Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 17

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / SKYNDIDAUÐI UTAN SPÍTALA Umræða Neyðarbíll hefur verið starfræktur á Stór-Reykja- víkursvæðinu frá 1982 og hafa upplýsingar um hjarta- og öndunarstöðvun verið skráðar jafnóðum. Frá 1991 hefur skráning tilfellanna verið eftir hinu staðlaða Utsteinkerfi (1). Fjöldi skyndidauðatilfella af öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum fyrir árin 1987 til 1999 var 19% af öllum tilvikum skyndilegrar hjarta- og öndunarstöðvunar. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en í Svíþjóð þar sem hlutfallið er 10% en lægra en í Finnlandi þar sem hlutfallið er um 24% (5,8,9). Endurlífgun var reynd í 96,4% tilfella af starfs- mönnum neyðarbilsins sem er hærra hlutfall en í Sví- þjóð og Finnlandi. Ytri ástæður voru mun algengari en innri og voru lífslíkur í þeim tilvikum einnig betri. Samsvarandi niðurstöður hafa einnig fengist í öðrum erlendum rannsóknum (5,8,10). A árunum 1987 til 1999 lifðu fjórir einstaklingar sem voru nær drukkn- aðir, fjórir eftir nær köfnun og einn eftir lyfjaeitrun. Af þessu má álykta að tilraunir til endurlífgunar séu árangursríkastar þegar um „drukknun" eða „köfn- un“ er að ræða. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við niðurstöður frá Finnlandi þar sem lífslíkurnar voru einnig mestar ef orsakirnar voru drukknun eða köfnun (4,5). Af 140 lifðu níu af eða 6% samanborið við 51 af 308 ef orsökin var hjartasjúkdómur eða 17% (áhættuhlutfall: 2,9; 95% öryggisbil: 1,4-6,0) (3). Aldursdreifing einstaklinga var mismunandi eftir ástæðum hjarta- og öndunarstöðvunar. ÖIl árin hafa karlar verið í meirihluta og í öllum hópum voru þeir fleiri nema þegar blæðing var orsök áfallsins. Flestir sem lifðu af áfallið voru ungir einstaklingar sem eru samsvarandi niðurstöður og hafa fengist í Bandaríkj- unum (11). Sýnt hefur verið fram á að skjótur viðbragðstími, sleglatif á fyrsta riti og grunnendurlífguntilraunir nærstaddra auka lífslíkur þeirra sem hafa farið í hjarta- og öndunarstöðvun vegna hjartasjúkdóma (3,12-15). Lílið liggur fyrir um hvaða þættir skipta mestu máli þegar um hjarta- og öndunarstöðvun er að ræða af öðrum ástæðum. Einungis í einni rann- sókn frá Finnlandi hefur verið sýnt fram á svo mark- tækt sé að skjótur viðbragðstími neyðarbfls hafi áhrif á lífslíkur sjúklinga ef ástæður hjarta- og öndunar- stöðvunar eru aðrar en hjartasjúkdómar. í okkar rannsókn var ekki unnt að sýna fram á að grunnendur- lífgunartilraunir nærstaddra, skjótur viðbragðstími, eða kringumstæður skiptu sköpum fyrir þá einstak- linga sem urðu fyrir þess konar áfalli. Flestir greindust með rafleysu á fyrsta riti í þessari rannsókn en niðurstöður sýna að þá er lífsvon lítil sem engin. Þegar orsök skyndidauða er hjartasjúk- dómur er algengt að sleglatif sé til staðar á fyrsta riti eða í um 50-60% tilfellanna (2,3,13,15,16), en 30-40% með rafleysu. í þessari rannsókn voru 67% með raf- leysu á fyrsta riti og 10% (14/140) með sleglatif. Sjö prósent (1/14) einstaklinga úr hópi þeirra sem höfðu sleglatif á fyrsta riti lifðu og því reyndist sleglatif ekki sterkur forspárþáttur um lifun. Lífslíkur einstaklinga með sleglatif ef ástæðan er hjartasjúkdómur er hins vegar um 30%. Tveir einstaklingar með rafleysu á fyrsta riti útskrifuðust (2%) sem er svipuð lifun og hjá einstaklingum með hjartasjúkdóm og rafleysu á fyrsta riti (2,3). Sex einstaklingar sem voru með aðra hægatakttruflun á fyrsta riti útskrifuðust. Þegar ástæður hjarta- og öndunarstöðvunar eru aðrar en hjartasjúkdómar ráðast lífslíkur þannig að miklu leyti af orsökinni og eru lífslíkur því minni sem hinn líkamlegi skaðí er meiri. Þannig lifði enginn af hjarta- og öndunarstöðvun sem orsakaðist af heila- blæðingu eða rofi á slagæðargúl. Flest ef ekki öll tilfelli lyfjaeitrana í þessari rann- sókn voru í sjálfsvígstilgangi. Að frátöldum hjarta- sjúkdómum eru sjálfsvíg að meðtöldum lyfjaeitrun- um algengasta ástæða skyndidauða utan spítala á Reykjavíkursvæðinu og í sjálfsvígshópnum eru karl- menn fleiri en konur. Ef ástæður hjarta- og öndunarstöðvunar hefðu eingöngu verið staðfestar með tilgátu læknis neyðar- bflsins hefði áreiðanleiki greininga verið takmarkað- ur samkvæmt Silfvast og félögum (17). í þessari rann- sókn voru 38,6% allra tilfella staðfest með krufningu, eða 65% tilfella innri ástæðna og um 25% tilfella ytri ástæðna. Ef staðfest ástæða með krufningu hefði ekki verið fyrir hendi hefði fjölda innri ástæðna skeikað um einn þriðjung. Aðeins ætti að greina innri ástæður með krufningu þar sem oft leikur mikill vafi á réttri dánarorsök. Ályktanir Um það bil fimmta hvert tilfelli sem neyðarbfll er kallaður til vegna skyndidauða utan spítala á Reykja- víkursvæðinu er af öðrum ástæðum en hjartasjúk- dómum. Sjálfsvíg að meðtöldum lyfjaeitrunum eru algengustu ástæður skyndidauða utan spítala í þeim tilvikum sem ekki verða rakin til hjartasjúkdóma. Arangur af endurlífgunartilraunum er mun lakari þegar ástæða skyndidauða er önnur en hjartasjúk- dómur. Lífslíkur eru skástar þegar um köfnunar- eða drukknunartilvik er að ræða. Dánarorsakir voru staðfestar með krufningu í mörgum tilfellum sem gerir allar niðurstöður áreiðanlegri en annars væri. Þakkir Sérstaklega vilja höfundar þakka Erni Ólafssyni fyrir aðstoð við staðtölulega útreikninga og ráðgjöf. Maríu Henley er þökkuð aðstoð við ritvinnslu og frágang. Jafnframt er starfsfólki Slökkviliðs Reykjavíkur og Neyðarlínu þakkað samstarfið. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Borgarspítalans. Læknablaðið 2001/87 977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.