Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / GÆÐASTJÓRNUN Tafla III. Heildarfjöldi skilgreindra dagskammta sýklalyfja afJOl flokki. Deild 1994 1995 1996 1997 SBK 7.942 6.276 6.272 5.868 Almenn lyflækningadeild 3.687 2.741 2.851 3.309 Almenn skurölækningadeild 5.566 5.466 4.878 3.647 Öldrunarlækningadeild 1.609 1.266 1.124 816 Hjartalækningadeild 1.464 1.403 1.125 1.450 Bæklunar- og þvagfæraskurölækningadeild 4.788 5.246 4.483 4.731 HNE og HT 2.649 2.339 1.837 2.454 Allt verö er í krónum. SBK = smitsjúkdóma-, blóösjúkdóma- og krabbameinslækningadeildir. HNE = háls- nef- og eyrnalækningadeild. HT = heila- og taugaskurölækningadeild. Grá svæöi tákna þau ár sem sýklalyfjaeftirlitiö var virkt. Hálfgrá svæöi tákna þau ár sem eftirlitiö var virkt hluta ársins. Tafla IV. Skilgreindir dagskammtar sýklalyfja afJOl flokki á hverja 100 legudaga. Deild 1994 1995 1996 1997 SBK 97 72 78 72 Almenn lyflækningadeild 66 47 40 43 Almenn skurðlækningadeild 66 58 58 40 Öldrunarlækningadeild 25 14 14 11 Hjartalækningadeild 16 15 11 15 Bæklunar- og þvagfæraskurölækningadeild 61 52 46 48 HNE og HT 30 32 24 30 Allt verö er í krónum. SBK = smitsjúkdóma-, blóösjúkdóma- og krabbameinslækningadeildir. HNE = háls- nef- og eyrnalækningadeild. HT = heila- og taugaskurölækningadeild. Grá svæöi tákna þau ár sem sýklalyfjaeftirlitiö var virkt. Hálfgrá svæöi tákna þau ár sem eftirlitiö var virkt hluta ársins. eða dagskammta á hverja 100 legudaga (tafla IV). Lækkun á notkun skilgreindra dagskammta á hvern legudag eftir að sýklalyfjaeftirlit var að fuliu komið á hófst nam um 6-44% á hvern legudag miðað við næsta ár á undan sem var án eftirlits. Nokkur óvissa var um nákvæman fjölda legudaga á hverri deild. Efnisskil Engin algild aðferð er til við að meta kostnað við sýklalyfjaeftirlit, lengd sjúkrahúsvistar, kostnað vegna fylgikvilla auk spamaðar vegna betri heilsu sjúklinganna í framtíðinni og aukinnar vinnugetu þeirra. Arðsemiútreikningar á eftirliti sem þessu eru því háðir mati rannsóknaraðila á eftirliti með sýkla- lyfjanotkun (14) og kostnaði á móti virkni (cost- effectiveness analysis) (15). í þessari rannsókn var stuðst við skráningu sjúkrahússins á legudögum. í ljós kom að oft var töluverður munur á legudagafjölda eftir því hvort skráningin var gerð í legudagakerfi eða eftir uppgjöri á sjúklingafjölda umræddra ára. Einnig var meiri munur en búast mátti við á milli fjölda legudaga á hveija sérgrein og fjölda legudaga sem flokkaðir voru eftir göngum, jafnvel þótt leiðrétt hafi verið fyrir tilflutningi sjúklinga sérgreinanna milli ganga vegna plássleysis og vistunar á gjörgæslu. Slíkt ósamræmi í legudagafjölda var háð skekkju sem kann að hafa verið kerfisbundin. Tilflutningar innan deilda og milli ganga hafa verið miklir undanfarin ár og verður því samanburður á kostnaði háður mörgum óvissuþáttum. Mat á árangri gæðaeftirlits með sýklalyfjagjöf kann að vera háð kerfisbundnu van- eða ofmati á sparnaði við forvarnir, áhrif eftirlitsins geta fjarað út með tímanum og stöðugt aðhald við eftirlit er kostnaðarsamt (6,16,17). Villur í innslætti gagna og mismunandi skilgreiningar lækna á þörf sjúklinga á sýklalyfjum, sem getur verið breytileg eftir einstak- lingum og sérgreinum, kann að valda skakka (bias) við mat á árangri eftirlits (18-20). Þá má benda á að með minni birgðum á deildum hafi rýrnun sýklalyfja minnkað á sjúkrahúsinu og einnig að minni tími starfsfólks apóteksins hafi farið í reglubundið upp- gjör birgðanna. Gallar eftirlitskerfa með sýklalyfja- gjöf eru erfiðleikar við framkvæmd og viðhald eftir- litsins og óþægindi vegna aukinnar pappírsvinnu fyrir lækni sjúklingsins sem leitt geta til þess að læknar spítalans reyna í sumum tilvikum að komast hjá eftir- litinu. Reikna má með auknum kostnaði vegna eftir- litsins vegna sívaktar og aukins fjölda samráða við smitsjúkdómalækni. Agreiningur kann einnig að rísa milli umsjónarmanna eftirlits og annarra lækna um notkun sýklalyfja (5,16,21). Á tímabilinu spöruðust í heild um 10 milljónir króna (hreinn sparnaður) við sýklalyfjanotkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að eftirlit með notkun þeirra hófst. Breyttar aðferðir við innkaup lyfjanna, aukin umræða um ónæmi og aðrir þættir kunna að hafa haft áhrif á þessa þróun til spamaðar (22). Helsta skýringin er þó virkt eftirlit með notkun sýklalyfja af hálfu apóteks sjúkrahússins og smit- sjúkdómalækna þess í náinni samvinnu við aðra lækna sjúkrahússins, sem endurspeglast í lækkuðum meðalkostnaði á hvern legudag vegna sýklalyfja- notkunar. Nokkurt ósamræmi var á kostnaði við sýklalyf annars vegar og fjölda skilgreindra dag- skammta hins vegar. Háan kostnað við gjöf sýklalyfja ákveðna mánuði mátti nær alltaf rekja til óvenju mikillar notkunar dýrra sýklalyfja á borð við vankómýcín, ímípenem, klindamýcín, tíenam og ceftazídím. Pannig gátu einstaka sjúklingar haft um- talsverð áhrif á kostnað, jafvel þótt magn sýkla- lyfjagjafar ykist ekki, en það var sérstaklega áberandi á smitsjúkdóma-, blóðsjúkdóma- og krabbameins- lækningadeildum. Kostnaðarlækkun varð á tveimur deildum þótt skilgreindir dagskammtar breyttust lítt. Skýrist það af því að ódýrari sýklalyf voru oftar valin en áður. Val sýklalyfs er sennilega sá þáttur sem skilað hefur mestum sparnaði á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, einkum á almennu skurðlækningadeildinni þar sem leiðbeiningum smitsjúkdómalækna um fyrir- byggjandi gjöf sýklalyfja var fylgt af hvað mestri eindrægni. Þá var lengd meðferðar á sýklalyfjum stytt og breytt var fyrr í lyfjameðferð um munn úr inn- dælingarformi þar sem við átti. Á sama tíma og gæðastjórnun sýklalyfjagjafa fór fram á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var gert hliðstætt átak á Landspítalanum (nú Landspítala Hringbraut) (23). 36 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.