Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / GÆÐASTJÓRNUN að meta hreinan sparnað vegna eftirlits með sýklalyfjanotkun var kostnaður vegna sýklalyfja reiknaður á legudagafjölda hverrar deildar, miðað við límabilið áður en eftirlit hófst í heilum mánuðum talið, og borið saman við tímabilið eftir að eftirlitið hófst (6,13). Þegar raunsparnaður var metinn var tekið tillit til launakostnaðar vegna eftirlitsins og vísitöluþátta. Við útreikninga á áætluðum sparnaði var miðað væntanlega kostnaðarþróun sem byggðist á hlutfallslegri kostnaðaraukningu áður en eftirlitið hófst. Niöurstööur Kostnaður: Heildarlyfjakostnaður af JOl flokki á þeim deildum sem þátt tóku í sýklalyfjaeftirlitinu er sýndur í töflu I. Kostnaður vegna sýklalyfjanotkunar á smitsjúk- dóma-, blóðsjúkdóma- og krabbameinslækninga- deildum var að jafnaði nokkuð hár en var hæstur árið 1997. Árið eftir að eftirlit með sýklalyfjanotkun hófst lækkaði kostnaðurinn en hækkaði ári síðar. Til almennu lyflækningadeildarinnar heyrðu undirsérgreinar í lungna-, meltingar- og innkirtla- fræðum. Kostnaður deildarinnar vegna sýklalyfja- notkunar var hæstur árið áður en eftirlit hófst í júní 1995. Árið sem eftirlitið hófst lækkaði kostnaðurinn um 37% miðað við árið 1994 en jókst síðan nokkuð næstu tvö árin. Kostnaður vegna sýklalyfjanotkunar á almennu skurðlækningadeildinni var hæstur 1994 og 1995 en féll verulega 1996 og 1997 en eftirlitið hófst í október 1995. Miðað við 1994 nam lækkun árlegs kostnaðar mest 48% á tímabilinu 1995-1997. Kostnaður öldrunarlækningadeildarinnar vegna sýklalyfjanotkunar féll eftir að eftirlitið hófst síðla árs 1995 og náði lágmarki árið 1997 og var þá tæplega 46% lægri en kostnaður ársins 1994 af sýklalyfja- notkun. Á hjartadeildinni var kostnaður deildarinnar vegna sýklalyfjanotkunar hæstur 1995, féll ári eftir að eftirlitið hófst síðla árs 1995, en hækkaði aftur 1997. Miðað við árið 1994 nam árleg lækkun mest 37% árið 1996. Kostnaður bæklunar- og þvagfæraskurðlækninga- deildar jókst stöðugt frá árinu 1994 til og með ársins 1996, það er ári eftir að eftirlitið hófst. Kostnaðurinn lækkaði árið 1997 og nam lækkunin 21% miðað við árið áður en 13% miðað við árið 1995. Pá féll kostnaður af notkun sýklalyfja á háls-, nef- og eyrnalækningadeild- og heila- og taugaskurðlækn- ingadeild frá árinu 1994. Minnstur varð kostnaðurinn 1996 en eftirlitið hófst í marsmánuði þess árs. Kostnaðaraukning ársins 1997 nam hins vegar 18% miðað við árið 1995, það er árið áður en eftirlitið hófst. Á töflu II má sjá meðalkostnað á hvem legudag á hverri deild árin 1994-1997. Spamaðun Hreinn sparnaður frá upphafi sýkla- lyfjaeftirlits til ársloka 1997 á skurðlækningasviði, það er almennri skurðlækningadeild, háls-, nef- og eyrnalækningadeild og heila- og taugaskurðlækn- ingadeild ásamt bæklunar- og þvagfæraskurðdeild var 8,5 milljónir króna þegar mið var tekið af kostnaði sýklalyfjanotkunar tímabilið áður en eftirlitið hófst. Sambærileg niðurstaða á lyflækninga- sviði, það er almennri lyflækningadeild, smitsjúk- dóma-, blóðsjúkdóma- og krabbameinslækninga- deildum, hjarta- og öldrunarlækningadeild var 2,3 milljónir króna miðað við tímabilið áður en eftirlit með sýklalyfjanotkun hófst á fyrrnefndum deildum. Samtals var því hreinn sparnaður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að eftirlit með sýklalyfjanotkun hófst 10,8 milljónir króna.. Að frádregnum kostnaði við starfsmannahald (læknis, lyfjafræðings og lyfjatæknis), sem áætlaður var um 4,8 milljónir króna vegna sýklalyfjaeftirlits, var sparnaðurinn um 6 milljónir króna. Að teknu tilliti til meðaltals vísitölu neysluverðs á tímabilinu eftir að eftirlit með sýklalyfjum hófst reyndist raunsparnaður liðlega 6 milljónir króna. Áætlaður sparnaður eftir að gert hafði verið ráð fyrir sömu leitni í sparnaði eða kostnaðaraukningu í sýklalyfjanotkun á deildunum áður en eftirlitið komst á var 7,4 milljónir króna á skurðlækninga- sviðinu og -0,2 milljónir króna á lyflækningasviðinu. Ef miðað er við vísitölu neysluverðs á sama hátt og áður telst áætlaður sparnaður 7,3 milljónir króna sem er um 3,5 milljónum króna lægri en hreinn sparnaður. Lyfjakostnaður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1994- 1997: Kostnaður allra deilda Borgarspítala og Landakots af lyfjakaupum var 218,5 milljónir króna árið 1994. Þar af var hlutur sýklalyfja 43,8 milljónir króna eða um 20% af heildarlyfjakostnaði. Kostnaður við innkaup á sýklalyfjaflokki J01 var 40,1 milljón króna. Árið 1995 var heildarkostnaðurinn kominn í 233,8 milljónir króna en sýklalyfja- kostnaður var 43,1 milljónir króna sem var 18,6% af heildinni og þar af nam kostnaður af J01 flokkinum 38 milljónum króna. Ári síðar var formlega búið að sameina Borgarspítala og Landakot í Sjúkrahús Reykjavíkur og var heildarkostnaður vegna lyfja- kaupa lækkandi og nam 228,8 milljónum króna. Kostnaður við kaup sýklalyfja var 36,4 milljónir króna sem var 16% af heildinni og reyndist kostnaður af J01 flokkinum 31,7 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna lyfjakaupa sjúkrahússins var enn lækkandi árið 1997 og nam 209,9 milljónum króna en sýklalyfin kostuðu 33,7 milljónir króna eða um 16% af heildinni líkt og árið 1996. Kostnaður af sýklalyfjaflokki J01 var þá 29,1 milljónir króna. Magn sýklalyfja og notkun skilgreindra dag- skammta: Fækkun á SDS náðist á öllum deildum eftir að eftirlit með sýklalyfjagjöf hófst hvort heldur að miðað var við heildafjölda dagskammta (tafla III) Læknablaðið 2001/87 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.