Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 33

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 33
FRÆÐIGREINAR / MAURASÝKING sylvaticus, Mus musculus) en undanfarna áratugi hefur óværa af hundruðum músa verið rannsökuð hér á landi (9). Áður hefur komið fram að maurinn er hitakær. Ósennilegt er að hann þrífist hér á landi á nagdýra- stofnum sem lifa fjarri upphituðum mannabústöðum frekar en til dæmis í Skandinavíu þar sem loftslag er greinilega einnig of kalt til að maurinn fái þrifist þar á villtum nagdýrastofnum. Flest bendir því til að O. bacoti hafi borist nýlega til landsins þótt ekki sé Ijóst með hvaða hætti það gæti hafa gerst. Hugsanlegt er að þeir hafi borist hingað með stökkmúsum eða ein- hverjum öðrum dýrum, til dæmis kanínum (Orycto- lagus cuniculus) eða hömstrum (Cricetus spp.) sem einstaklingar eða forsvarsmenn verslana hafa á síð- ustu árum fengið leyfi til að flytja til landsins, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum yfirdýralæknis. Þá gæti maurinn hafa borist hingað með ólöglega innfluttum gæludýrum því einhver brögð virðast vera að því að slfkt sé gert. Því til staðfestingar hafa eigendur gælu- dýraverslana bent á að þeir hafa fengið í hendurnar litarafbrigði stökkmúsa sem aldrei hefur verið leyft að flytja inn. Þótt ofangreindir möguleikar virðist líklegastir gæti rottumaurinn engu að síður hafa bor- ist til landsins á einhvern annan hátt. Lokaorð Stökkmýs hafa verið seldar hér á landi í allmörg ár og eru nú gæludýr á hundruðum heimila. Sama gildir raunar um aðrar tegundir gæludýra (til dæmis kanín- ur, hamstra, mýs og rottur) sem rottumaurinn þrífst ágætlega á. Eigendur sumra gæludýraverslana ala upp gæludýrin sem höfð eru tii sölu og geta þar af leiðandi fylgst með heilbrigði þeirra. Hitt þekkist þó einnig að eigendur gæludýraverslana kaupi og selji unga sem aldir hafa verið upp í heimahúsum. Þessi aðferð til að afla söludýra býður upp á dreifingu smits af margvíslegum toga og ætti alls ekki að við- gangast. Þakkir Lars Lundqvist, Náttúrufræðistofnun Háskólans í Lundi, Svíþjóð, staðfesti greiningu O. bacoti og veitti höfundi upplýsingar um útbreiðslu tegundarinnar í Skandinavíu. Gunnar Örn Guðmundsson, héraðs- dýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir veittu upplýsingar um út- breiðslu rottumaursins hér á landi og innflutning stökkmúsa. Þeim er öllum þakkað liðsinnið. Heimildir 1. Evans GO, Till WM. Studies on the British Dermanyssidae (Acari: Mesostigmata). Part II. Classification. Bulletin of the British Museum (Natural History) Zoology 1966; 14(5): 107- 370. 2. Noble ER, Noble GA, Schad GA, Maclnnes AJ. Parasitology. The Biology of Animal Parasites. Sixth edition. Philadelphia and London: Lea & Febiger; 1989. 3. Beaver PC, Jung RC, Cupp EW. Clinical Parasitology. 9th edition. Philadelphia: Lea & Febiger; 1984. 4. Azad AD. Mites of public health importance and their control. Mites. Vector Control Series WHO/VBC/86.931. Geneva: World Health Organization; 1986. 5. Schmidt GD, Roberts, LS. Foundations of Parasitology. Fifth edition. Boston: Wm. C. Brown Publishers; 1996. 6. Dove WE, Shelmire B. Some observations on tropical rat mites and endemic typhus. J Parasitol 1932; 18:159-68. 7. Richter SH. Bit á mönnum af völdum staraflóar, rottuflóar og rottumaurs. Læknablaöiö 1977; 63:107-10. 8. Jóhannesdóttir EE. Sníkjudýr brúnrottu (Rattus nor egicus). Námsverkefni. Reykjavík: Líffræöiskor Háskóla íslands; 2000: 12 bls. 9. Skírnisson K. Nagdýr. í: Sigbjarnarson G, Hersteinsson P, ritstj. Villt íslensk spendýr. Reykjavík: Hið íslenska Náttúru- fræðifélag og Landvernd; 1993: 327-46. Fræðigreinar íslenskra lækna í erlendum tímaritum Sendið hciti greinar, nöfn höfunda og hirtingarstað. Almennt er miðað við greinar sem birst hafa á yfirstandandi og síðasta ári. Til glöggvunar verður íslenskra höfunda getið með fornafni þótt svo hafí ekki verið við birtingu. • Laurberg P, Pedersen KM, Ástráður B. Hreiðars- son, Nikulás Sigfússon, Iversen E, Knudsen PR. Iodine intake and the pattern ofthyroid disorders. A comparative epidemiological study of thyroid abnormalities in the elderly in Iceland and in Jut- land, Denmark. J Clin Endocrinol Metabol 1998; 88:765-9. • Laurberg P, Andersen A, Ástráður B. Hreiðars- son, Jörgensen T, Knudsen N, Nöhr S, et al. Iodine intake and thyroid disorder in Denmark. Back- groundforan iodine supplementation program. In: Delange F, et al, eds. Elimination of Iodine Defi- ciency Disorder (IDD) in Central and Eastern Europe, The Commonwealth of Independent States, and the Baltic States. Geneva: WHO Nutrition; 1998: 31-42. • Laurberg P, Nöhr SB, Pedersen KM, Ástráður B. Hreiðarsson, Andersen S, Búlow Pedersen I, et al. Thyroid disorders in mild iodine deficiency [review]. Thyroid 2000; 10: 951-3. • Sigurður Y. Kristinsson, Eirný Þ. Þórólfsdóttir. Talseth B, Einar Steingrímsson, Árni V. Þórsson, Þórir Hclgason, Ástráður B. Hreiðarsson, Reynir Arngrímsson. MODY in Iceland is associated with nuitations in HNF-1 alfa and a novel mutation in NeuroDl. Diabetologia 2001; 44: 2098-103. Læknablaðið 2001/87 993
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.