Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 5

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR 998 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Varað við samþykkt frumvarps ráðherra Sigurður Kr. Pétursson 999 Árshátíð Læknafélags Reykjavíkur 1000 Læknafélögin mótmæla frum- varpi heilbrigðisráðherra Þröstur Haraldsson 1003 Málþing á aðalfundi LÍ: Einkarekstur lækna hefur haldið uppi þjónustustiginu Þröstur Haraldsson 1005 Fjölmiðlaþjálfun lækna 1006 Hvar á að byggja? Ólafur Örn Arnarson \ 007 Klínískar leiðbeiningar: Greining og meðferð háþrýstings hjá öldruðum Starfshópur landlœknis- embœttisins 1 01 1 Saga augnlækninga á íslandi frá öndverðu til 1987 Kafli úr nýútkominni bók eftir Guðmund Björnsson 1015 Sjúkrahótel gæti leyst vandann Ólafur Ólafsson 1017 Leiðbeiningar Læknafélags Islands um samskipti lækna við framleiðendur og sölu- aðila lyfja og lækningatækja 1020 Athugasemd vegna greinar um lyf jakostnað landsmanna Daníel Gunnarsson 1021 Heilbrigðisáætlun til 2010 og raunveruleikinn Ólafur Ólafsson 1023 íðorðasafn lækna 139. Áverkastig Jóhann Heiðar Jóhannsson 1025 Faraldsfræði 13. Lýsandi rannsóknir I María Heimisdóttir 1026 Samstarf um lungnamælingar Alþjóðlegi alnæmisdagur- inn: Kjörorð dagsins: Snertir mig - en þig? 1027 Lyfjamál 99 1029 Broshornið 21. Af „sjússum“ og blóðflæði Bjarni Jónasson 1030 Læknadagar 2002 1039 Þing, lausar stöður 1041 Okkar á milli 1042 Minnisblaðið Alfreð Flóki (1938-1987) stóð að mestu leyti utan við þá liststrauma sem skóku samtíö hans og fleyttu jafnöldrum hans á haf út að leita nýrra landa í listinni. Hvað varðaði stíl og aðferðir hélt hann sig við hefðina og kaus fremur að gera til- raunir með viðfangsefni og frásagn- arhátt í verkum sínum. Hann vann teikningar í blek, blýant og krít og allt frá því hann var vió nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík - áður en hann hélt til Kaupmannahafnar tii framhalds- náms - var sýnt að hann færi sínar eigin leiöir. Flóki leitaði fyrirmynda t því sem kallað var úrkynjunarlist, dekadentismi, sem víða gætti í list- um frá síðari hluta nítjándu aldar. í mörgum eldri mynda hans eru til dæmis greinileg áhrif frá enska teiknaranum Aubrey Beardsley - góðvinar Oscars Wilde - hvað varð- ar bæði efnistök og tæknilega út- færslu. Þó er ekki haggt að fella Flóka við neina eina fjöl þvt þótt hann tæki óhikað upp hugmyndir og stílbrögð forvera sinna t listinni var það fyrst og fremst hans eigin leit sem magnaði myndirnar kynngi - leitin sem rak hann á hraðaflugi gegnum alla bókmennta- og lista- söguna og fram og aftur í hug- mynda- og táknsögunni. Margar myndir Flóka eru svo hlaðnar tákn- um að ekki nema fáum útlæröum er kleift að lesa úr þeim til fulln- ustu en að baki liggur þó alitaf sá kraftur sem öllum er skiljanlegur: Itfslöngunin og þörfin fyrir að leita og greina heiminn. Myndin á for- stðu blaðsins, Skugginn frá árinu 1981, er óvenju einföld og ólík flestu öðru t höfundarverki Flóka, þótt handbragð hans leyni sér ekki. í henni má kannski lesa andhverfu hinnar ítarlegu tákngreiningar sem leiddi hann inn í heim galdraspeki og leyndarfræða - hinn einfalda og óvéfengjanlega skilning á því hvtlík örlög það eru að vera maður og þurfa að horfast t augu við það hvern dag. Jón Proppé Læknablaðið 2001/87 965

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.