Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR /ERFÐATÆKNI Ástæða þess, að enn hafa ekki verið gerðar klínískar prófanir með grísalíffærunum, eru þær, að menn óttast afleiðingarnar af því, að veirur flytjist frá svínunum í menn, minnugir þess að Spánska veikin byrjaði upphaflega sem svínainflúensa árið 1918. 2. Ný fræðigrein, sem fjallar um starfsemi genanna (e. functional genomics) er í þróun, en ljóst er að þekkingin er býsna takmörkuð. Þegar tiltekið gen finnst, er leitt líkum að því að um orsakasamband við tiltekna röskun sé að ræða, en það fylgir ekki með í kaupunum, hver tengslin raunverulega eru. 3. Þá er einnig eftir að kanna hvort genið hafi fleiri en eina verkun og er þar komin þriðja hindrunin. 4. Enn önnur hindrun er sú, að líklega heyra þeir sjúkdómar til undantekninga, sem aðeins verða raktir til eins gens. 5. Haft er fyrir satt, að sjö af hverjum 10 sjúkdómstilvikum séu af völdum umhverfisþátta og jafn stórt hlutfall sé af völdum erfða. Af því leiðir, að helmingur allra tilvika sé af völdum beggja þátta sameiginlega. Jafnvel þó svo að slagorðið: „Allir sjúkdómar eru erfðasjúkdómar" reynist orð af sönnu, hefir mikilvægi umhverfisþáttanna ekki minnkað, nema síður væri. 6. Erfðatæknin mun bætast við þá hátækni, sem er mestur orsakavaldur í kostnaðaraukningunni í heilbrigðiskerfinu. Þar að auki mun þróunarkostn- aður tækninnar nema óhemjulegum fjármunum. Viðbrögðin gætu orðið þau, að tafið verði fyrir notkuninni, en það er þversögn, sem stjórnendur í heilbrigðiskerfinu standa gagnvart í öðrum tækni- greinum. 7. í leit að nýjum lyfjum hefir orðið bylting. Með nýrri tengitækni (e. combinatorial chemistry) er hægt að búa til milljónir peptíða í blöndu. Síðan er líffræðilega virknin könnuð og í framhaldi af því er fundið hvaða þættir blöndunnar eru virkir. Þessi tækni er hraðvirk og getur stytt mjög þann tíma, sem tekur að koma nýjum lyfjum í klínískar prófanir. Hins vegar felst í þessu afturhvarf til raunhyggju, því að settir eru saman miklir gagnabankar, án þess að hugsað hafi verið fyrir því, hvernig allir hlutarnir samsvara innbyrðis. Þessu er þannig lýst í nýlegum leiðara í British Medical Journal: „í nálguninni, sem beitt er nú, felst hætta á því, að hún verði tilviljunarkennd og lítil rökfesta ráði ferðinni.“ ... „Þeir sem öðlast skilning á þeim ferlum sem hér eru, munu í stað þess að framleiða mikið gagnamengi, enduruppgötva ánægjuna af því að verða vísinda- menn á ný.“ (7). Ógn af læknisfræðinni? Fyrir aldarfjórðungi ályktaði Ráðgjafarþing Evrópu- ráðsins um það, að hröð og samfelld þróun læknavísindanna leiði af sér vandamál og geti jafnvel skapað vissa ógnun, að því er varðar grunnmann- réttindi og óskert ástand sjúkra manna (8). Árið 1982 fjallaði Ráðgjafarþingið um „áhyggjur almennings af beitingu nýrrar vísindatækni, sem nefnd er „erfðatækni" og felst í því að raðtengja genefni frá lifandi verum með tilgerðum ráðum.“ Fram kom, að þingið áliti, að þessar áhyggjur séu af tvennum toga: „Þær sem eru vegna tvísýnu um heilbrigði, öryggi og umhverfisþætti, er tengist tilraunarannsóknum og þær sem hafa lengra horf, eru vegna lögfræðilegra, félagslegra og siðfræðilegra atriða og tengjast því að þekkja og grípa inn í genamynztur, sem mannvera getur erft.“ (9) í framhaldi af þessu hefir Evrópuráðið fjallað um skyld vandamál er fylgja nútímalæknisfræði og hefir gefið út ýmsar reglur og leiðbeiningar þar að lútandi (10), sem allar eru byggðar á Sáttmálanum um verndun mannréttinda og frumfrelsis frá 1950, svo sem tilmæli ráðherranefndarinnar um læknisfræði- legar vísindarannsóknir á mönnum (11), um for- burðarerfðaskimun, forburðarerfðagreiningu og erfðaráðgjöf þeim tengda (12), um notkun kjarn- sýrugreiningar innan réttarvörzlu (13) og um vefjabanka (14). Árið 1997 var undirritaður Evrópusamningur um mannréttindi og líflæknisfræði (15) og árið eftir Viðbótarsamningur um bann við einræktun mann- vera (16). Þá hefir Lífsiðfræðinefnd Evrópuráðsins (Steering Committee on Bioethics), þegar gengið frá tillögu að viðbótarsamningi um flutning vefja og líffæra af mannlegum uppruna og í undirbúningi eru viðbótarsamningar um verndun fósturvísa og fóstra, um beitingu erfðatækni, um læknisfræðilegar vísindarannsóknir og um flutning vefja og líffæra úr dýrum í menn. Þá gaf UNESCO út Almenna yfirlýsingu um genamengið og mannréttindi síðla árs 1997 (17). Mannréttindin og læknisfræöin í Samningnum um mannréttindi og líflæknisfræði (15) eru áréttaðar áhyggjurnar af því, að misnotkun líffræði og læknisfræði geti leitt til gjörða er stofna mannlegri reisn í hættu. Aðilar samningsins skuli því vernda reisn og auðkenni allra mannvera og tryggja hverjum og einum, án mismununar, virðingu fyrir óskertu ástandi þeirra og öðrum réttindum og mannfrelsi, að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði. Hver samningsaðili skal í landslögum gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fullnægja ákvæð- um samnings þessa. í Samningnum er sett fram meginregla: „Hagsmunir og velferð mannverunnar skulu vera fremri eiginhagsmunum samfélags eða vísinda", sem sótt er í Helsinkiyflrlýsinguna um vísindarannsóknir á mönnum: „í læknisfræðilegum vísindarannsóknum á mönnum skal umhyggja fyrir velferli þátttakandans ávallt ríkja yfir þörfum vísinda og samfélags.“ (18) Hefir reglan þannig verið látin ná til allrar íhlutunar í mannslíkamanum. Þá segir í samningnum: „Sér- 74 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.