Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARHJÁLP „Jú og það er æði hátt margfeldi. Eftir rúmlega 10 vikur var tala fallinna orðin um 320 en særðir um 17.000. Palestínumenn á herteknu svæðunum eru ekki nema um þrjár milljónir talsins, þar af ein milljón á Gazaströndinni, en margar milljónir eru landflótta. Fyrir svo fámenna þjóð er þetta mikil blóðtaka. Það væri sambærilegt við að um ein milljón Bandaríkjamanna lægju særðir. Palestínumenn eiga góða lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraflutningamenn með gríðarmikla reynslu. í okkar samfélagi þykir ýmsum kaldranalegt að tala um forgangsröðun og að gera upp á milli sjúklinga. Þarna er forgangsröðun engin spurning heldur alger nauðsyn. Heilbrigðisstarfsfólkið fær eldskírn í markvissum vinnubrögðum og forgangsröðun þegar það dag eftir dag þarf að taka á móti hundruðum slasaðra. Það verður að geta snúið sér að því mikilvægasta fyrst en jafnframt að skoða alla og að afgreiða hvern og einn á þann besta og hraðasta hátt sem unnt er. Undir slíkum kringumstæðum er auðvitað mun minna um innlagnir en ella, alltaf þurfa að vera einhver laus rúm til að taka á móti fleiri særðum og streymið gegnum sjúkrahúsið þarf að vera stöðugt. Hlutirnir ganga ótrúlega hratt fyrir sig.“ Gúmmíkúlurnar eru stálkúlur með þunnu gúmmílagi „Palestínumenn eiga góða sérfræðinga en alls ekki nógu marga. Það reynir einna mest á sérfræðingana í skurðlækningum, slysa- og bráðalækningum. Eini æðaskurðlæknirinn á svæðinu vinnur myrkranna á milli því skotfærin sem Israelsher notar fara mjög illa með æðakerfið. Hættulegustu kúlurnar eru hinar svokölluðu gúmmíkúlur og dúm-dúm kúlurnar. Það hljómar fremur sakleysislega að nota gúmmíkúlur og fólk ímyndar sér að þetta séu einhverjir litlir gúmmíboltar sem lenda á fólki og hoppa svo burt. En sannleikurinn er allur annar. Þetta eru stálkúlur með gúmmilagi utan á. Gúmmílagið verður einfaldlega til þess að kúlurnar eru erfiðari við að eiga, erfiðara að fjarlægja þær og þær valda meiri vefjaskemmdum en venjulegar kúlur. Þetta á ekki síst við um skot í augu og heila. Dúm-dúm kúlurnar eru enn hættulegri. Það eru háhraða sprengikúlur sem springa þegar þær eru komnar inn í líkamann. Flísar úr kúlunum þeytast í nærliggjandi líffæri. Þetta er sérlega hættulegt ef þær lenda í kviðarholinu þar sem þær valda miklum blæðingum. Ef þær lenda í heilanum og splundrast þar er baninn vís. Þörfin fyrir æðaskurðlækna er einnig mikil vegna þeirra kúlna sem lenda í kviðarholi.“ Þörf fyrir íslenska lækna „Við heimsóttum Shifa-sjúkrahúsið 15. nóvember síðastliðinn. Þá voru liðnar sjö vikur frá því átökin hófust og þetta sjúkrahús var búið að taka á móti 1200 særðum, þar af voru 650 innlagnir. -... v\ i, \ r. • — • , y í. ' Wi \ Æðaskurðlæknirinn var aleinn við störf í sinni sérgrein og mér varð hugsað til síldarstúlknanna hér áður fyrr sem fóru ekki úr stígvélunum vikum saman. Það var eins með hann, hann hafði verið að í sjö vikur. Hann var orðinn útkeyrður eftir stöðuga vakt. Auðvitað kemur þetta í hryðjum og dagpartar eða dagar eru rólegir en hann er aldrei laus af vaktinni." Þarfekki nauðsynlega aðfá liðstyrk utanfrá? „Jú, og eftir því hefur verið leitað, meðal annars hér á landi. Meðan við vorum þarna kynntumst við hópi Norðmanna, skurðlækni, bæklunarskurðlækni, sjúkraflutningamanni og geðlækni, sem var skipu- leggjandi hjálparstarfsins. Þessi hópur dvaldi á svæðinu í tvær vikur. Við erum að reyna að fá íslenska lækna til slíkra hjálparstarfa. Þeir þyrftu helst að geta verið í þrjár til fjórar vikur á svæðinu, en tvær vikur koma líka til greina.“ Sveinn Rúnar skoðar meiðsli ungs sjúklings á Gazasvœðinu. Ljósmyndari: Þorvaldur Örn Kristmundsson. Læknablaðið 2001/87 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.