Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 72

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 72
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ERFÐATÆKNI Er ógn af erfðatækninni? Örn Bjarnason Greinin er byggð á erindi, sem flutt var á Hálso- och sjukvárdskonfere nsen 2000 (Várden i várden - vad ár framtiden). Höfundur er sérfræöingur í embættislækningum og forstöðulæknir vinnu- og heilbrigðiseftirlits Landspítala. Guðfræðingurinn Ivan Illich hélt hér fyrr á árum uppi harðri gagnrýni á það, sem hann nefndi „medicalization of life“. Hann staðhæfði, að lækna- stéttin væri orðin meiriháttar ógnun við heilbrigði manna og að í iðnríkjunum hafi læknisfræðin yfir- tekið líf þeirra og hann alhæfði, að lausnin væri að fá fólkinu aftur yfirráð yfir heilsu sinni, sem læknarnir hafi frá því tekið (1). Ofstækisfull gagnrýni hans missti marks, vegna þess að hann virtist annars vegar alveg horfa fram hjá því, að fólk leitar til lækna, vegna þess að því er einhver sá vandi á höndum, sem það telur, að læknirinn geti leyst og hins vegar því, að sjúklingur getur rofið sambandið við lækni sinn, þegar honum býður svo við að horfa. Við skulum hins vegar ekki yppta öxlum og láta eins og allt leiki í lyndi. Við megum vera þess minnug, að í skrifum lllich birtist margt af því sem almenningi finnst aflaga fara í heilbrigðiskerfinu. Franski heimspekingurinn og læknirinn Georges Canguilhem segir nútímameinafræðina aðeins vera að byrja að taka mið af því, að sjúklegt ástand sé ekki aðeins mælanlegt frávik frá lífeðlisfræðilegu ástandi, heldur sé það eitthvað allt annað og meira (2). Canguilhem hefir það eftir landa sínum, skurðlækninum René Leriche, að heilbrigði sé líf, sem lifað er við þögn líffæranna og gagnstætt því sé sjúkdómur, það sem ami að í lífi og starfi og umfram allt það sem veldur mönnum þjáningu. Leriche benti á það, að þögn líffæranna jafngildi ekki nauðsynlega því, að enginn sé sjúkdómurinn. Starfsbilun og aðrar raskanir geti oft dulizt lengi og við gjöldum þannig þeirrar gnægðar vefja, sem er í öllum líffærum. Við búum yfir miklu meiri lungnavef en þarf fyrir öndunina og nýrun geta seytt firnum af efnum, sem líkaminn þarf að losna við. Niðurstaða Leriche varð sú, að viljum við skilgreina sjúkdóm, neyðumst við til að gera hann ómannlegan og það sem verra er, að „í sjúkdómi er það mannveran sem minnstu máli skiptir, þegar allt kemur til alls.“ Þannig verði það ekki sársauki eða starfshömlun eða félagsleg veila, sem ákvarða að maður er sjúkur, heldur lífærafræðilegar breytingar og lífeðlisfræðilegar truflanir (3). Samkvæmt þessu vísindahorfi, þá telst mannvera sjúk þegar hegðun hennar eða niðurstöður prófana víkja frá því, sem telst vera eðlilegt. Viðhorfsmunur í vísindum og tækni Með tilkomu erfðatækninnar hafa opnast nýjar víddir í læknisfræðinni. Vísindamönnum hefir þegar tekizt að ráða í milli átta og níu tíundu hluta genamengisins og gert er ráð fyrir því, að lokið verði við að leiðrétta villur árið 2003. Siðferðisviðhorf í vísindum auðkennast umfram annað af þrennu: Fyrsta meginreglan er um algildi. I því felst, að allt framlag vísindanna skuli metið með hliðsjón af því, að hve miklu leyti það eykur við þekkinguna og að allt það sem fram er fært sem nýr sannleikur, skal fullnægja fyrirfram ákveðnum skilmerkjum. Að- ferðir og árangur skulu því kunngerð, meðal annars til þess að hægt sé að endurtaka kannanir og sannreyna þær. Þetta hafa þeir virt, sem hleyptu af stað skipulegri könnun genamengisins, The Human Genome Project og árangurinn hefir því verið birtur jafn óðum. í meginreglunni felst einnig, að vísindin gilda fyrir alla menn, eins og Louis Pasteur orðaði á eftirfarandi hátt: Vitringurinn á föðurland, vísindin ekki (4). Önnur meginreglan er um skipulegar efasemdir. Nú er gjarnan rætt um genamengið sem Bók lífsins. Hún hefir sýnt sig að vera æði stór í sniðum: Mengið hefir um það bil þrjú þúsund milljón samstæður núkleótíð-basa (Adenín-Týmín, Cýtósín-Gúanín). Ef við nú tækjum aðeins fyrsta stafinn úr hverju nafni (A, T, G, C), hefðum við um sex þúsund milljón bókstafi til umráða. Með 6000 tákn á síðu, 500 síður í hveiju bindi, þyrftum við 2000 bindi. Að sjálfsögðu yrði prentað á góðan pappír og vandað til bandsins, þannig að hvert bindi yrði um fjögurra sentímetra þykkt. Staflinn næði þá frá dyrahellu upp fyrir tum Hallgrímskirkju. Gert er ráð fyrir að í genamenginu séu milli 80 000 og 100 000 erfðastofnar. Af þeim genum þekkjum við aðeins lítinn hluta og vert er að hafa í huga, að við höfum aðeins nýlega lært stafróf erfðanna og að vísindamennimir eru rétt að verða sæmilega stautfærir. Genin eru ekki nema brot af genamenginu og milli þeirra eru milljónir núkleótíða, sem enginn veit hvaða þýðingu geta haft. Ymsir hafa slegið því föstu, að utan genanna sé ekkert nema skran (e. junk), en meðan þessi svæði hafa ekki verið könnuð til hlítar og ekki er allt genamengið komið í leitirnar, ber að taka með mikilli varúð fullyrðingunum um að verkinu sé að verða lokið. Þriðja meginreglan er sú, að vísindin eru sameign alls mannkyns. Hins vegar er tækninnar beinlínis leitað í því skyni að græða á henni. Þetta viðhorf kemur vel fram í eftirfarandi tilvitnun: 72 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.