Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREINAR / TÓBAKSVARNIR Aðrir algengir þröskuldar voru þekkingarskortur á efninu og að það væri óþægilegt að spyrja sjúklinga út í reykingavenjur þeirra (tafla II). Fáir töldu þetta þó vera utan síns verksviðs og enn færri voru ekki fullkomlega sannfærðir um að reykingar væru stórt heilsufarsvandamál (tafla II). Um það bil þrír af fjórum sjúklingum heilsu- gæslulækna voru upplýstir um gildi þess að hætta að reykja ef læknarnir vissu að sjúklingurinn reykti (tafla III). Algengustu ástæðurnar fyrir að upplýsa ekki um gildi þess að hætta voru í megindráttum þær sömu og fyrir að inna sjúklinginn ekki eftir því hvort hann reykti (tafla II). Rúmlega níu af 10 heilsu- gæslulæknum töldu það þó vera innan síns verksviðs að eiga frumkvæði að því að upplýsa sjúklinga um afleiðingar þess lífsstfls sem þeir hafa valið (tafla III). Tiltölulega fáir heilsugæslulæknar höfðu það sem reglu að bjóða sjúklingum sínum, sem vilja hætta að reykja, upp á stuðning við að hætta (tafla IV). Um það bil einn af 10 rétti sjúklingum sínum „oft“ bæklinga um reykbindindi og tveir af 10 buðu „oft“ upp á endurkomu með stuðningssamtölum. Ennþá færri buðu „oft“ upp á námskeið í reykbindindi á heilsugæslustöðinni og um það bil einn af 10 vísaði sjúklingum sínum „oft“ á námskeið í reykbindindi hjá öðrum aðilum (tafla IV). Nokkuð fleiri, eða um það bil einn af fjórum ræddi „oft“ um hugsanlega dagsetningu fyrir reykbindindi og lögðu upp með- ferðaráætlun með nikótínlyfjum (tafla IV). Um það bil sjö af 10 höfðu aldrei verið fyrirlesarar á hópnám- skeiðum í reykbindindi og enn færri höfðu einhvern tímann leitt slík námskeið (tafla IV). Að meðaltali höfðu íslensku heilsugæslulæknarnir notað tæplega tvær klukkustundir síðastliðinn mán- uð til að ræða við sjúklinga um tóbak og reykbindindi (tafla IV). Algengar ástæður fyrir því að sinna ekki ráðgjöf í reykbindindi voru tímaskortur, þekkingar- skortur og sú tilfinning að það væri ekki erfiðisins virði að standa í svona ráðgjöf þar sem alltof fáir hætta að reykja þrátt fyrir stuðninginn (tafla IV). Rúmlega níu af 10 heilsugæslulæknum sögðu að æskilegt væri að geta vísað sjúklingum á aðila sem sérhæfa sig í tóbaksvörnum (tafla IV). Tæplega helmingur aðspurðra (48%) hafði tekið þátt í námskeiði eða á annan hátt reynt að auka þekkingu sína á meðferð við tóbaksfíkn með það fyrir augum að vera betur í stakk búinn að hjálpa sjúklingum að hætta að reykja. Umræöa Heilsugæslulæknarnir inntu sjúklinga sína yfirleitt ekki eftir því hvort þeir reyktu nema þeir hefðu einhver einkenni sem tengd hafa verið reykingum (tafla II). Helstu ástæðumar voru tímaskortur og sú tilfinning að tíminn sem notaður er í að hjálpa sjúklingum til að hætta að reykja sé ekki erfiðisins virði þar sem fáir hætti að reykja þrátt fyrir hvatningu Tafla III: / hvaða mæli upplýsa heilsugæslulæknar sjúklinga um gildi þess aö hætta að reykja? Meöferðarvenjur og þröskuldar. Spurning: Ef þú veist að sjúklingurinn reykir, ræðir þú þá við hann/hana um gildi þess að hætta að reykja? Hlutfall sjúklinga sem eru spuröir (meöaltal): % (staðalfrávik) 74% (24,13) Þröskuldar: Hlutfall þeirra sem eru að einhverju leyti sammála fullyrðingunni það er, eru ekki algerlega ósammála): Umræður um reykingar