Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAVÆÐING Landspítalinn hf? í Læknablaðinu verður að þessi sinni rætt við tvo lækna sem hafa um margt mismunandi skoðanir á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Umræða um málið er á fleygiferð í samfélaginu og full ástæða til að Læknablaðið taki þátt í þeirri umræðu, ekki síst með því að hlusta á röksemdir lækna sem hlynntir eru eða andvígir vaxandi einkavæðingu heilbrigðisþjónust- unnar. Þorkell Bjarnason röntgenlæknir hefur ekki Iegið á þeirri skoðun sinni að einkavæða eigi sem allra mest í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hann hélt meðal annars erindi um það á málþingi sem haldið var í tengslum við aðalfund Læknafélags íslands á liðnu hausti (sjá Læknablaðið 10/2000). Hann hefur sjálfur verulega reynslu af einka- rekstri í heilbrigðisþjónustu en árið 1993 stofnaði hann ásamt fleiri röntgenlæknum Röntgen Domus Medica. Læknablaðið spurði Þorkel hverjar væru helstu ástæður þess að hann teldi einkarekstur heppilegri en ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu. „Þjónustan myndi batna með auknum einka- rekstri og kostnaðurinn lækka. Eitt aðalvandamálið í okkar heilbrigðiskerfi er að ríkið er bæði kaupandi og seljandi að þjónust- unni. Það gengur ekki gagnvart sjúklingnum að sami aðili sitji við eitt skrifborð og segi hvaða þjónustu eigi að veita og sitji síðan við annað skrifborð og segi að það sé ekki hægt að veita hana vegna þess að ekki séu til peningar. Það á ekki að fara eftir fjölda þorska í sjónum hvort sjúklingar fá heilbrigðisþjónustu eða ekki. Það bara gengur ekki.“ Hvers vegna er einkavœðing betri lausn en einhver önnur? Þorkell Bjarnason. „Þegar ég tala um einkavæðingu þá er ég að tala um rekstur þjónustunnar. Seljandi þjónust- unnar á að mínu mati að vera einkaaðili, en ég vil ekki hrófla við skyldutryggingunum og velferðar- kerfinu. Jafnræði á að gilda bæði fyrir veitendur og neytendur þjónustunnar. Eg vildi sjá Landspítalann seldan og breytt í hlutafélag. Vandamálið gæti að vísu orðið kaup- endurnir. Eg er sannfærður um að hægt er að spara fleiri krónur með því að selja Landspítalann en Landsbankann. Reksturinn yrði að mínu mati mun markvissari ef það yrði gert, því þá færi saman rekstrarleg og fagleg ábyrgð. í dag vantar um einn og hálfan milljarð til heilbrigðiskerfisins á íslandi miðað við fjárlög. Rekstur Landspítalans er um 19 milljarðar og hallinn í dag 600-800 mill- jónir. Peningum er ekki mokað þangað með skófl- um, heldur vélskóflum." Og þú telur að það myndi breytast með einkarekstri? „Það er engin spurning. Fimm fyrstu árin sem við störfuðum í Röntgen Domus spöruðum við heilbrigðiskerfinu um 300 milljónir og er það varlega áætlað.“ Ertu þá að tala um einhvers konar útboð á rekstri? „Það verður án efa farið út í einhvers konar útboð á heilbrigðisþjónustu, en vandamálið er að ríkið er þá að bjóða á móti einkaaðilum. Sam- kvæmt reglugerðum eiga opinberir aðilar að að- skilja sinn rekstur bæði rekstrarlega og stjórnunar- lega ef þeir stunda samkeppni að einhverju ráði. Hins vegar má sjá að það er enginn vandi að fela eða millifæra tölur án þess nokkur viti af. Það er að vísu verið að reyna að koma á kerfi núna til að reyna að finna út hvað hlutimir kosta. Ef farið er fram úr fjárlögum er bara bætt úr því með auka- fjárveitingum. Mér finnst að þeir sem kaupa þjónustuna, það er Tryggingastofnun, eigi að geta samið um ákveðið verð fyrir þá þjónustu sem keypt er, hvort sem það eru aðgerðir eða rann- sóknir, og keypt þær hvort sem er af ríkisfyrir- tækjum eða einkaaðilum úti í bæ.“ Nú er hœgt að hugsa sér þrenns konar útfœrslu á heilbrigðisþjónustu, ríkisrekna, einkarekna eða blöndu afþessu hvoru tveggja. Hvað sérð þúfyrir þér að eigi við hér á landi? „Eg held að blandað kerfi sé langbest til að byrja með að minnsta kosti.“ Munu þá einkastoftianirnar ekki geta fleytt rjómann ofan af en kennslu- og rannsóknarskylda sitja eftir hjá hinum? Læknablaðið 2001/87 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.