Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAVÆÐING Einkarekstur er engin trygging fyrir hagræðingu Einar Oddson er sérfræðingur í lyflækningum og meltingarlækningum á Landspítala Hringbraut. í umræðu á málþingi Læknafélags fslands um einka- væðingu í heilbrigðisþjónustu benti hann á þætti sem hann taldi að aðgæta þyrfti varðandi einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Þótt fáar vikur séu liðnar frá því málþingið var hefur umræðan um einkavæðingu magnast verulega í samfélaginu. Því er nærtækt að spyrja Einar hvernig honum lítist á umræðuna eins og hún stendur nú. „Það er ekkert óeðlilegt í sjálfu sér að það sé litið til einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu, miðað við þær aðstæður sem henni er búnar. Það hefur verið stöðug hagræðing árum saman og ég held að mörgum finnist að það sé tæpast meira svigrúm án þess að veruleg skerðing verði á þjónustu. Ýmsir eru raunar þeirrar skoðunar að þjónusta sé komin niður fyrir þau viðmiðunarmörk sem menn gjarnan vildu hafa. Þetta á við um þjónustuna sjálfa og húsnæðið sem henni er ætlað. Það er tímabært að horfast í augu við þá staðreynd að ekki hefur verið byggt yfir sjúkrahús- þjónustu á Stór-Reykjavíkursvæðinu í þrjár áratugi. Tíminn er hlaupinn frá því húsnæði sem í dag er notað til sjúkrahúsrekstrar á þessu svæði. Það er því ekkert undarlegt að mönnum detti í hug að kannski sé hægt að reka betri þjónustu í betra húsnæði, með einbýlisstofum og öðru sem svarar betur kröfum tímans en það húsnæði sem við ráðum nú yfir. Hitt er svo annað mál að því er jafnframt haldið fram að í einkarekstri sé hægt að gera hlutina ódýrar og hafa þjónustuna skilvirkari. Það verður tæplega gert á annan hátt en að skera niður launagreiðslur og fækka starfsfólki, sem þýðir þá að aukin vinna verður lögð á þá sem eftir eru. Um 70% af kostnaði við heil- brigðisþjónustu er launakostnaður. Tæp 30% er annar kostnaður og þar er varla hægt að skera mikið niður, þvert á móti verður sá kostnaður hærri ef húsnæði svarar kröfum tímans. Ég held að það hafi ekki verið sýnt fram á það neins staðar í heiminum að eitthvað hafi sparast við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu fyrir þjóðfélagið í heild." Víða villandi tölur um umfang heilbrigðiskerfis „Bretar hafa til að mynda langa reynslu af tvöfaldri heilbrigðisþjónustu. Annars vegar hjá National Health Service (NHS) hins vegar er þar einkarekin heilbrigðisþjónusta. Þetta er að vísu víða í æði miklu samkrulli. Það veit enginn hvað einkarekna heil- brigðisþjónustan kostar. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir. Þetta veldur því að villandi tölur heyrast, þegar Einar Oddsson. til dæmis er talað um að heilbrigðisþjónustan kosti um 5-6% af vergri þjóðarframleiðslu þá er aðeins verið að tala um NHS, en ekki heilbrigðisþjónustuna í heild.“ Hver er það þá sem greiðir mismuninn, neyt- andinn? „Já, hann eða einkatryggingar.“ Ef ekki er hœgt að fínna tölur til að sanna eða afsanna að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé ódýrari, hvaða önnur viðmið má þá nota íþessari umrœðu? „Viðmið eru oft undarleg. í íslenskri heilbrigðis- þjónustu er til dæmis alltaf talað um að þjónustan sé kostnaðaraukandi en aldrei litið á að hún skili ein- hverju í staðinn. Það vantar annan hlutann af jöfn- unni. Ég álít að á meðan kostnaður er metinn á þennan hátt, að heilbrigðisþjónustan sé eingöngu skilgreind sem útgjöld, verði alltaf vitlaust gefið. Það þarf enginn að fara í grafgötur með hversu dýrt það er að hafa ungt fólk á örorkubótum á meðan beðið er eftir aðgerð. Ef menn ætla að fara að láta vinna verkin annars staðar fyrir minni peningi þá verður að gera þennan hluta dæmisins upp. Nauðsynlegt er að taka upp einhvers konar mat á ávinningi við Læknablaðið 2001/87 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.