Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 25

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 25
FRÆÐIGREINAR / FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR ÖRYRKJA (9), sem styður það að fyrra verklag við örorkumat hafi verið heimavinnandi konum óhagstætt. I síðasta eða núverandi starfi voru 83,9% öryrkj- anna launþegar, en 16,1% með sjálfstæðan rekstur. Þetta er svipað og var meðal þjóðarinnar árið 1990 (17), en þá sögðust um 81% þeirra sem stunduðu launaða atvinnu vera launþegar. Hlutfall öryrkja sem voru með sjálfstæðan rekstur fór vaxandi með aldri og hlutfallslega meira var um slíkan rekstur hjá körl- um en konum, hjá þeim sem lokið höfðu iðnnámi samanborið við annað nám og hjá iðnaðarmönnum og bændum miðað við aðrar stéttir. Petta er áþekkt því sem var hjá þjóðinni árið 1990 (17). Rúmlega helmingur örorkustyrkþeganna reyndist hafa verið í launaðri vinnu á síðustu sex mánuðum og 40% voru í vinnu þegar spurningalistinn var lagður fyrir. Marktækt færri örokulífeyris- og endurhæfing- arlífeyrisþegar en örorkustyrkþegar voru í vinnu. Þriðjungur öryrkjanna kvaðst enn treysta sér til að vinna eitthvað, einkum ýmis létt störf. Örorkustyrk- þegar treystu sér fremur til að vinna en örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar. Pessi munur á örorku- styrkþegum og örokulífeyris- og endurhæfingarlíf- eyrisþegum kemur ekki á óvart, því gera má ráð fyrir að heilsufarslegur vandi örorkustyrkþeganna sé al- mennt minni og skerðingarmörk örorkustyrksins vegna tekna eru hærri. Þeir sem vegna menntunar eða starfsreynslu voru líklegir til að fá léttari og sér- hæfðari störf treystu sér í meira mæli til að vinna, en þeir sem einungis voru líklegir til að fá ósérhæfð og erfið störf. Meðaltekjur íslendinga sem virkir eru á vinnumarkaði virðast vera nær tvöfalt hærri en meðaltekjur öryrkja. Laun fyrir þau störf sem helst má búast við að öryrkjum bjóðist eru hins vegar mun lægri (11). Pað að laun fyrir þau störf sem öryrkjum helst bjóðast eru jafnvel lítið hærri en örorkubætur, ýtir ekki undir viljann til að halda áfram að vinna ef heilsan brestur. Pví er mikilvægt að í boði sé starfs- endurhæfing sem getur orðið til að auka líkurnar á því að viðkomandi fái störf sem eru hærra launuð og ekki erfiðari en svo að hann ráði við þau. Pessi rannsókn fjallar um félagslegar aðstæður þeirra sem metnir voru til örorku skömmu fyrir gild- istöku sérstaks örorkumatsstaðals 1. september 1999. Forvitnilegt væri að skoða félagslegu aðstæðurnar að nýju hjá þeim sem metnir hafa verið eftir gildistöku örorkumatsstaðalsins og bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður þessarar rannsóknar, til að skoða vægi félagslegra þátta fyrir og eftir gildistöku staðals- ins. Heimildir 1. Bartley M, Owen C. Relation between socioeconomic status, employment, and health during economic change, 1973-93. BMJ 1996;313:445-9. 2. North F, Syme SL, Feeney A, Head J, Shipley MJ, Marmot MG. Explaining socioeconomic differences in sickness absence: the Whitehall II study. BMJ 1993; 306:361-6. 3. Kaiser PO, Mattsson B, Marklund S, Wimo A. The impact of psychosocial “markers” on the outcome of rehabilitation. Disability and Rehabilitation 2001; 23: 430-5. 4. Selander S. Unemployed sick-leavers and vocational rehabili- tation - a person-level study based on a national social insu- rance material [dissertation]. Stockholm: Karolinska insti- tutet; 1999. 5. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni örorku á íslandi áriö 1996. Læknablaöiö 1998; 84: 629-35. 6. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S, Rafnsson V. Breytingar á algengi örorku á íslandi 1976-1996. Læknablaðið 2001; 87: 205-9. 7. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993. 8. Lög um félagslega aðstoð nr. 118/1993. 9. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87:721-3. 10. Ólafsson S. Lífskjör og lífshættir á Norðurlöndum. Reykjavík: Iðunn; 1990. 11. Kjör íslendinga: Efnahagur einstaklinga og fjölskyldna 1996. Reykjavík: Félagsvísindastofnun; 1997. 12. íslensk starfaflokkun (ÍSTARF 95). Reykjavík: Hagstofa íslands; 1995. 13. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford: Oxford University Press; 1995. 14. Bls. 16 í (11). 15. Þjóðarbúskapurinn: Framvindan 1997 og horfur 1998. Reykja- vík: Þjóðhagsstofnun; 1997: 26. 16. Ríkisendurskoðun. Læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnsýsluendurskoðun. Reykjavík: Ríkisendurskoðun; 1997: 30. 17. Ólafsson S. Lífskjör og lífshættir á íslandi: Reykjavfk: Félags- vísindastofnun og Hagstofa íslands; 1990: 67. Læknablaðið 2001/87 985

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.