Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 51

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 51
Þjónustusamningur TR við endurhæfingarteymi Gunnar Kr. Með sífellt aukn' Guðmundsson UM FJÖLDA ör- orkuþega er ljóst að sporna verður við þeirri þróun. Pað er að einungis þeir, sem nauðsynlega þurfa á örorku að halda, fari á örorku og að áður en einstaklingur fari á örorku þá hafi hann fengið sanngjarna meðhöndlun og allar þær leiðir sem stuðlað gætu að aukinni vinnufærni hafi verið reyndar. Nokkuð tilviljanakennt hefur verið hvað hefur verið í boði fyrir hvern og einn einstakling og oft ekki markvisst tekið á málum. Það er ljóst að mikilvægt er að koma sem fyrst inn í myndina, helst innan fárra mánaða frá því einstaklingur dettur út af vinnumarkaði. Með þetta í huga hefur Tryggingastofn- un ríkisins gert þjónustusamning við endur- hæfingarteymi, sem undirritaður stýrir en auk endurhæfingarlæknis eru í teyminu fé- lagsráðgjafi, sálfræðingur og sjúkraþjálfari. Einnig er fyrirhugað að setja á stofn teymi á Akureyri, sem í eru auk undirritaðs, iðju- þjálfi, félagsráðgjafi og sjúkraþjálfari, einn- ig verður mögulegt að kalla aðra til ef við á. Hlutverk þessara teyma er að kortleggja þá færniskerðingu sem til staðar er og þær end- urhæfingarleiðir sem reyndar hafa verið, meta endurhæfingarmöguleika viðkomandi einstaklings og koma með tillögur. Þessi teymi verða aldrei meðferðaraðili eða dóm- ari á þá meðferð sem átt hefur sér stað. Markmiðið er að vera til aðstoðar við end- urhæfinguna, setja markmið og hjálpa til við val á þeim meðferðarleiðum sem til greina koma. Þar sem þetta er enn á tilraunastigi er mikilvægt að læknar segi sitt álit á því hvernig teymið getur sem best hjálpað til við endurhæfinguna. Markmiðið er sameig- inlegt, að koma einstaklingum sem fyrst til vinnu á nýjan leik. Til þess að þessi teymi hafi yfir einhverj- um úrræðum að ráða, þá hefur TR gert þjónustusamninga við Reykjalund varð- andi atvinnulega endurhæfingu, einnig við Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, varðandi kennslu og ráðgjöf og svæðisskrifstofu fatl- aðra varðandi atvinnu með liðveislu. Þar sem vitað er að mest gagn er af inngripi sem fyrst í ferlinu, það er innan nokkurra mán- uða, þá er oft of seint að grípa inn þegar sótt er um örorku. Mikilvægt er því að heimilis- læknar eða aðrir þeir læknar, sem verða varir við að það stefni í óefni, hafi samband við tryggingayfirlækni og komi þessu ferli sem fyrst af stað. Höfundur er endurhæfingarlæknir. SMÁSJÁIN ■ Klínískar leiðbeiningar hjá landlækni ■ Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu og lögum um réttindi sjúk- linga hefur landlæknir verulegu hlut- verki að gegna viðvíkjandi leiðbein- ingum og eftirliti á sviði heilbrigðis- mála. Þessu hlutverki gegnir embætt- ið með ýmsum hætti, svo sem söfnun tölfræðilegra gagna, samanburði við nágrannalönd og eftirliti með dagleg- um störfum heilbrigðisstétta. Liður í þessu starfi er útgáfa klín- ískra leiðbeininga og nú er að færast töluvert líf í það starf. Sigurður Helgason læknir hefur verið ráðinn til að stjórna verkinu og hefur hann virkjað fjölda lækna til þátttöku í gerð klínískra leiðbeininga. Þetta starf er skammt á veg komið en Læknablaðið mun fylgjast með því og greina frá hvernig það gengur þegar tímabært þykir. En þeim sem vilja fylgjast með starfinu er bent á að snúa sér til landlæknisembættisins. Það má gera með því að fara inn á heimasíðu embættisins en slóðin þangað er: http://www. landlaeknir. is Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið postur@landlaeknir.is Læknablaðið 2000/86 371
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.