taka oft of langan tíma % (hlutfall) 53% (66/124) Mér finnst ég ekki vera nógu vel að mér I efninu % (hlutfall) 35% (43/124) Það er ekki innan míns verksviðs að ræða við fólk um reykingavenjur þess % (hlutfall) 9% (11/124) Læknar hafa ekki rétt til að eiga frumkvæðið að því aö upplýsa sjúklinga um heilsufarslegar afleiðingar þess lífsstíls sem þeir hafa valið % (hlutfall) 9% (11/124) Mér finnst óþægilegt að spyrja fólk út í reykingavenjur þess % (hlutfall) 30% (37/124) Ég er ekki fullkomlega sannfærð(-ur) um aö reykingar séu stórt heilsufarsvandamál % (hlutfall) 5% (6/124) * Fimm svöruöu ekki spurningunni. 14% (18/126) 18% (23/126) 6% (7/125) 13% (16/127) 25% (31/126) 28% (35/126) Tafla IV: I hvaöa mæli aðstoða heilsugæslulæknar sjúklinga við að hætta að reykja? Meöferðarvenjur og þröskuldar. *____________________________________________________ Spurning: Ef þú veist aö sjúklingurinn reykir og hefur hug á aö hætta að reykja, hve algengt er að þú bjóöir honum/henni eftirfarandi aðstoö? Hlutfall þeirra sem svara að þeir „oft“... ... rétti sjúklingnum bækling um reykbindindi % (hlutfall) ... bjóði upp á endurkomur meö það að markmiði að styðja sjúklinginn í viðleitninni til að hætta að reykja % (hlutfall) ... bjóöi sjúklingnum upp á að taka þátt í námskeiði í reykbindindi á heilsugæslustööinni (stofunni) % (hlutfall) ... vísi sjúklingnum á námskeið hjá öðrum aðilum % (hlutfall) ... ræði um dagsetningu fyrir reykbindindið % (hlutfall) ... leggi upp meðferðaráætlun með nikótínlyfjum % (hlutfall) Spurning: Tekur þú þátt í, eða hefur þú tekiö þátt í, að aðstoða sjúklinga við að hætta aö reykja? Merktu við alla möguleika hér að neðan sem eiga við þig. Hlutfall þeirra sem merkja viö hvern möguleika: Hafa veriö fyrirlesarar á námskeiði að minnsta kosti einu sinni % (hlutfall) 29% (37/128) Hafa leitt hópnámskeið að minnsta kosti einu sinni % (hlutfall) 25% (32/128) Stutt sjúkling í reykbindindi að minnsta kosti einu sinni % (hlutfall) 75% (96/128) Heildartími (klukkustundir) notaður til tóbaksvarna síöastliöinn mánuö. Meðaltal (staöalfrávik) 1,7 (2,16) Þröskuldar: Hlutfall þeirra sem eru aö einhverju leyti sammála fullyrðingunni (það er, eru ekki algerlega ósammála): Æskilegast væri að geta vísað sjúklingum á aðila sem sérhæfa sig í að aðstoða fólk viö aö hætta að reykja % (hlutfall) 91% (113/124) Ráðgjöf í reykþindindi er alltof tímafrek % (hlutfall) 59% (74/125) Það er ekki erfiðisins virði að standa í svona ráögjöf þar sem alltof fáir hætta aö reykja þrátt fyrir stuðninginn % (hlutfall) 54% (68/126) Hef ekki næga þekkingu til aö geta orðið að liði % (hlutfall) 51% (65/127) Það er ekki innan míns verksviðs að aðstoöa sjúklinga við að hætta að reykia % (hlutfall)_________________________________12% (15/127) ■ Nefnari er breytilegur vegna innra brottfalls. og stuðning (tafla IV). Margir töldu sig einnig ekki hafa nægjanlega þekkingu á því hvernig styðja á sjúklinga í því að hætta að reykja (tafla IV) og fannst óþægilegt að ræða við sjúklinga um reykingavenjur þeirra (töflur II og III). Mikill meirihluti taldi æskilegt að geta vísað sjúklingum sínum á aðila sem eru sérhæfðir í að aðstoða fólk við að hætta að reykja (tafla IV). Læknablaðið 2001/87 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.