Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAVÆÐING þjónustuna til að hægt sé að bera saman hvort þjónusta á einum stað er betri en þjónusta á öðrum stað.“ Skortur á sjúklingum á einkaspítölum erlendis Er hœgt að lœra eitthvað af þeirn þjóðum sem hafa fœrst í átt til einkavæðingar að undanfömu? „Já, það má ýmislegt læra af þeim. Norðurlöndin hafa verið að færa sig úr opinberum rekstri yfir í einkarekstur. Ég veit satt að segja ekki hvort sá rekstur hefur verið ódýrari en rekstur opinberra aðila. Hins vegar er mér kunnugt um að nokkrar af þeim stofnunum sem settar voru á fót hafa lent í verulegum fjárhagslegum þrengingum. Eitt dæmið er einkasjúkrahús sem sett var á stofn á Jótlandi en fékk ekki sjúklinga, þeir voru ekki reiðubúnir að greiða það sem upp var sett. Nú er það ekki ljóst hvernig menn hafa hugsað sér að reka einkaheilbrigðisþjónustu á Islandi, hvort það á að gerast með framlögum frá Tryggingastofnun eða hvort sjúklingar eiga að greiða sjálfir, úr eigin vasa eða með einkatryggingum. Hluti skattanna rennur til sjúkratryggingakerfisins en endanlega er það Trygg- ingastofnun sem ákveður hvaða þjónusta er greidd með skattpeningunum. Þegar hefur verið settur kvóti á læknisþjónustu og eflaust má búast við að kvóti yrði settur á einkarekna þjónustu eins og aðra, ef hún væri á annað borð greidd, og það væri samningsatriði.“ Kennsla læknanema líður fyrir einkavæðinguna „Mér sýnist að burðarásinn í hugmyndum um einka- rekstur felist í að sameina þá þjónustu sem nú þegar fer fram utan sjúkrahúsanna og skapa henni betri rekstrargrundvöll. Flestar smærri aðgerðir fara nú þegar fram utan sjúkrahúsa og á nokkrum stöðum hafa verið útbúnar skurðstofur. Þessar einingar sem nú starfa eru auðvitað ekki sjúkrahús heldur í mesta lagi dagþjónustu. Hér kemur upp ákveðið vandamál í sambandi við kennslu læknanema, sem fer fram á háskólasjúkahúsinu, þar sem þessar aðgerðir eru nær allar gerðar utan sjúkrahússins. A skurðstofunum úti í bæ er hvorki gert ráð fyrir kennsluþætti læknis- starfsins né rannsóknarþættinum. Það er þó alls ekki alfarið slæmt að minni aðgerðir séu framkvæmdar utan sjúkrahúsanna, svo fremi sem öryggisstöðlum er fylgt. Einkarekstur - eins og hann hefur verið rekinn hér - hefur að mörgu leyti skilað skilvirkri þjónustu og reynst tiltölulega ódýr kostur. Það ber þó að líta á að einkareksturinn, sem við höfum kynnst fram til þessa, er annars eðlis en sjúkrahúsrekstur. Ég sé ekki alveg hvernig einkarekið sjúkrahús ætti að geta séð um flóknari verkefni heilbrigðisþjónustunnar.“ Hvernig er með kostnað sjúklinga á einkaskurð- stofunum? „Fólk greiðir eitthvað fyrir aðgerðir sem gerðar eru þar, ólíkt því sem gerist á sjúkrahúsinum. Vandamálið er að þá er fólk ekki sett undir sama hatt. Þó allir greiði það sama fyrir þjónustuna þá eru aðstæður þeirra til að borga fyrir hana mismunandi. Það eru alltaf til einstaklingar sem vilja og geta borgað fyrir að fá fljótari þjónustu og þetta er leið fyrir þá. En efnahagsleg mismunun er mér ekki að skapi og mér sýnist þetta vera mismunun.“ Einkasjúkrahús myndi rýra hlut annarra Hefur þú áhyggjur af því að einkasjúkrahús myndi leiða til mismununar? „Það fer allt eftir því hvert greiðslufyrirkomulagið yrði. Ef þjónustan væri greidd úr almannatrygginga- kerfinu myndu einkaspítalar ekki leiða til mis- mununar. Hins vegar eru allir peningar til heilbrigðis- þjónustu teknir úr almannatryggingakerfinu, af skattpeningunum. Nýtt einkasjúkrahús í því kerfi myndi auðvitað rýra hlut annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu, svo fremi sem kakan sem til skipt- anna er yrði ekki stækkuð. Hlutur stóru spítalanna yrði enn rýrari en hann er í dag og það veldur mér verulegum áhyggjum." Hvað með verkefni, fœrðustþau að sama skapi yfir á nýja sjúkrastojhun? „Mig grunar að kennslustofnanirnar myndu eftir sem áður sjá um kennslu og rannsóknir og sitja auk þess uppi með þyngstu tilfellin og dýrustu úrlausnar- efnin. Á þetta hefur þegar reynt í Noregi þar sem dómsmál kom upp vegna þess að einkarekið sjúkra- hús tók aðeins við einfaldari og léttari tilfellum í hjartaþræðingum." Hvernigfór það mál? „Það þótti ekki rétt að velja aðeins „hagstæðustu'* tilfellin úr.“ Nú virðist þörfin brýn í Noregi eflitið er til þess að þar hefur þurft að senda fólk til annarra landa í aðgerðir. „Já, ákvæði eru í lögum bæði í Svíþjóð og Noregi um að fólk eigi ekki að þurfa að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð. Þar þykir óásættanlegt að fólk sé langtímum saman á biðlistum. Ef heilbrigðis- þjónustan á staðnum getur ekki annað tilfellinu þá á sjúklingurinn rétt á að leita annað, innanlands eða út fyrir landsteinana. Slík ákvæði held ég að séu nauðsynleg. Benda má á að í nýsettum sjúklinga- tryggingalögum er það bótaskylt ef sjúklingur bíður óeðlilega lengi eftir sjúkdómsgreiningu. Mér þætti fróðlegt að vita hvort sama gildir ef hann þarf að bíða óeðlilega lengi eftir læknismeðferð. Hins vegar sé ég aðrar og að mínu mati betri leiðir til að anna eftirspurn eftir aðgerðum. Á stóru stofn- ununum eru skurðstofur lokaðar langtímum saman á sama tíma og fólk bíður á biðlistunum eftir nauðsyn- legum aðgerðum. Þetta fer auðvitað ekki saman. í stað þess að fjárfesta upp á tugi milljóna í nýjum skurðstofum á einkasjúkrahúsi, þá finnst mér að 60 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.