Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 7
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Sjálfsvíg unglinga Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche segir einhvers staðar; „Möguleik- inn á að fremja sjálfsmorð hefur bjargað mörgu mannslífinu. Sjálfsmorðið er einhvers konar brunaút- gangur út úr lífinu; mönn- um verður rórra af því að vita af honum þótt þeir noti hann ekki.“ Þýski rit- höfundurinn Hermann Hesse kallaði sjálfsvígið „neyðarútgang sem alltaf væri fyrir hendi“. En hverjir eru það sem velja sér þennan neyðarútgang og af hverju? Margir grískir heimspekingar litu svo á að sjálfsvíg væri eins konar heimspekleg frelsisyfir- lýsing en sú skoðun breyttist mjög með kristninni enda leit kirkjan á sjálfsmorðið sem refsiverðan glæp gegn lögum manna og Guðs. Þessi fordæming kirkjunnar þýddi að sjálfsmorðingjar nutu venju- lega engrar kirkjulegrar þjónustu, þeir voru ekki grafnir innan kirkjugarða heldur huslaðir utangarðs eins og hverjir aðrir óbótamenn. A átjándu og nítjándu öld fóru að koma upp raddir sem lögðu áherslu á það að sjálfsvígið væri sjúkdómur en ekki synd. Áhrif kirkju fóru minnkandi og ný, vísindalegri hugsun var að ryðja sér til rúms í hugmyndafræði mannkyns. Smám saman fóru sjálfsmorðingjar að fá greftrun eins og annað fólk og bölvun kirkjunnar var aflétt. Sigmund Freud hélt því fram árið 1917 að sjálfsvígið væri einkenni um geðsjúkdóm. Síðan hafa flestir sem um málið fjalla verið þeirrar skoðunar að sjálfsvíg beri að skoða sem hluta af alvarlegu þunglyndi. Fæstir skilgreina verknaðinn lengur sem synd en á hinn bóginn stendur umræðan um sjálfsvígið milli þeirra sem telja að hver einstaklingur hafi fullan rétt á því að svipta sig lífi og hinna sem standa fastir á þunglyndiskenningunni og vilja með lyfjum eða annarri meðferð koma sjúklingunum yfir þetta erfiða tímaskeið. Inn í þessa umræðu blandast afdrif sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma, réttur þeirra til að deyja. hvort þeir hafi eitthvað um það að segja, hversu lengi haldið skuli áfram að viðhalda lífi. Menn tala um dauðahjálp og óteljandi frásagnir erlendra blaða um rimmu sjúklinga og aðstandenda þeirra við lækna- og dómarastétt flækja þessa umræðu alla. Ef sjúk- lingur sem ekki eygir neinn bata vegna alvarlegs Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum. líkantlegs sjúkdóms á rétt á náðarsprautunni, hvað þá um einstakling sem sér ekki fram úr tilvistar- þokunni vegna þunglyndis eða svartsýni? Á hann líka rétt á sömu aðstoð til að komast yfir landamærin? Tilvistarspekingar nítjándu og tuttugustu aldar lögðu áherslu á frelsi einstaklingsins og ábyrgð hans á gerðum sínum. Hámark mannlegs sjálfræðis er að falla allsgáður fyrir eigin hendi á réttum tíma þegar sköpunarkraftur og lífsgleði eru horfin. Fjölmargir heimspekingar á öllum tímum hafa lagt orð í þennan belg enda telst enginn liðtækur í þeim hópi nema hann hafi einhverja skoðun á fyrir- bærinu. Flestir sem um málið fjalla vitna í Albert Camus þar sem hann segir í Goðsögninni um Sísífos: „Það er bara eitt raunverulegt heim- spekilegt vandamál til og það er sjálfsmorðið. Grundvallarspurning heimspekinnar er að úr- skurða hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki.“ Geðlæknisfræðin leggur áherslu á það að sjálfs- vígshugmyndir séu einkenni um alvarlegt þung- lyndi en ekki tilvistarleg, heimspekileg lífsafstaða. Fyrir mér er erfitt að gera greinarmun á þessu tvennu enda er þunglyndisleg lífsskoðun oft sam- ofin hugmyndum um tilgangsleysi, vonleysi og tóm tilverunnar. Mín skoðun er sú að vaxandi tíðni sjálfsvíga í Vesturheimi stafi ekki af neinni tilvistarlegri sjálf- stæðisyfirlýsingu heilbrigðra einstaklinga heldur sé verknaður framinn í örvinglan og uppgjöf stundar- innar. Sjálfsmorðinginn snýr baki við lífinu, afneitar því og lætur sig hverfa. Hvort heldur verknaðurinn er skyndilegur eða skipulagður, framinn út úr neyð eða fylgir í kjölfar langvinns þunglyndis, í stundaræði eða ekki; hann verður til í aðstæðum, þar sem einstaklingurinn með réttu eða röngu sér enga leið út úr. Sjálfsvígum ungs fólks hefur fjölgað á íslandi á síðustu árum. Reglulega berast fregnir af mann- vænlegu fólki sem tekur þá ákvörðun að yfirgefa þetta líf og starfsfólk bráðamóttöku veit að sjálfsvígstilraunirnar eru enn fleiri. Þetta daður ungs fólks við dauðann á sér mjög flóknar ástæður. Dauðinn er spennandi eins og ókannað landsvæði sem allir eiga eftir að heimsækja. Unglingurinn finnur í lífsþorsta sínum fyrir þrá eftir þessu ókunna landi, fara og skoða sig um og jafnvel koma aftur. Suma langar til að reyna sig í glímu við Dauðann sem allir segja að sé ósigrandi. Foreldrar eiga erfitt með að skilja hvernig dauðaótti og dauðaþrá haldast í hendur. Margir unglingar finna fyrir vaxandi leiða í nú- tímasamfélagi og óttast ekki Dauðann heldur Iífið Óttar Guðmundsson Frágangur fræðilegrá greina Höfundar sendi tvaer gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar niyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litinynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrcstur efnis er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram Læknablaðið 2001/87 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.