Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2001, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.12.2001, Qupperneq 7
FRÁ RITSTJÓRN Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja Umræðan um samskipti lækna og lyl’jafyrirtækja er ckki ný ai' nálinni. Fyrir 15 árum urðu allmikil skoðana- skipti innan Félags íslenskra heimilislækna um þessi mál. Spunnust þau af svipuðum ástæðum og þeim, sem nú Sigurbjörn hafa nært umræðuna á vett- Sveinsson vangi þjóðlífsins. Var því meðal annars haldið fram, að risna sem læknar nytu frá fyrirtækjum í lyfja- dreifingu væri komin út fyrir eðlileg mörk. Bæri læknum að eiga frumkvæði að siðbót. Á sama tíma var svipuðum sjónarmiðum haldið á lofti víða í ná- grenni okkar til dæmis í Svíþjóð og Bretlandi og kynntust íslenskir læknar þeim bæði af eigin raun og í tímaritum lækna. Nokkuð góð eining skapaðist innan FÍH um að félagið setti sér siðareglur að þessu leyti. Undirrit- uðum var falið að leiða nefnd til að gera drög að þessum ramma og var leitað fanga í nágrannalönd- um okkar. Kom í ljós, að læknar voru misjafnlega á veg komnir við mótun umgengnisreglna við lyfja- iðnaðinn, en margt þó nýtilegt sem taka mátti upp. Leiðbeiningar þær, sem stjórn FÍH gaf síðan félags- mönnum sínum í febrúar 1987 (1), endurspegluðu viðhorf lækna á Vesturlöndum til þessara mála og voru vafalítið flestum heilsteyptari, sem þá lágu fyrir. Sá var þó hængur á, að leiðbeiningarnar tóku ekki afstöðu til samstarfs lækna og lyfjafyrirtækja um rannsóknir í læknisfræði. Áhuginn á þeirri hlið mála var minni og viðfangsefnið erfiðara. Þótti rétt að læknar hefðu víðtækt samflot um slíkar leið- beiningar, yrðu þær gefnar. Áhugamenn um efnið töluðu fyrir því á vett- vangi Læknafélags Islands. Haustið 1990 skipaði stjórn LI nefnd til að vinna að gerð leiðbeininga fyrir lækna að fara eftir í samskiptum sínum við lyfjafyrirtæki. Nefndin, sem þrír akureyrskir lækn- ar skipuðu, birti álitið í eigin nafni í Fréttabréfi lækna í maí 1991 (2), eftir að stjórn LI dró birtingu þess. Voru nefndarmenn óánægðir með þann drátt (3). Aðalfundur LI sama ár ákvað síðan með ályktun nr. 9 (4) að setja saman nefnd fimm lækna til að gera tillögur til stjórnar um leiðbeinandi regl- ur um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki. Einnig var þeim falið að fjalla um samskipti við heilbrigð- isstofnanir í einkaeign, sérstaklega þær sem læknar kunnu að eiga sjálfir hlut í og um innra eftirlit með starfsemi lækna. Höfundur er formaður Læknafélags íslands. Aðalfundur LI 1992 var fáorður um málið. Álit nefndar samanber ályktun aðalfundar 1991 lá fyrir fundinum. Formaður starfshóps lagði lii að málinu yrði vísað til stjórnar og var það samþykkt sam- hljóða (5). Ljóst var, að ágreiningur var uppi einkum um tvo síðari efnisþætti verkefnisins. Fyrir fundinum lá einnig ítarleg ályktunartillaga frá stjórn FIH, þar sem hún vann með drög nefndar- innar frá 1990 og sagði í greinargerð (6). „Stjórn FÍH telur umræðuna um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja fullþroskaða meðal lækna. Hún hefur því leyft sér að gera nokkrar orðalagsbreytingar á því nefndaráliti, sem birtist á sínum tíma í Frétta- bréfinu (5/1991 innskot, SS), án þess að um efnis- breytingar sé að ræða.“ í ársskýrslu LÍ fyrir 1992- 1993 kom síðan fram, að stjórn félagsins hefur samþykkt álit nefndarinnar og birti hún það í Fréttabréfi lækna (7). (Fundargerð stjórnar Læknafélags íslands, þriðjudaginn 1. júní 1993.) Þessar leiðbeiningar eru því í fullu gildi enn í dag að svo miklu leyti sem þær stangast ekki á við samning þann, sem gerður hefur verið við Samtök verslunarinnar (8). I þeim samningi eru sett fram sameiginleg markmið aðila og rammi um fræðslu-, kynningar- og rannsóknarsamstarf Telja verður líklegra til ár- angurs að ná tvíhliða samningum við lyfjadreifing- una, fremur en að gefa út einhliða reglur. Þó má vera, að það reynist nauðsynlegt meðal annars til að slíkir samningar eigi sér eðlileg viðmið í sam- þykktum lækna. Mikilvægi samskipta lækna og lyfjafyrirtækja er augljóst. Þau eiga að vera öllum í hag, lyfjafyrir- tækjum, læknum og sjúklingum þeirra. Hvort sem um er að ræða nýja þekkingu í lífvísindum, nýja framleiðslu, nýjar ábendingar, nýja þekkingu um aukaverkanir eða ný lyfjaform er brýn nauðsyn að læknar fái alla þessa vitneskju til að taka ákvarð- anir um úrræði þau, sem sjúklingar þeirra þarfnast og standa þeim til boða. En leið þessarar þekkingar til sjúklinganna er vissulega vörðuð hættum sem læknum ber að forðast. Það er eðlileg krafa, að ákvarðanir okkar séu byggðar á hlutlægu mati og lausar við sjónarmið eða hagsmuni, sem kunna að bera okkur af leið. Það er og eðlilegt, að almenn- ingur og talsmenn hans séu áhugasamir um þau öfl, sem koma vilja framleiðslu sinni á markað og eiga ekki aðra kosti en að gera það um hendur lækna. En vandi lækna er miklu stærri. í starfi hafa læknar ætíð verið háðir þessum kröftum sem til umræðu eru. Á öllum tímum hafa læknar þurft að aga hugsun sína og veikleika við þörf sjúklingsins, við þá staðreynd að veikindin, lyfin og aðgerðirnar Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær geröir handrita lil ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíða- smára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Sérstaklega þarf að semja um birtingu Iitmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2001/87 967
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.