Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Að nota lyf þegar hætt er að reykja Þorsteinn Blöndal Höfundur er sérfræðingur í lungnalækningum og yfirlæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Pað er gagnlegt að eiga fleiri valkosti en nikótínlyf þegar glímt er við reykingar. Reykingar valda krabbameinum og flýta fyrir æðakölkun. Pær leiða einnig til kransæðasjúkdóms, æðaþrengsla í fótum, æðagúls og heilaslags. Dýratilraunir gefa til kynna að nikótín geti stuðlað að æðakölkun en engin afgerandi gögn um það hafa komið fram við rannsóknir á mönnum (1). Pað er ekki unnt að fullyrða að nikótín sé skaðlaust í þessu tilliti þótt alltént megi segja að nikótín eitt sér sé skárra en reykingar. Við reykbindindi er staðfesta reykingamannsins aðalatriðið og sá stuðningur sem hann nýtur. Pað er ekki lengur umdeilt að nota nikótínlyf sem hækju þegar hætt er að reykja enda hafa þau sannað gildi sitt í yfir 80 rannsóknum (2). Ýmis lyfjaform nikótíns hafa verið þróuð til að auðvelda varanlegt reyk- bindindi. Má þar nefna tyggigúmmí, forðaplástur, nefúðalyf, innsogslyf og tungurótartöflur. í grófum dráttum má segja að slík lyf tvöfaldi árangurinn og er hann þá mældur sem samfellt reykbindindi í 365 daga (2-3). Þetta þýðir að 10-30% þeirra sem reyndu að hætta eru enn reyklausir einu ári síðar, allt eftir því hve mikill stuðningur var veittur ásamt nikótínlyfinu. Önnur lyf hafa ekki staðið til boða. Hvers vegna er árangurinn ekki betri en raun ber vitni? Mannleg breytni með öllum leynihólfum sínum er eins og fjölmúlavfl sem ekki verður upp lokið „nema til komi kvæðið“. Sumir reykja vegna eftirsóknarverðra áhrifa nikótíns eins og þeirra að auka árvekni, minnka þreytu og auðvelda slökun. Aðrir reykja vegna þess unaðar sem fyrstu sígarettur dagsins veita en fá ekkert út úr hinum. Mismunandi ástæður eru líka fyrir því að tilraunir til að hætta að reykja fara út um þúfur svo sem skapillska, stöðugt hungur og streita. Einnig erfiðleikar að einbeita sér og of mikil áfengisneysla. Hræðsla við að nota nikótínlyf grefur oft undan árangri. Svo er hitt að nikótínlyf verka misvel og svörun við þeim er einstaklingsbundin. Þeim eldri gengur betur að hætta en þeim yngri. Fráhvarfseinkenni eins og leiði og þunglyndi, eru algeng fyrstu vikurnar en oft líka mörgum mánuðum eftir upphaf reykbindindis. Kunnugt er að hjá þeim sem hætta að reykja er verkun boðefna eins og dópamíns, nóradrenalíns og serótóníns í lágmarki og þunglyndislyf geta framlengt og aukið áhrif þessara boðefna. í tilraunum með þunglyndislyf í reyk- bindindi hefur það sýnt sig að einkum tvö lyf, nórtryptilín og búprópíon standa upp úr og auka líkur á árslöngu samfelldu reykbindindi. Prófun á öðrum lyfjum, til dæmis sertraline (4), venlafaxine(4) og citalopram (5) bar engan árangur. Prófun á flúoxetíni hefur ekki sýnt einhlítar niðurstöður (5-6). Tvær rannsóknir hafa sýnt fram á virkni nórtryptilíns við meðferð reykinga (7-8). Svipað og búprópíon hindrar það endurupptöku nóradrenalíns í taugaenda og minnkar boð frá bláskák (locus ceruleus). Það hindrar endurupptöku serótóníns en ekki endurupptöku dópamíns, hvort tveggja öfugt við búprópíon (6). Hall notaði lOOmg á dag og mat árangur sem samfellt reykbindindi í 12 mánuði en Prochazka notaði 75mg á dag og mat árangur sem samfellt reykbindindi í sex mánuði. Reykbindindi í þessum tveimur rannsóknum var 2,83 falt líklegra í nórtryptilínhópi heldur en lyfleysuhópi, 95% öryggismörk: 1,59-5,03 (3). Algengasta aukaverkun nórtryptilíns var munnþurrkur, breytt bragðskyn, syfja og óþægindi frá meltingarfærum. Það getur valdið alvarlegum og jafnvel lífshættulegum hjartsláttartruflunum ef það er tekið í hærri skömmtum en mælt er með. Búprópíon (amfebutamone) er amínóketóna og líkist díetýlprópíoni sem hefur verið notað sem megrunarlyf. Það ræsir semjukerfið (sympatic nervous system) líkt og nikótín gerir. Búprópíon er talið verka með því að koma í veg fyrir endur- upptöku dópamíns og nóradrenalíns í taugaenda og mögulega með því að draga úr boðum frá bláskák (5). Örvandi eiginleikar lyfsins gagnast gegn sleni sem er hluti af fráhvarfseinkennum nikótíns. Þegar búprópíon er notað gegn reykinganauð er byrjað viku fyrir reykbindindi og lyfið tekið í sjö til níu vikur. I skammtarannsókn á áhrifum lyfsins voru lyfleysa, lOOmg/dag, 150mg/dag og 300mg/dag borin saman og sýndu niðurstöður jákvætt línulegt samband milli skammta og svörunar (9). I annarri rannsókn var búprópíon eitt sér marktækt virkara (18,4% í reykbindindi eftir eitt ár) en nikótínplástur (9,8%). Það gaf enn betri raun að nota búprópíon og nikótínplástur saman (22,5%) en að nota nikótínplástur einan sér (9,8%) (10). Arangur fjögurra birtra rannsókna á einungis búprópíóni mældur sem 12 mánaða samfellt reykbindindi var 2,73 falt líklegri meðal þeirra sem fengu búprópíon heldur en meðal þeirra sem fengu lyfleysu, 95% öryggismörk: 1,90-3,94 (4). Með notkun búprópíons þyngdust þátttakendur síður borið saman við lyfleysuhóp. Önnur rannsókn kannaði áhrif langvarandi búprópíonnotkunar til að hindra að reykingar tækju sig upp eftir að fráhvarfstíminn (einn til tveir mánuðir) var liðinn (11-12). Búprópíon seinkaði því að reykingar tækju sig upp. Þó kom í ljós að einu ári eftir að meðferð lauk og tveimur árum eftir upphaf Læknablaðið 2001/87 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.