Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 69

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARHJÁLP „Jú og það er æði hátt margfeldi. Eftir rúmlega 10 vikur var tala fallinna orðin um 320 en særðir um 17.000. Palestínumenn á herteknu svæðunum eru ekki nema um þrjár milljónir talsins, þar af ein milljón á Gazaströndinni, en margar milljónir eru landflótta. Fyrir svo fámenna þjóð er þetta mikil blóðtaka. Það væri sambærilegt við að um ein milljón Bandaríkjamanna lægju særðir. Palestínumenn eiga góða lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraflutningamenn með gríðarmikla reynslu. í okkar samfélagi þykir ýmsum kaldranalegt að tala um forgangsröðun og að gera upp á milli sjúklinga. Þarna er forgangsröðun engin spurning heldur alger nauðsyn. Heilbrigðisstarfsfólkið fær eldskírn í markvissum vinnubrögðum og forgangsröðun þegar það dag eftir dag þarf að taka á móti hundruðum slasaðra. Það verður að geta snúið sér að því mikilvægasta fyrst en jafnframt að skoða alla og að afgreiða hvern og einn á þann besta og hraðasta hátt sem unnt er. Undir slíkum kringumstæðum er auðvitað mun minna um innlagnir en ella, alltaf þurfa að vera einhver laus rúm til að taka á móti fleiri særðum og streymið gegnum sjúkrahúsið þarf að vera stöðugt. Hlutirnir ganga ótrúlega hratt fyrir sig.“ Gúmmíkúlurnar eru stálkúlur með þunnu gúmmílagi „Palestínumenn eiga góða sérfræðinga en alls ekki nógu marga. Það reynir einna mest á sérfræðingana í skurðlækningum, slysa- og bráðalækningum. Eini æðaskurðlæknirinn á svæðinu vinnur myrkranna á milli því skotfærin sem Israelsher notar fara mjög illa með æðakerfið. Hættulegustu kúlurnar eru hinar svokölluðu gúmmíkúlur og dúm-dúm kúlurnar. Það hljómar fremur sakleysislega að nota gúmmíkúlur og fólk ímyndar sér að þetta séu einhverjir litlir gúmmíboltar sem lenda á fólki og hoppa svo burt. En sannleikurinn er allur annar. Þetta eru stálkúlur með gúmmilagi utan á. Gúmmílagið verður einfaldlega til þess að kúlurnar eru erfiðari við að eiga, erfiðara að fjarlægja þær og þær valda meiri vefjaskemmdum en venjulegar kúlur. Þetta á ekki síst við um skot í augu og heila. Dúm-dúm kúlurnar eru enn hættulegri. Það eru háhraða sprengikúlur sem springa þegar þær eru komnar inn í líkamann. Flísar úr kúlunum þeytast í nærliggjandi líffæri. Þetta er sérlega hættulegt ef þær lenda í kviðarholinu þar sem þær valda miklum blæðingum. Ef þær lenda í heilanum og splundrast þar er baninn vís. Þörfin fyrir æðaskurðlækna er einnig mikil vegna þeirra kúlna sem lenda í kviðarholi.“ Þörf fyrir íslenska lækna „Við heimsóttum Shifa-sjúkrahúsið 15. nóvember síðastliðinn. Þá voru liðnar sjö vikur frá því átökin hófust og þetta sjúkrahús var búið að taka á móti 1200 særðum, þar af voru 650 innlagnir. -... v\ i, \ r. • — • , y í. ' Wi \ Æðaskurðlæknirinn var aleinn við störf í sinni sérgrein og mér varð hugsað til síldarstúlknanna hér áður fyrr sem fóru ekki úr stígvélunum vikum saman. Það var eins með hann, hann hafði verið að í sjö vikur. Hann var orðinn útkeyrður eftir stöðuga vakt. Auðvitað kemur þetta í hryðjum og dagpartar eða dagar eru rólegir en hann er aldrei laus af vaktinni." Þarfekki nauðsynlega aðfá liðstyrk utanfrá? „Jú, og eftir því hefur verið leitað, meðal annars hér á landi. Meðan við vorum þarna kynntumst við hópi Norðmanna, skurðlækni, bæklunarskurðlækni, sjúkraflutningamanni og geðlækni, sem var skipu- leggjandi hjálparstarfsins. Þessi hópur dvaldi á svæðinu í tvær vikur. Við erum að reyna að fá íslenska lækna til slíkra hjálparstarfa. Þeir þyrftu helst að geta verið í þrjár til fjórar vikur á svæðinu, en tvær vikur koma líka til greina.“ Sveinn Rúnar skoðar meiðsli ungs sjúklings á Gazasvœðinu. Ljósmyndari: Þorvaldur Örn Kristmundsson. Læknablaðið 2001/87 69

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.