Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÆÐSLUSAMTÖK Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir Úlgáfa bœklinga er einn liðurinn í frœðslustarfi FKB. Meðal þeirra mála sem samtökin liafa barist fyrirfrá upphafi er góður aðgangur og þekking á neyðargetnaðarvörn og árið 1996 gáfu samtökin út þennan bœkling. Samtökin hafa líka kynnt málið með því að skrifa greinar í ýmis blöð og tímarit, halda frœðslufundi, meðal annars fyrir lœkna. Samtökin liafa lcynntfyrir ráðamönnum heilbrigðismála mikilvœgi þess að neyðargetnaðar- vörn sé aðgengileg og það er stefna samtakanna að nýja neyðargetnaðarvörnin sem kemur á markað síðar á þessu ári verði seld sem lausasölulyf. Merki samtakanna er hannað afSigurði V. Sigurjónssyni röntgenlœkni. Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB) voru stofnuð árið 1992. Fjölmargir aðilar stóðu að stofnun samtakanna, bæði einstaklingar og félög, svo sem Ljósmæðrafélagið, Kvenréttindafélagið, Heimili og skóli, Félag lyfjafræðinga og Kvensjúkdóma- læknafélagið. Meðlimir eru nú komnir á fjórða tuginn. Fræðslusamtökin eru hluti af IPPF (International Planned Parenthood Federation) og fullgildir meðlimir frá árinu 1995 en samtökin eru næststærstu frjálsu félagasamtök í heiminum á eftir Rauða krossinum. Alþjóðasamtökin eru samtök fjölskyldufélaga alls staðar að úr heiminum og hafa starfað frá því á sjötta áratugnum. Læknar hafa verið framarlega í flokki þeirra sem eiga aðild að samtökunum og sama máli gegnir um aðrar heil- brigðisstéttir, einkum hjúkrunarfræðinga og ljós- mæður. Til að fræðast um félagið og hlutverk lækna í starfsemi þess, heimsótti Læknablaðið Ósk Ingvarsdóttur fæðinga- og kvensjúkdómalækni á Heilsuverndarstöðina, en þar hefur félagið meðal annars fengið inni fyrir bókasafn sitt. Ósk er varaformaður Fæðslusamtakanna og hefur verið það frá stofnun. Núverandi formaður er Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi og alþingiskona en fyrsti formaður félagsins var Sóley Bender lektor í hjúkrunarfræði. Það var ekki síst fyrir tilstilli og áhuga Sóleyjar Bender að Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir voru stofnuð hér á landi. Hún hafði kynnt sér starf alþjóðasamtakanna, IPPF um nokkurt skeið og sótt fundi Evrópudeildar samakanna í nokkur ár. Stofn- fundur samtakanna var geysivel sóttur og ljóst að margir töldu að sinna þyrfti þessum málaflokki mun betur en gert hafði verið fram til þess tíma. Samtökin hafa allt frá stofnun haft einn eða tvo lækna í stjórn. Strax í upphafi komu þeir að stefnumótunarvinnu og hafa alla tíð sýnt fræðslu og kynningarþætti samtakanna áhuga. Frá árinu 1975 hafa verið í gildi Lög um ráðgjöf og frœðsltt varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemi- aðgerðir. Mörgum hefur þótt fræðsluþáttur þessara laga hafa orðið nokkuð útundan. Með stofnun Fræðslusamtakanna hefur málaflokkurinn verið tekinn mun fastari tökum en fyrr. Starfsemi FKB er fjármögnuð af styrkjum frá ríki og borg og að einhverjum hluta einnig af félags- gjöldum. Samtökin eru byggð upp af sjálfboða- liðunum og ekki rekið með hagnað í huga, heldur fara allir fjármunir í starfsemi sem tengist beint markmiðum samtakanna. Margvísleg útgáfa Hlutverk Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir er sem fyrr segir fyrst og fremst að standa fyrir fræðslu um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Því hlut- verki hafa samtökin sinnt bæði með námskeiðum og fundum auk ráðgjafar og útgáfustarfsemi af ýmsu tagi. Samtökin gefa út fréttabréf sem kemur út tvisvar á ári þar sem fjallað er um margvísleg málefni. Meðal þess sem hefur verið tekið fyrir í fréttabréfunum eru neyðargelnaðarvarnir, kynsjúk- dómar, kynlífsréttindi og kynheilbrigði en það hugtak vilja samtökin kynna sem víðast. Allir félags- menn fá fréttabréfið auk þess sem því er dreift á allar heilsugæslustöðvar, félagsmiðstöðvar og til ýmissa ráðamanna og stofnana. Markmið með útgáfunni er meðal annars að kynna starf félagsins og nýja málaflokka og viðhorf sem tengjast kynlífi og bam- eignum. Auk þess hafa samtökin staðið fyrir útgáfu ýmissa bæklinga, til dæmis bæklings um neyðar- getnaðarvörn. Mikilvægur þáttur í starfseminni er þátttaka í alþjóðastarfi og Evrópustarfi þar sem íslendingar eru bæði þiggjendur og veitendur. Fjölmargir hafa sótt fundi erlendis á vegum þeirra, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, þar á meðal læknar. Sér- stakir fundir hafa verið á vegum alþjóðasamtakanna fyrir ákveðna hópa, til dæmis ungt fólk og þingkonur og hafa Fræðslusamtökin séð um að senda fulltrúa úr þeim hópum. Áhersla á unga fólkiö Fræðslusamtökin hafa á tiltölulega stuttum starfs- tíma komið mjög víða við. Frá upphafi hefur athygl- inni verið beint mjög markvisst að því að fræða ungt fólk um kynlíf og getnaðarvarnir. Markmiðið er að ungt fólk sé vel upplýst og geti þannig tekið sjálf- stæðar ákvarðanir um getnaðarvarnanotkun og barn- eignir. í fyrsta fréttabréfi FKB (1995) voru birtar tölur sem meðal annars sýndu muninn milli Norður- landanna á aldri mæðra. Þar kom fram að unglings- mæður, undir 20 ára aldri, voru 5,1% mæðra hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum var hlutfallið miklu lægra eða frá 2,3% upp í 3,4% (1994). Enn er staðan mikið til sú sama. Fjöldi ungra mæðra undir 20 ára var um 240 árið 1994 og er um 250 árið 1999. Þunganir stúlkna í þessum aldurshópi voru um 500, helmingi þeirra lauk með fóstureyðingu. Nýleg rannsókn Sóleyjar Bender: Viðhorf íslenskra ungmenna til skipulegrar fræðslu og þjónustu vegna kynlífs og barneigna, sýnir að enn er verk að vinna varðandi fræðslu til ungs fólks um kynlíf, 62 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.