Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAVÆÐING „Þetta er oft sagt, en það er ekki rétt. Allir hlutir kosta eitthvað. Við erum með töluverða kennslu hjá okkur uppi í Domus, bæði læknastúdenta og röntgentækninema og fáum ekki einseyring fyrir. Vandamálið við kennsluna er að hún er greidd af heilbrigðisþjónustunni. Það er rangt, Menntamálaráðuneytið ætti að borga kennsluna en ekki Heilbrigðisráðuneytið. Önnur skil sem ekki eru nógu ljós eru milli heilbrigðis- og tryggingakerfisins. Þegar verið er að fjalla um kostnaðinn af heilbrigðiskerfinu er þessum tveimur málaflokkum alltaf slegið saman. Heilbrigðiskerfið sjálft er ef til vill ekki nema um helmingur af þeim 80-90 milljörðum sem talið er að heilbrigðisþjónustan kosti. Það þarf að fara að kalla hlutina réttum nöfnum og segja sannleikann eins og hann er.“ Úrtöluraddirnar þögnuöu LJrðu einhver kaflaskil í einkavœðingu með stofnun fyrirtœkis ykkar, Röntgen Domus Medica? „Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin ný hugmynd, það þarf ekki annað en líta á elliheimið Grund, Eir og læknastofur úti í bæ. Við erum kannski með einn umfangsmesta reksturinn . Hins vegar var ekki ein einasta sála sem ýtti undir okkur í byrjun, þvert á móti heyrðum við aðeins viðvörunarraddir. Tilviljun réði því að við fórum út í þennan rekstur. Þegar ég kom heim frá námi árið 1975 og fór að vinna á Landakoti, þá datt mér ekki annað í hug en að ég væri kominn undir öruggan verndarvæng og ætti fyrir höndum áhyggjulaust líf. Þegar stjórnendur Landakots gáfust upp áttum við röntgenlæknarnir nokkra kosti og niðurstaðan varð sú að við stofnuðum þetta fyrirtæki. Urtöluraddirnar hljóðnuðu og í leiðara Morgunblaðsins í nóvember 1995 er vitnað í orð Arna Jónssonar læknis og tannlæknis sem sagði um okkur: „Mér finnst ... að það gæti verið hollt að hafa einhverja samkeppni innan hverrar heilbrigðisgreinar. ... Áður fyrr voru alltaf biðlistar hjá röntgendeildum sjúkrahúsanna. Svo var komið á fót einkarekinni röntgenstofu í Domus Medica og þá brá svo við, að biðlistarnir við sjúkrahúsin hurfu.“ Mín skoðun er sú að nýting á fjármagni sé miklu betri hjá einkaaðilum en ríkisstofnunum. Á ríkisstofnunum er yfirleitt alltaf gripið til lokana ef fjármagn er búið sem það þýðir lítið þar sem laun eru 70% af kostnaði og ekki er fólki sagt upp. Setjum svo að Landspítalinn ætlaði til dæmis að stytta eða útrýma biðlistum - eru ekki um 6000 manns á þeim? - það kostar pening og þá er lokað. Allur sparnaður í ríkisrekstri byggist á því að gera ekki hlutina, það gengur ekki. Það er óásættanleg þversögn sem því miður er sönn, að því minna sem sjúkrahúsin afkasta, þeim mun betri afkomu sýna þau. Heilbrigðisþjónusta er ekkert frábrugðin öðru hvað varðar rekstrarhliðina." Telur þú að hœgt vœri að sneiða hjá þessu í einkarekrstri? „Já.“ Hvernig liti Landspítalinn hf út hjá þér? „Það þyrfti að byrja á að stokka allt kerfið upp, ekki síst mannahald. Það þyrfti að komast að raun um hvað er falið í alls konar verkefnum og kennslu. Læknar eru ekkert undanskildir þessari uppstokkun frekar en aðrir. Til eru deildir þar sem læknafjöldinn er nánast sá sami og sjúklinga- fjöldinn. Það mun nú sennilega breytast af sjálfu sér því læknaskortur er fyrirsjáanlegur, að minnsta kosti í sumum greinum.“ Nú á sér stað talsverð uppstokkun í sjúkrahúskerf- inu, eru ekki fyrirsjáanlegar breytingar hvort eð er? „Það er heilmikil undiralda hjá læknum vegna þess að þeir eru ekki sáttir við að geta ekki sinnt sjúklingum eins og þeir vilja. Læknar eru vinnu- fíklar og kunna ekki við að standa allt í einu frammi fyrir því að lækningakvótinn sé búinn, eins og stór hluti sérfræðinga gerir nú. Eg hef heyrt fólk segja frá því að það komist ekki í aðgerð fyrr en eftir áramót, vegna þess að þá komi nýr kvóti. Það gengur auðvitað ekki.“ Aldursdreifing breytist Sérðu engin vandamál við einkareksturinn? „Jú, stærsta vandamálið er að „ríkið“ er beggja vegna borðs, það er kaupandi og seljandi þjónustu. Hér þarf að skilja á milli. Virðisauka- skatturinn skapar til dæmis ákveðin vandamál. Heilbrigðisþjónustan er ekki virðisaukaskatt- skyld og það merkir meðal annars að við þurfum að greiða um 20% hærra verð fyrir tölvurnar okkar en lögfræðingar og endurskoðendur sem eru í svipuðum einkarekstri. Við getum ekki nýtt okkur innskatt vegna þeirrar þjónustu sem við seljum. Ég get nefnt dæmi: Við vorum vön að senda allan þvott í þvottahús sem var hið besta mál. Vegna virðisaukaskattsins borgaði sig fyrir okkur að ráða konu í þvottana og kaupa þvottavél og þurrkara. Annað vandamál er að eins og ástandið er nú þá lendum við - eins og aðrir sérfræðingar - í því að það er ákveðið þak á því sem við megum gera. Við erum í raun á föstum fjárlögum eins og flestar ríkisstofnanirnar. Við teygjum okkur býsna langt með því að veila afslátt á rannsóknum. Þegar við erum búin með kvótann og farin að veita 85% afslátt þá eru okkur allar bjargir bannaðar. Ef ríkisstofnanir fara fram úr áætlunum fara þær endalaust á hallafjárlög. Það eru ekki bara Alþingi og Þjóðmenningarhús sem komast upp með það. Hins vegar þýðir ekkert fyrir okkur að koma með reikning eftir á. 54 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.