Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR
Sigurbjörn
Sveinsson
Höfundur er formaður
Læknafélags íslands.
Sjónarmið þau er fram koma í
pistlunum Af sjónarhóli
stjórnar eru höfundar hverju
sinni og ber ekki að taka sem
samþykktir stjórnar LÍ.
Á morgni aldar
Að hugsa...
Tveir kunningjar mínir í læknastétt hafa áhuga á
hugrænum viðfangsefnum til að auka þroska einstak-
linganna og hafa mannbætandi áhrif á fjöldann. Sér-
staklega telja þeir nauðsynlegt fyrir lækna að brjóta
lífið til mergjar með öðru handbragði en hið þrönga
sjónarhorn nútímalæknisfræði gefur kost á. Pað yrði
læknum og öðrum til gagns.
Fyrir einskæra tilviljun hittumst við á dögunum og
barst þetta þá í tal. Þar sem annar þeirra er fremur
jarðbundinn beindist umræðan fljótt að því, hvernig
fjármagna mætti slíka akademíu - akademíu lækna.
Niðurslaðan varð sú, að læknar keyptu jörð, þar sem
stofnað yrði klaustur, eða að minnsta kosti sumar-
búðir, í þessu skyni. Þar myndu gefast jöfn tækifæri til
landgræðslu og hugsvölunar. Þótti þetta þjóðráð á
þeirri stundu.
En ekkert er nýtt undir sólinni eins og allir vita.
Fáeinum kvöldum síðar var ég að reyna að bæta fyrir
vanrækslusyndir æskunnar með því meðal annars að
lesa Svo kvað Tómas, samtalsbók skáldanna
Tómasar Guðmundsonar og Matthíasar Johannes-
sen. Þar kemur Tómas að þessari sömu hugsun, en er
heldur stærri í sniðum en við læknarnir eins og vænta
mátti:
„Ætli mig hefði ekki langað til að sækja erlenda
háskóla, t.d. í Róm, án annars takmarks en þess, að
reyna að verða sæmilega menntaður? Það er annars
hræðilegt, hvað okkur er orðið tamt að vanmeta allt
nema það, sem kemur að beinu haldi í hinni svo-
nefndu lífsbaráttu. Við höfum afrækt flestar
klassískar menntir, hina menningarlegu kjölfestu for-
feðra okkar, af því að þær eru okkur til svo lítillar
hjálpar við framleiðsluna, og við gefum okkur ekki
einu sinni tíma til að ganga á eintal við drottin, nema
í löglegum forföllum, svo sem banalegu.-
Finnst þér ekki, að það væri virðulegt verkefni
fyrir gamla menningarþjóð - eins og við Islendingar
erum, hvað sem hver segir - að koma sér upp stétt
úrvalsmanna, sem legðu einungis stund á jafn fánýtan
hlut og þann, að gerast menntaðir menn? Enginn er
svo ríkur, að hann hafi til lengdar efni á því að miða
allt við daglegar þarfir, og sú þjóð er illa farin, sem á
ekki margt ónauðsynlegt til að líta upp til.“
Hversdagsleg viðfangsefni okkar verða betur leyst
undir víðu sjónarhorni svo ekki sé minnst á þau, sem
meiri íhygli krefjast. Þó er ekki nauðsynlegt að vera
svo frumlegur, þegar allt kemur til alls. Sú krafa getur
leitt til andlegrar flatneskju eins og Páll ísólfsson
benti á. Hann leiddi fram því til sönnunar alla gömlu
meistarana, sem sífellt skrifuðu nýja tónlist í hina
gömlu, sömdu í bæði sjálfa sig og aðra. Samt var þetta
ný sköpun og enginn minntist á stuld.
Ég var minntur á þetta á liðinni aðventu, þegar ég
var að hugleiða framtíð heilbrigðsþjónustunnar. Þar
virðist skorturinn átakanlegur mitt í ríkidæminu og
þrýst á um lausnir til úrbóta, sem henta markaðnum
og falla að kenningunni um lögmál skortsins.
Rifjaðist þá upp fyrir mér ávarp þáverandi formanns
Félags íslenzkra heimilislækna á Astradegi um
miðjan síðasta áratug. Viðfangsefnið var forgangs-
röðun. Enda þótt ávarpið hafi verið samið í skugga
versnandi þjóðarhags og áhrifa hans á sáttmálann um
beztu hugsanlegu heilbrigðisþjónustu öllum lil
handa, sýnist lítið hafa breytzt á þessum fáu árum.
...um forgangsröðun
„„Orsakir eru til alls, og gjafir eru gefnar þjóðunum,“
gjafir nútíma þekkingar og tækni, hraði, örar
breytingar, víxlverkanir af ýmsu tagi, síbreytileg gildi
hluta og merking hugtaka. Smám saman er líkamlegu
erfiði með öllu aflétt. Ráðstafanir gegn offjölgun eru
gerðar. Vísifingur hægri handar leysir úr læðingi
orku, sem vinnur erfiðisverk margra manna. Af
þessu leiðir ofboðslega aukningu efnislegra verð-
mæta, sem þó er misskipt með einstaklingum og
þjóðum enn sem fyrr.
Hin nýja lífsstefna (eða helstefna) veitir mönnum
mörg gæði eins og sjá má og hún orkar sterkt á allar
þjóðir heims. Samskipti og samgöngur þjóða í milli
aukast stöðugt ásamt almennri þekkingu og upp-
lýsingum. Framleiðsla og varningur þjóðanna er
fluttur um víða veröld. Ætla mætti að allt veitti þetta
almenningi aðstöðu til sjálfstæðrar skoðanamynd-
unar, yki frelsi manna og möguleika til að velja og
hafna í öllum efnum, andlega og efnislega. Allt
virðist þetta stefna að auknu persónufrelsi. Þó er
mjög vafasamt að þessu sé svo farið, og ekki eru
efasemdir í þessu efni minnstar í svonefndum neyslu-
og velferðarríkjum. „Sá á kvölina sem á völina,“ segir
máltækið. Hindranir verða hér á vegi. Þegar
maðurinn á of margra kosta völ og auk heldur eins í
dag og annars á morgun, þá eykur það ekki andlega
velsæld heldur skapar það andlegt álag sem leggst á
manneskjurnar með slíkurn ofurþunga að vafasamt
er hvort slíkt vegur á móti gæðum og gildi þeirra
fjölmörgu gimilegu kosta sem stóriðjuþjóðfélagið
býður.“
Þessi vísdómsorð, sem á undan fóru, mælti Andrés
Björnsson, útvarpsstjóri fyrir rúmum 22 árum í
48 Læknablaðið 2001/87