Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.2001, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / SYKU RSTERAR voru þrfr með aðra sérgrein Number of patients en heimilislækningar; einn hafði lyf- og lungnalækn- 160 \ ingar sem sérgrein, annar var sérfræðingur í húð- og 140 \ kynsjúkdómum og sá þriðji 120 \ var sérfræðingur í barna- lækningum. Nærri öll 100 þjónusta sérfræðilækna á Norðulandi eystra er veitt á 80 Fjórðungssjúkrahúsinu á 60 Akureyri (FSA). Samtals starfa 48 læknar á Norður- 40 landi eystra, auk 10-12 að- stoðarlækna sem eru í starfs- þjálfun á FSA. 0 Sjúklingar, sem voru að minnsta kosti í þrjá mánuði samfellt á meðferð með sykursterum á tímabilinu, voru teknir til rannsóknar og einnig þeir sem fengu endurteknar meðferðarhrinur, sem samanlagt náðu þremur mánuðum á ári. Einstaklingar er ekki höfðu lögheimili á Norð-Austurlandi voru útilokaðir frá rannsókninni, svo og þeir er neituðu þátttöku. Spurningablaðið sem fylgdi kynningarbréfinu til sjúklinganna samanstóð af fimm aðalspurningum varðandi neyslu mjólkurafurða, kalks, vítamína, lýsis, auk annarrar lyfjanotkunar en prednisólons, svo sem hormónalyfja, kalsítóníns eða bísfosfónata. Upplýsingum var safnað á kerfisbundinn hátt úr sjúkraskrám varðandi eftirfarandi þætti: ábendingar fyrir meðferð, upphafs- og viðhaldsskammta predni- sólóns, meðferðarlengd og skráða fylgikvilla. Enn- fremur var staðfest úr sjúkraskrám önnur lyfja- notkun á rannsóknartímabilinu. Að lokum voru skoðaðar meðferðarákvarðanir er beindust gegn beinþynningu. Upplýsingum var safnað í töflureikni- forritið Excel-Pc á dulkóðuðu formi. Rannsóknaráætlunin var samþykkt af siðanefnd læknaráðs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (21.04.97) og Tölvunefnd Dómsmálaráðuneytisins (16.04.97). Siðanefnd landlæknisembættisins fjallaði einnig um rannsóknaráætlunina (26.06.97). Niðurstöður Notkun sykurstera: A rannsóknartímabilinu voru gefnir út 1.977 lyfseðlar á prednisólón til 748 einstak- linga. Þrjú hundruð fjörutíu og níu sjúklingar fengu ávísað prednisólóni oftar en einu sinni og af þeim uppfyllti 191 sjúklingur skilmerki rannsóknarinnar, það er að segja 0,72% af 26.664 íbúum Norð-Austur- lands voru á langtímasykursterameðferð á rann- sóknartímabilinu. Meðalaldur sjúklinganna var 66 ár (17-93 ár): 64 ár fyrir konur og 68 ár fyrir karla. Konur voru heldur fleiri en karlar eða 106 (55%) á móti 85 körlum (45%). Kynjahlutfall eftir aldri kemur fram á mynd 1. Heildarmeðferðartímann var hægt að reikna út hjá 163 einstaklingum, þeir voru á sykursterameð- ferð að meðaltali fjögur ár og sjö mánuði (3-300 mánuðir) (mynd 2). Meðferðartími var reiknaður frá meðferðarbyrjun og fram að rannsóknardegi. Hjá þessum 163 sjúklingum var upphafsskammtur prednisólóns að meðaltali 24 mg á dag (5-80 mg/dag), en viðhaldsskammtur var að meðaltali 6 mg á dag (2- 15 mg/dag). Enginn munur var á kynjum með tilliti til lyfjaskammta eða meðferðarlengdar. Meðferðarábendingan Gigtarsjúkdómar (44%) og lungnasjúkdómar (33%) voru algengustu orsakir langtímasykursterameðferðar, sjá nánar meðferðar- ábendingar í töflu I. Skráðar aukaverkanin Eingöngu 33% sjúkling- anna (n=63) höfðu samkvæmt sjúkraskrám engar skráðar aukaverkanir er tengja mætti sykurstera- meðferðinni. Hins vegar voru Cushingsútlit (26%), beingisnun eða beinþynning (26%) og beinbrot (20%) oft nefnd í sjúkraskrám sem fylgikvilli með- ferðarinnar (tafla II). Ekki var unnt að fá fram niðurstöður úr bein- þéttnimælingum er framkvæmdar voru með fram- 16 17 18 19 20 Duration of treatment in years Figure 2. Duration in years of continuos oral corticosteroid treatment in 163 patients. The time length is calculated from the start ofthe treatment to the end ofthe treatment or to the data of the study. Table 1. Medical disorders for which oral corticosteroids patients on long term treatment with corticosteroids. were prescribed in 191 Disorder No of patients (%) Chronic pulmonary disease 59 (30.9) Polymyalgia rheumatica 54 (28.3) Rheumatoid arthritis 20 (10.5) Inflammatory bowel disease 15 (7.9) Poststatus organ transplantation 8 (4.2) Temporalis arteritis (biopsy proven) 6 (3.1) Neoplasma 6 (3.1) Dermatological disorders 5 (2.6) Pulmonary fibrosis 4 (2.1) Connective tissue diseases 4 (2.1) Other disorders 10 (5.2) Total 191 (100) Læknablaðið 2001/87 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.