Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 41
FRÆÐIGREINAR / TÓBAKSVARNIR Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugœslulcekna á íslandi Ásgeir R. Helgason1, Pétur Heimisson2, Karl E. Lund' ‘Samhállsmedicine, Stokkhólmi, :Heilbrigðisstofnun Austurlands, ’Statens institut for folkehelse, Osló. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Asgeir R. Helgason, Samhállsmedicine - CTP, Box 17533,118 91 Stockholm, Sverige. Netfang: asgeir@ce.ks.se Lykilorð: reykingar, meðferð við tóbaksfíkn, heilsugœslulœknar, lœknar. Ágrip Tilgangur: Að kanna meðferðarvenjur heilsu- gæslulækna við meðhöndlun á tóbaksfíkn og greina helstu þröskulda (hindranir) sem standa í vegi fyrir því að heilsugæslulæknar á íslandi sinni tóbaks- vörnum. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur heim til allra 167 starfandi heilsugæslulækna á íslandi vorið 1999. Spurt var um tóbaksvarnastarf, hindranir fyrir að sinna tóbaksvömum og eigin tóbaksneyslu heilsugæslulækna. Niðurstöður: Svarshlutfall var 77%. Af þeim sem svöruðu reyktu 7% daglega og 14% af og til. Fáir heilsugæslulæknar höfðu það sem reglu að spyrja sjúklinga sín hvort þeir reyktu ef þeir höfðu engin einkenni sem líklegt er að rekja megi til reykinga. Fáir buðu sjúklingum sínum upp á stuðning við að hætta að reykja. Flestir töldu tóbaksvarnir þó vera innan síns verksviðs. Aðalástæðan fyrir að sinna ekki tóbaksvörnum var tímaskortur og sú tilfinning að fáir hætti að reykja þrátt fyrir stuðning. Mikill meirihluti taldi æskilegt að geta vísað reykingamönnum til sérfræðinga í reykbindindi. Ályktauir: Auka þarf aðgengi sjúklinga og heilsugæslulækna að sérfræðingum í reykbindindi. Inngangur Erlendar rannsóknir benda til þess að læknar tali ekki um reykingar við sjúklinga sína í þeim mæli sem umfang sjúkdóma vegna reykinga gefur tilefni til (1,2). Tilraunir til að auka tíðni samtala um tóbak milli lækna og sjúklinga með námskeiðum af ýmsum toga, hafa leitt til takmarkaðra breytinga á klínísku starfi (3-5). Nokkrar rannsóknir hafa leitt í Ijós að læknar eru af ýmsum ástæðum tregir til að fylgja ráðleggingum um bestu meðferð (clinical practice guidelines) (6-9). Nýleg úttekt á ástæðum þessa benda til að „þröskuldamir“ séu ólíkir fyrir hin ýmsu sérsvið læknisfræðinnar og að gera þurfi úttekt á hverju sviði fyrir sig (10). Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna meðferðarvenjur heilsugæslulækna við meðhöndlun á tóbaksfíkn og greina helstu þröskulda (hindranir) sem standa í vegi fyrir því að heilsugæslulæknar sinni tóbaksvörnum. Rannsóknin var gerð samtímis á íslandi, í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og er hluti af átaki norrænu krabbameinsfélaganna (NCU) til að aðstoða heilsugæslulækna í tóbaksvarnastarfi. I ENGLISH SUMMARY Helgason ÁR, Heimisson P, Lund KE Treating tobacco addiction. Praxis and barriers amongst lcelandic general practitioners Læknablaöiö 2001; 87: 41-5 Objective: To assess praxis and identify the most common barriers for engaging in tobacco prevention in general practice in the Nordic countries. Material and methods: All 167 practicing general practitioners in lceland received a questionnaire at home assessing praxis and barriers for systematic involvement in tobacco prevention. Results: The over all response rate was 77%. Few general practitioners asked patients if they smoked if the patient had no smoking related symptoms. Few supported patients who wanted to stop smoking. However, a big majority agreed that tobacco prevention was a part of their job. The main reasons for not engaging in tobacco prevention was lack of time and the feeling that the time spent may not be worth the effort since few patients quit. A big majority stated that they would prefer to reefer smokers to smoking cessation specialist. Conclusions: Smoking cessation expertise needs to be more accessible to lcelandic patients and doctors. Keywords: smoking, smoking cessation, general practitioners, physicians, barriers. Correspondence: Ásgeir R. Helgsaon. E-mail: asgeir@ce.ks.se þessari grein verður aðeins fjallað um íslensku niðurstöðurnar. Niðurstöðurnar í heild með saman- burði milli landanna verða birtar síðar í alþjóðlegu vísindariti. Efniviður og aöferöir Spurningalisti var sendur heim til 167 starfandi heilsugæslulækna á íslandi vorið 1999. Vísindanefnd á vegum norrænu krabbameinsfélaganna hafði um- sjón með rannsókninni og þróaði spurningalistann. Listinn var þróaður í samvinnu við heilsugæslulækna í Noregi, Svíþjóð og á íslandi. Forprófanir á réttmæti listans voru gerðar á úrtaki heilsugæslulækna í Noregi og Svíþjóð. Krabbameinsfélögin í hverju Læknablaðið 2001/87 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.