Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 44
FRÆÐIGREINAR / TÓBAKSVARNIR Sú tilfinning margra heilsugæslulækna að tímannum, sem varið er í að aðstoða sjúklinga við að hætta að reykja, sé ekki vel varið, er ef til vill skiljan- leg í ljósi þess að rannsóknir sýna að langtímaárangur af slíku starfi er aðeins á bilinu 2-5%, sé öllum reykjandi sjúklingum boðin aðstoð óháð áhuga og vilja til að hætta að reykja (11,12). Hins vegar ber á það að líta að þó hver einstakur læknir nái tak- mörkuðum árangri með sinn sjúklingahóp er árangurinn vel erfiðisins virði og þjóðfélagslega hagkvæmur þegar á heildina er litið (11,13). Það er því miður ef læknar missa móðinn og velja að gera ekki neitt. Margar rannsóknir benda til þess að auka megi til muna árangur af tóbaksvarnastarfi lækna með því að tengja fleiri aðila við meðferðina og auka þann tíma sem notaður er í ráðgjöfina fyrir hvern og einn (13). Það er því nokkuð Ijóst að auka þarf aðgengi lækna og sjúklinga að sérfæðingum í reykbindindi. Æskilegt væri að slíkir aðilar fyndust á öllum stærri heilsugæslustöðvum. Önnur ódýrari leið til að gera slíka sérfræðinga aðgengilega fyrir alla, er að opna símaþjónustu (quit-line/help-line) fyrir reykingamenn. Slík starfsemi hefur víða verið í gangi um árabil og sannað gildi sitt (14). Þó símaþjónusta geti hjálpað stórum hópi og sé af mörgum álitin æskilegri kostur en námskeið (13), er ljóst að einhverjir koma til með að þurfa meiri stuðning. Því er æskilegt að geta einnig boðið upp á persónulegri stuðning á sem flestum heilsugæslustöðvum, til dæmis í formi hópnámskeiða. Um það bil þrír af fjórum sjúklingum heilsugæslu- lækna voru upplýstir um gildi þess að hætta að reykja ef læknarnir vissu að sjúklingurinn reykti (tafla III). Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar tillit er tekið til þess að einungis sjúklingar með sjúkdóms- einkenni, sem tengd hafa verið reykingum, voru inntir eftir því hvort þeir reyktu (tafla II). íslenskir heilsugæslulæknar eru því með öðrum orðum dug- legir í að grennslast fyrir um orsakir sjúkdóms- einkenna, þegar þau hafa komið fram (seondary prevention), þó enn sé langt í land að sjúklingarnir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að hætta að reykja. Hins vegar eru þeir mun minna virkir í forvömum (primary prevention). Um það bil þriðjungi heilsugæslulækna fannst óþægilegt að ræða við sjúklinga um reykingavenjur þeirra (töflur II og III). Ef til vill má túlka þessar niðurstöður svo að þörf sé á námskeiði fyrir lækna í samtalstækni um lífsstílsbreytingar (16,17). Við vitum hins vegar ekki hvort heilsugæslulæknar myndu mæta á slíkt námskeið væri það í boði. Það var athyglisvert að mjög fáir heilsugæslu- læknar virðast notfæra sér bæklinga um reykbindindi í klínísku starfi. Þó rannsóknir hafi sýnt að gildi slíkra bæklinga sé takmarkað séu þeir notaðir einir sér, hafa þeir sannað gildi sitt sem stuðningsefni í tengslum við aðra meðferð (18). Það er því að öllum líkindum vafasöm fjárfesting að láta stuðningsefni liggja frammi á öllum heilsugæslustöðvum, sjúkra- deildum og apótekum. ef það er ekki tengt persónu- legri ráðgjöf af einhverjum toga. Hér þjóna læknar og hjúkrunarfræðingar mikilvægu hlutverki, en nauð- synlegt er að styðja þessa aðila og gera þeim kleift að sinna tóbaksvörnum á markvissan hátt. Lokaorð og ályktanir Fljótt á litið kunna niðurstöður þessarar rannsóknar að virðast þversagnakenndar þar sem níu af 10 heilsugæslulæknum telja það vera innan síns verksviðs að ræða um reykingar við sjúklinga, en álíka margir telja æskilegt að geta vísað á aðra sem eru sérhæfðir í meðferð tóbaksfíknar. Þetta er þó eðlilegt í ljósi þess að í flestum samantektum um hlutverk lækna í tóbaksvörnum er talað um lág- marksmeðferð (minimal intervention) (13). í sömu ritum er líka lögð áhersla á mikilvægi þess að aðrir sérhæfðir aðilar komi að meðferðinni til að auka árangur (13). Líklega er það óraunhæf krafa að ætlast til þess að læknar taki þann tíma á hvern sjúkling sem þarf til að ná besta mögulega árangri í meðferð við tóbaksfíkn, það er að minnsta kosti fimm klukkustundir (13). Margt bendir hins vegar til að læknar veigri sér við lágmarksmeðferð af ótta við að hafna í endurteknum tímafrekum stuðningsvið- tölum. Hér hafa sérhæfðir tilvísunaraðilar á borð við reyksíma (quit-lines) og hópnámskeið á viður- kenndum heilbrigðisstofnunum mikilvægu hlutverki að gegna. Niðurstöðurnar virðast einnig gefa tilefni til að álykta að þörf kunni að vera á leiðbeiningum um meðferð við tóbaksfíkn fyrir lækna. Heimildir 1. Dickinson J, Wiggers J, Leeder S, Sanson-Fisher RW. General practitioners' detection of patients' smoking status. Med J Aust 1989:150:420-6. 2. Heywood A, Sanson-Fisher RW, Ring I, Mudge R Risk prevalence and screening for cancer by general practitioners. Prev Med 1994: 23: 152-9. 3. Ward J, Sanson-Fisher R. Does a 3-day workshop for family medicine trainees improve preventive care? A randomized control trial. Prev Med 1996: 25: 741-7. 4. Silagy C, Lancaster T. Fowler G, Spiers I. Effectiveness of training health professionals to provide smoking cessation interventions: systematic review of randomised controlled trials. In: Lancaster T, Silagy C, Fullerton D, eds. Tobacco addiction module of The Cochrane Library [database on disk and CDROM]. The Cochrane Collaboration; Issue 2. Oxford: Update Software; 1997. Updated quarterly. 5. Silagy C, Ketteridge S. The effectiveness of physician advice to aid smoking cessation. In: Lancaster T, Silagy C, Fullerton D. Tobacco addiction module of The Cochrane Database of Systematic Reviews [updated 03 March 1997]. Available in The Cochrane Library [database on disk and CDROM]. The Cochrane Collaboration; Issue 2. Oxford: Update Software; 1997. Updated quarterly. 6. Lomas J, Anderson GM, Dominick-Pierre K, Vayda E, Enkin MW, Hannah WJ. Do practice guidelines guide practice? The effect of a consensus statement on the practice of physicians. N Engl J Med 1989; 321:1306-11. 7. Kanouse DE, Winkler JD, Kosecoff J. Changing medical practice through technology assessment: an evaluation of the NIH Consensus Development Program. Santa Monica, Calif: RAND; 1989. 8. Woolf SH. Practice guidelines; a new reality in medicine, III: impact on patient care. Arch Intern Med 1993; 152: 2646-55. 44 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.