Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ERFÐATÆKNI hverri íhlutun á heilbrigðissviöinu, þar með innan vísindarannsókna, skal beitt samkvæmt viðeigandi starfsskyldum og starfsstöðlum. íhlutun á heilbrigðis- sviðinu má því aðeins beita, að viðkomandi hafi áður gefið frjálst vitneskjusamþykki sitt. Viðkomandi skulu fyrir fram gefnar viðeigandi upplýsingar um tilgang og eðli íhlutunarinnar, svo og um afleiðingar og áhættu henni samfara. Viðkomandi er frjálst að draga samþykki sitt til baka hvenær sem er“. Óhjákvæmilega fylgja stjómun og eftirlit íhlutun í mannslíkamann og þau færa með sér bönn: Þegar er í gildi bann við einræktun mannvera (16) og í samn- ingnum segir, að sé íhlutun ætlað að breyta gena- mengi mannsins megi aðeins beita henni í forvarnar-, lækninga- og greiningarskyni og þá því aðeins, að ætlunin sé ekki að valda breytingum á genamengi neinna afkomenda: Það er bannað að breyta genamenginu í kynfrumunum (15). Þá er sett bann við fjárhagslegum ágóða (manns- líkaminn og hlutar hans skulu sem slíkir ekki vera uppspretta fjárhagslegs ágóða) og reglur eru um notkun brottnuminna líkamshluta (þegar einhver hluti líkamans er numinn brott meðan á íhlutun stendur, má því aðeins geyma hann og nota í öðrum tilgangi en ætlunin var við brottnámið, að beitt sé viðeigandi aðferðum við að veita upplýsingar og að afla samþykkis.). Ógn af erfðatækninni? Víkjum nú endanlega að spurningunni í heiti greinar- innar (19). Framfarir í læknisfræðilegri tækni eru kynntar nær daglega. Tækninni fylgir aukin hæfni lækna til þess að ráða í gang sjúkdóma og annarra raskana, veita betri meðferð, lengja líf manna og lækningarnar heppnast oftar en fýrr. Með einhverjum óskýranlegum hætti, að því er virðist, fer óánægja með læknisfræðina vaxandi, þrátt fyrir raunverulegar framfarir. Margir sjúklingar skelfast læknisfræðilega tækni og finnst þeir hafa fjarlægst lækni sinn (20). Ný greiningartækni leiðir til þess, að skilgreining sjúkdóma og annarra raskana mun breytast. Þess vegna þarf að huga vel að því, hvernig við hyggjumst skilgreina hvað er eðlilegt og hvað er sjúklegt, hvað frávikin þurfa að vera mikil til þess að leyfilegt sé að beita meðferðartækninni og meðal annars þarf að svara eftirfarandi spurningum, auk fjölda annarra: Er leyfilegt að beita erfðaprófum ef engin er meðferðin? Eiga foreldrar að hafa rétt til þess að láta gera erfðapróf á börnum sínum vegna hugsanlegra sjúkdóma á fullorðinsárum? Hverjir eiga að fá að- gang að meðferðinni og hver á að borga? Tæknin verður ekki að ógn, nema við gerum sjúkdómana ómannlega og gleymum að líta á mannveruna sem markmið í sjálfri sér. Ef við hins vegar virðum þau mannlegu réttindi, sem við höfum þegar veitt hvort öðru og ef við byggjum siðfræðikenningar okkar á meginreglunum um réttlæti og sjálfsforrræði og höfum þannig velferð sjúklinganna að leiðarljósi, mun okkur vel farnast í lækningunum. Heimildir 1. Illich I. Limits to Medicine. Medical Nemesis: The Expropriation of Health. London: Marion Boyars Publishers Ltd.; 1976. 2. Canguilhem G. The Normal and the Pathological. Introduction by Michel Foucault. New York: Zone Books; 1991:89. 3. Leriche, R. Encyclopédie fran<jaise 6, 1936: „Introduction générale.“ „De la santé á la maladie.“ „La douleur dans les maladies.“ „Oú va la médicine?“ Tilvitnun í (13) s. 91-2. 4. Merton RK. Social Theory and Social Structure. 