Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 62

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UMFERÐARSLYS Stefán Yngvason (nœr) með sundlaugina á Grenasásdeild í baksýn. Brynjólfur Mogensen á gangi slysadeildar Landspítala Fossvogi. ferðarslysa og afleiðingum þeirra en Brynjólfur benti á að kostnaður samfélagsins vegna þeirra sé metinn á um 15 milljarða króna. Ein ástæða þess hversu erfitt er að henda reiður á þessum kostnaði er að til skamms tíma var ekki til nein samræmd skráning slysa. „Slysavarnaráð hefur barist fyrir því um árabil að komið verði á fót slysaskráningu þar sem hægt verði að skrá flestar tegundir slysa á mjög nákvæman hátt. Nú er þetta kerfi að komast á því undanfarin þrjú ár hafa öll slys á slysa- og bráðamóttöku verið skráð samkvæmt norrænu skráningarkerfi. Ur slíkri skráningu fást mikilvægar upplýsingar sem hægt verður að nota til að halda uppi stöðugri upplýsinga- miðlun," segir Brynjólfur. Fleiri lifa af alvarleg slys En hefur slysamynstrið breyst? Já, sé litið til lengri tíma hefur orðið nokkur breyting á slysunum sem verða í umferðinni. „Mænusködduðum hefur fækkað,“ segir Brynj- ólfur og þakkar það aukinni notkun bflbelta. „Fólk helst kyrrt inni í bifreiðinni í stað þess að hendast um í henni eða jafnvel út um gluggana. Þess vegna erum meiri líkur á því að það sleppi með minni meiðsli.“ Af þeim sem slasast í umferðarslysum þurfa yfir- leitt um 10 af hundraði að leggjast inn til meðferðar en þetta hlutfall hefur þó farið heldur lækkandi. Stærsti hluti þeirra sem lenda í slysum fá minniháttar áverka, hálshnykki, tognanir og minniháttar brot. „Við fáum alvarlegustu slysin til okkar, áverka á mænu og heila með lömun og skerðingu á vitrænni getu,“ segir Stefán og bætir því við að lífslíkur þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum hafi aukist. „Það hafa orðið miklar framfarir í sjúkraflutningum, endurlífgun og gjörgæslu og það eykur lífslíkur þeirra sem lifa af fyrstu augnablik slyssins. Þetta kallar hins vegar á aukna endurhæfingu." Brynjólfur tekur undir þetta. „Hér á höfuðborgar- svæðinu hefur verið komið upp mjög öflugu kerfi sjúkrabfla þannig að neyðarbfll með lækni getur náð í fólk á örfáum mínútum og veitt því fyrstu hjálp strax. Verði slys úti á vegunum getur þyrlan verið komin á staðinn á tiltölulega stuttum tíma. Það er því hægt að bjarga fleirum sem slasast alvarlega en áður var.“ Breyttir meðferðarmöguleikar Flestir þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í kjölfar umferðarslysa eiga við einhvers konar stoð- kerfisvanda að glíma. „Til allrar hamingju eru höfuð- áverkar, kviðarhols- og brjóstholsáverkar ekki mjög stór hluti af slysunum,“ segir Brynjólfur. En hvað er hægt að gera fyrir þá sem verða fyrir alvarlegum áverka á stoðkerfi? „Það eru hefðbundnar aðferðir endurhæfingar sem felast í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og þess háttar,“ segir Stefán. „En tæknin tekur miklum framförum og tölvutæknin hefur aukið verulega á möguleika þeirra sem slasast, bæði hvað varðar tjáningu og samskipti og eins til að örva og stýra vöðvum. Það eru komin fram ýmis ný og betri hjálpartæki sem auðvelda fólki að lifa við mikla fötlun. Svo er líka komin fram á sjónarsviðið tækni og lyf sem draga úr alvarlegum 380 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.