Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 11

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 11
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Lyfj aiðnaðurinn og læknisfræðin Vilhjálmur Rafnsson Höfundur er ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið vakið at- hygli Á tengslum lyfjafyrirtækja og lækna. Pessi mál eru oft til umræðu í fagtímaritum nágrannalandanna og þá gjarnan mest talað um kynningar á lyfjum, gjafir og hlunnindi sem læknar fá frá lyfjafyrirtækjum (1-6). í sumum löndum er reynt að hafa hemil á slíku með lagasetningu (2), en annars staðar reyna félög lækna að taka sjálf á þessum málum (6). I þessum línum verður ekki fjallað um gjafir og styrki til einstakra lækna og hópa þeirra né kynningar lyfjafyrirtækja á framleiðslunni, enda er það gert á öðrum stað í blaðinu. Hér verður þó bent á, að upp- lýsingar hafa birst um að læknar sem halda fyrirlestra á kynningum lyfjafyrirtækjanna fá greitt fyrir það ásamt ferðakostnaði frá fyrirtækjunum (7). Upphæð- irnar sem um ræðir geta samanlagt numið meiru en laununum sem læknarnir fá frá sjúkrahúsunum þar sem þeir vinna og dæmi eru um að læknar missi þessa aukavinnu hjá lyfjafyrirtækjunum, komi þeir ekki fram með umfjöllun sem fyrirtækjunum hugnast (7). Lyfjafyrirtækin koma náið að rannsóknum í lækn- isfræði með eigin rannsóknum en líka sem styrktar- aðilar rannsókna, með starfrækslu rannsóknarsjóða og einnig sem skipuleggjendur og stjórnendur ein- stakra rannsóknarverkefna þar sem læknar eru fram- kvæmdaaðilar. Margir telja eðlilegt og sjálfsagt að lyfjafyrirtækin kosti og láti gera rannsóknir á áhrifum og öryggi lyfja. Ritstjórar læknisfræðitímarita leggja mikla áherslu á að skýrt sé frá tengslum lyfjafyrir- tækja og höfunda læknisfræðilegra greina og að höf- undar séu ábyrgir og sjálfstæðir gagnvart kostunarað- ila, eins og nýverið hefur verið sagt frá hér í blaðinu (8,9). Dæmi eru um, að lyfjafyrirtæki hafi stöðvað rannsóknir sem verið var að gera og aldrei látið vinna úr né birt þær upplýsingar, sem þegar höfðu fengist. Getur hver og einn hugleitt af hverju gripið er til slíkra ráða (10-13). Ekki er vitað nákvæmlega um umfang slíkra atvika, en talað er um að háskólastofn- anir eigi að styðja við og hjálpa vísindamönnum til að vera óháðir kostunaraðilum (14). Jafnframt hefur réttilega verið vakin athygli á að á þeim stöðum þar sem viðskiptasjónarmið hafa fengið forgang við fjár- mögnun stofnana, geti þetta verið haldlítið ráð (14,15). Á hinn bóginn hefur þótt ástæða til að undirstrika hér hlutverk vísindasiðanefnda sem óháðra aðila, sem gegni veigamiklu hlutverki (13,15,16). Því er haldið fram að sjúklingar séu fengnir í klínískar rann- sóknir vegna vísindanna og þeim talin trú um að með þátttöku séu þeir að leggja sitt af mörkum til læknis- fræðilegrar þekkingar, en ekki eingöngu að stuðla að viðskiptahagsmunum kostunaraðila rannsóknarinn- ar og er síðarnefnda atriðinu oftar en ekki haldið frá í upplýsingum til þátttakenda. Ef allar niðurstöður rannsóknarinnar eru hins vegar ekki birtar opinber- lega að rannsókn lokinni, er ekki verið að bæta við læknisfræðilega þekkingu og má því segja að þátttak- endur hafi verið fengnir í rannsóknarhópinn með svikum (16). Þetta er því viðfangsaefni vísindasiða- nefnda og siðaráða, sem ættu að setja vísindamönn- um þau skilyrði, að þeir birti niðurstöðurnar (16) eða að nefndirnar og ráðin verði eftirlitsaðilar með því að svo verði gert (13). Enn aðrir hafa lagt til að ábyrgð- armenn rannsókna svari vísindasiðanefndinni hinni skýru spurningu: „Ert þú frjáls og óháður að birta niðurstöður þessarar rannsóknar?“ og hafi kostunar- aðili neitunarvald, þá eigi vísindasiðanefndin að hafna umsókn um rannsóknina (15). í þessum um- ræðum er ekki gert ráð fyrir öðru en að kostunaraðili hafi rétt til að gera athugasemdir við handrit fyrir birtingu og að hann geti fengið hæfilegan frest á birt- ingu til þess að vernda viðskiptahagsmuni sína. Á málþingi í tengslum við formannaráðstefnu Lækna- félags Islands fyrir þremur árum, var rætt um það, hvort og hvernig niðurstöður rannsókna birtast. Þar var sú skoðun reifuð, að óbirtar niðurstöður teldust ekki lil vísinda (17). Meira en 15 ár eru liðin síðan læknablöð víða um heim tóku upp þá stefnu að vilja segja frá því, ef höf- undar greina hefðu fjárhagsleg tengsl við lyfjafyrir- tæki eða aðra aðila sem umfjöllunin varðaði. Talið er sjálfsagt að lesendur fái upplýsingar um slík tengsl, þegar þeir kynna sér efni greinanna. Nýleg rannsókn á því, hversu oft höfundar segja frá hagsmunatengsl- um í virtum læknatímaritum sýndi að einungis í 52 greinum af 3642 lýstu höfundar yfir slíkum tengslum (18). Fram kom að yfirlýsingar um hagsmunatengsl voru tíðari á seinni árum en fyrir 10 árum. Mikil um- ræða er um hvort hagsmunatengsl skekki niðurstöð- ur eða túlkun rannsókna. Það er ekki minni hiti í þeirri umræðu en þegar rætt er um hugsanleg áhrif gjafa og kynninga lyfjafyrirtækjanna á lyfjaávísanir lækna. Fyrir fjórum árum birtist rannsókn sem sýndi að höfundar greina í læknatímaritum, sem töluðu Læknablaðið 2001/87 971
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.