtist sam- eiginleg yfirlýsing stjóma LI og LR um sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Það telst til tíðinda að stjómir þessara félaga sendi frá sér sameiginlegar yfirlýsingar en einnig hefur hún kallað fram viðbrögð samstarfsfólks okkar og borið hefur við að yfirlýsing- in hafi verið rangtúlkuð. Það er því rétt að staldra við og skoða nánar hvað hér er á ferðinni. Þeir sem fylgst hafa með umræðunni meðal lækna um sameiningarmál vita að meðal þeirra hafa verið deildar meiningar um það hvort sameina beri sjúkra- húsin eða auka frekar samvinnu þeirra til að nýta sem best þá sérhæfingu sem sífellt er í þróun. Það væri því sérkennilegt ef stjórnir félaganna tækju afdráttarlaust afstöðu með öðrum hópnum. Ummæli heilbrigðis- málaráðherra á síðasta aðalfundi LÍ ásamt þeirri um- ræðu sem verið hefur meðal lækna leiddi til þessarar yfirlýsingar. Á fundinum varpaði ráðherra fram þeirri hugmynd að í framtíðinni ætti að byggja eitt hátækni- sjúkrahús sem rúmi starfsemi sjúkrahúsanna í Reykja- vík og á aðalfundinum urðu síðar miklar umræður um ályktun um þessi mál, en henni var vísað til stjórn- ar til frekari vinnslu. Yfirlýsingin er svo afrakstur þeirrar umræðu sem fram hefur farið í vetur. Kjaminn í yfirlýsingu læknafélaganna er að bygg- ing nýs sjúkrahúss sé forsenda þess að sjúkrahúsin verði sameinuð. Stjórnirnar hafa þannig ekki stutt þá sameiningu sem nú er í gangi í þessari yfirlýsingu, enda deildar meiningar innan þeirra. Það sem hins vegar skiptir máli í þessu sambandi eru þær forsendur sem gefnar eru í yfirlýsingunni og vamaðarorð. Svo vitnað sé til hennar er rétt að benda á eftirfarandi staðhæfingar: „Allar ákvarðanir um aukna samvinnu og/eða sameiningu deilda verði teknar í fullu samráði og í sátt við starfsfólk." „Sérstakar ráðstafanir verði viðhafðar til að fyrirbyggja faglega einokun og stöðn- un.“ Og: „Flytja þarf verkefni frá sjúkrahúsum til læknastöðva og heilsugæslustöðva....“ Svo sem alþjóð veit hafa sjúkrahúsin nú verið sam- einuð án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin um nýja byggingu og ekki séð að slíkt sé í deiglunni. Það er einnig álitamál hversu vel hefur verið fylgt anda þeirrar yfirlýsingar sem hér er gerð að umtals- efni. Það er því afar brýnt að læknar fylgist grannt með því sameiningarferli sem hafið er og þótt menn hafi mismunandi skoðanir á því hvað rétt sé að gera í þessum efnum hljóta allir læknar að vera sammála um ofnagreind atriði. Eitt atriðið í yfirlýsingunni hefur kallað á hörð viðbrögð hjúkrunarfræðinga en það er íjórði liðurinn: „Afnema þarf með lagabreytingu tvískiptingu fag- legrar stjómunar á milli lækninga og hjúkmnar og árétta forræði lækna á faglegri yfirstjóm deilda.“ Er- indi hefur borist til stjórnar LI vegna þessa og ljóst að um þetta atriði verður rætt nánar þótt það hafi verið afstaða stjómar LÍ að blanda þessu ekki of mikið saman við umræðu um sameiningu sjúkrahúsanna. Ástæðan er einfaldlega sú að þetta mál snertir miklu fleiri vinnustaði þar sem læknar og hjúkrunarfræð- ingar vinna og þetta lagaákvæði gildir. Þó eru nokkur atriði ljós sem eðlilegt er að komi til skoðunar í þeirri umfjöllun sem framundan er. Tvöföld fagleg stjórnun á heilbrigðisstofnunum er ekki mjög útbreidd meðal annarra þjóða og því ekkert „náttúrulögmál". Það er ennfremur staðreynd að áhrif hjúkrunarfræðinga hafa aukist verulega frá því þetta ákvæði kom inn í lögin, að mestu á kostnað lækna. Þetta kemur meðal annars fram í því að á stórum vinnustöðum eins og á sjúkrahúsunum eru margir hjúkrunarfræðingar starf- andi eingöngu við stjómun, en nánast allir læknar í stjómunarstöðum sinna einnig klínískri vinnu. Að endingu má einnig benda á að það heyrir til undan- tekninga í stórum fyrirtækjum, bæði innan hins opin- bera og í einkarekstri, að um slíka tvískiptingu sé að ræða. Þar með er ekki sagt að þetta fyrirkomulag sé slæmt, en ekkert er athugavert við að nú sé staldrað við og skoðað hvemig það stjómunarfyrirkomulag sem var sett í lög fyrir nærfellt aldarfjórðungi hafi reynst. 362 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.