Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR /BEINÞYNNING
þessu sambandi skýrist væntanlega á næstu árum
með framskyggnum hóprannsóknum sem ekki liggja
fyrir nú.
Beinþéttniómun (quantitative ultrasound, QUS);
Ommæling á beinum eins og hælbeini og sperrilegg
virðist veita upplýsingar um brothættu. Ekki er vitað
með vissu hvað þessi aðferð mælir en sumt bendir til
að hún sé ekki eingöngu háð beinmagni heldur
einnig beinuppbyggingu svo sem lögun og staðsetn-
ingu beinbjálkanna í frauðbeini. (19). Fylgnistuðull
milli DEXA og ómunar í sama beini er af stærðar-
gráðunni 0,7-0,8. Sumar framskyggnar rannsóknir
benda til þess að ómmæling á hælbeini endurspegli
áhættu á mjaðmarbroti meðal aldraðra kvenna
(20,21).
Almennt má þó segja að beinþéttnimæling á
viðkomandi stað hafi mest forspárgildi um beinbrot á
sama stað, til dæmis segir mæling á beinþéttni í
mjöðm mest um áhættu á mjaðmarbroti (3,22).
Jafnframt benda niðurstöður til að við mat á árangri
meðferðar sé best að mæla beinþéttni í hrygg og
mjöðm með DEXA þar sem lengri tími þurfi að líða
milli ómmælinga til að fá fram marktækan mun. Því
þarf undir flestum kringumstæðum að mæla mjöðm
og/eða hrygg fyrir meðferð til að unnt sé að meta
árangur hennar með beinþéttnimælingu (22).
Sumar rannsóknir benda til þess að ómun kunni
að nýtast til skimunar á því hverjir þurfi á DEXA
mælingu að halda og þannig nýtist þessar
mæliaðferðir best (23). Auk þess er unnt að mæla
hælbein með ómtækni þegar ekki er unnt að nota
DEXA, til dæmis vegna mjaðmaraðgerðar eða veru-
legrar hryggskekkju. Ómtækið er jafnframt auðvelt í
flutningi og því unnt að mæla einstaklinga á staðnum
sem ekki eru flutningshæfir í DEXA mælingu.
Þegar fyllri upplýsingar liggja fyrir um kosti og
galla allra þessara mæliaðferða verður auðveldara að
samnýta kosti þeirra. í dag er vissulega mikil þörf á
mæliaðferð sem endurspeglar með vissu ekki aðeins
beinmagnið heldur einnig gæði beinsins og beina-
bygginguna.
Mat á heildaráhættu beinbrota
Mikil þörf er á að mæla ekki aðeins hlutfallslega
áhættu á beinbroti samkvæmt beinþéttniniður-
stöðum heldur einnig heildaráhættuna. Þannig þyrfti
að vera unnt að meta 10 ára áhættu, til dæmis á
mjaðmarbroti á svipaðan hátt og nú er gert með
áhættu á kransæðasjúkdómum út frá áhættuþáttum
þess sjúkdóms. Það yrði gert á svipaðan hátt með því
að taka mið af beinþéttnimælingum ásamt mati á
öðrum áhættuþáttum beinbrota, eins og aldri, sögu
um fyrri beinbrot, hreyfifærni, falltíðni og svo
framvegis. Ákvörðun um meðferð yrði þá byggð á
heildaráhættumati byggt á mörgum þáttum en ekki
einungis á niðurstöðum beinþéttnimælinga sem
vissulega eru nauðsynlegar til greiningar á bein-
Figure 1. Diagnostic strategy of osteoporosis.
þynningu og til mats á árangri meðferðar. Vísir að
slíku áhættumati hefur verið reiknaður út (24) og
væntanlega munu fleiri birtast á næstu árum.
Skimun fyrir beinþynningu
Beinþynning uppfyllir vissulega þau skilmerki sem
þarf til að réttlæta skimun, það er er algengt ástand
sem af hlýst verulegur kostnaður fyrir einstaklinga og
þjóðfélagið, veldur verulegum einkennum með
afdrifaríkum afleiðingum, nákvæmar greiningar-
aðferðir eru til svo og meðferð sem verkar vel.
Það er álit höfundar, að ef velja ætti einn
aldurshóp til skimunar sé líklegt að arðvænlegast
væri að velja 65 ára aldurinn, þegar brotaáhættan fer
að vaxa verulega og í flestum tilvikum er þá ekki of
seint að grípa inn í með viðeigandi meðferð. Þegar
beinþéttnimælitækjum (til dæmis DEXA) fjölgar og
árangur þeirra meðferðarmöguleika sem nú er boðið
upp á liggur betur fyrir er líklegt að krafan um
skimun verði sterkari. Miðað við þekkinguna í dag
mæla flestir með að leita eftir merkjum bein-
þynningar meðal þeirra einstaklinga sem hafa mesta
áhættuna út frá sögu og skoðun (6,7), (mynd 1). Þess
vegna er full þörf á að vekja athygli heilbrigðis-
starfsfólks og almennings á áhættuþáttum og afleið-
ingum beinþynningar og fræða um möguleikana á
greiningu, forvömum og meðferð þessa sjúkdóms
sem fram á allra síðustu ár var álitinn krónískt
hrörnunarástand sem ekkert væri unnt að gera við.
Læknablaðið 2001/87 19