1968 Enlarged Edition. Chapter XVIII. Science and Democratic Social Structure: 604-15. New York: The Free Press. Macmillan Publishing Co. Inc.; 1968. 5. Human Genome Project Information. Web sites funded by the Human Genome Program of the U.S. Department of Energy. Last modified July 25, 2000. Vefslóðin er http://www.ornl.gov/hgmis/ 6. Evrópuráðið. Tilmæli Ráðherranefndarinnar R (92) 2 til aðildarríkjanna um erfðaprófanir á og erfðaskimun í heilbrigðisskyni. (Samþykkt 10. febrúar 1992.) 7. Beely N, Berger A. A revolution in drug discovery. Combinatorial chemistry still needs logic to drive science forward [editorial]. BMJ 2000; 321: 581-2. 8. Evrópuráðið. Ráðleggingar Ráðgjafarþingsins 779 (1976) um réttindi sjúkra manna og þeirra sem eru deyjandi. (Samþykktar 29. janúar 1976.) 9. Evrópuráðið. Ráðleggingar Ráðgjafarþingsins 934 (1982) um erfðatækni. (Samþykktar 26. janúar 1982.) 10. Evrópuráðið. Texts of the Council of Europe on bioethical matters. Strasbourg: Council of Europe. Directorate of Legal Affairs. (CDBI/INF (99) 4). February 1999 11. Evrópuráðið. Tilmæli Ráðherranefndarinnar R (90) 3 til aðildarríkjanna um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. (Samþykktar 6. febrúar 1990.) 12. Evrópuráðið. Tilmæli Ráðherranefndarinnar R (90) 13 til aðildarríkjanna um forburðarerfðaskimun, forburðarerfða- greiningu og erfðaráðgjöf þeim tengda. (Samþykkt 21. júní 1990.) 13. Evrópuráðið. Tilmæli Ráðherranefndarinnar R (92) 1 til aðildarríkjanna um notkun greiningar á deoxýríbókjarnsýru innan réttarvörzlu. (Samþykktar 12. febrúar 1992.) 14. Evrópuráðið. Tilmæli Ráðherranefndarinnar R (92) 2 til aðildarríkjanna um banka með vefjum úr mönnum. (Samþykkt 14. marz 1994.) 15. Evrópuráðið. Samningur um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði: Samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. (Samþykktur af Ráðherranefnd Evrópuráðsins 19. nóvember 1996. Undirritaður í Oviedo 4. aprfl 1997.) 16. Evrópuráðið. Viðbótarsamningur um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar, að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði, um bann við einræktun mannvera (Samþykktur af Ráðherranefnd Evrópuráðsins 6. nóvember 1997. Undir- ritaður í París 12. janúar 1998.) 17. United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization. Universal Declaration on the Human Genome and Human Rights. Paris, France: UNESCO; 3 December 1997. 18. Alþjóðafélag lækna. Helsinkiyfirlýsingin. Siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. Samþykktar á 18. heimsþingi lækna í Helsinki í júní 1964 og breytt á 29. þinginu í Tókíó í október 1975, á 35. þinginu í Feneyjum í október 1983, á 41. þinginu í Hong Kong í september 1989, á 48. þinginu í Somerset West í Suður- Afríska lýðveldinu í október 1996 og á 52. þinginu í Edinborg í október 2000. Ferney-Voltaire, France: WMA; October 2000. 19. Bjarnason Ö. Hot frán genteknologin? Föredrag ved den XVI:e Nordiska hálso- och sjukvárdskonferensen (Várden i várden - vad ár framtiden). Reykjavík 30 augusti och 1 sept- ber 2000. Vefslóðin er: http://www2.landspitali.is/congress/nhs2000/ 20. Schwartz MA, Wiggins O. Science, Humanism, and the Nature of Medical Practice: A Phenomenological View. Perspect Biol Med 1985; 28:331-61. Læknablaðið 2001/87 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.