Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 39

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 39
RÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ U M framkvæmd ferliverkasamninganna aftur undir Tryggingastofnun ríkisins. Pað er skiljanlegt að stjórnvöld reyni að halda kostnaði við heibrigðisþjónustuna í lágmarki, það ber þeim að gera og okkur sem vinnum við fram- kvæmd hennar ber að sjálfsögðu að stefna að sama marki. Það er einnig skylda okkar að sjá lil þess að almenningur fái þá læknisþjónustu sem þörf er á hverju sinni. Þegar sjúklingi er neitað um aðgerð við rifnum liðþófa, svo dæmi sé tekið, vegna þess að fjárveiting- in hjá viðkomandi sjúkrahúsi er uppurin og hann verður að leita annað til að fá lækningu, þá er eitt- hvað að kerfinu. Hér erum við ekki að tala um sparn- að, því aðgerðin er borguð úr sama sjóðnum, það vill bara svo til að fjárveitingin til þeirra lækninga sem hér var þörf á var búin við sjúkrahúsið í hans heima- byggð. Tekið skal fram að hér er ekki við stjórnendur viðkomandi sjúkrahúsa að sakast, þeir hafa ekkert fjármagn sem þeir geta lagt til þessarar starfsemi umfram það sem fjárveitingar gera ráð fyrir. Sé það meiningin með frumvarpi um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, að svipuðu fyrir- komulagi verði komið á við greiðslur til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og nú gildir um framkvæmd ferliverka, er fyllsta ástæða til að vara við samþykkt þess. Það fyrirkomuiag þjónar ekki hagsmunum al- mennings og mun aðeins lengja biðlista og auka greiðslur sjúkratrygginga til þeirra sem bíða eftir læknishjálp. Árshátíð Læknafélags Reykjavíkur Árshátíö Læknafélags Reykjavíkur verður haldin viö lok Læknadaga laugardaginn 19. janúar 2002 á Broadway, Ármúla 9. Tekið verður á móti gestum kl. 19 með fordrykk. Borðhald hefst stundvíslega kl. 19:45. Boðið verður upp á glæsileg skemmtiatriði. Guitar Islancio mun leika af alkunnri snilld. Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja við undirleik Jónasar Þóris. Milljónamæringarnir ásamt Ragnari Bjarnasyni, og Bjarna Arasyni leika fyrir dansi. «f/al'Sedt// ()(/ /H'iy/iiff/1 /cræ /fted ///'o oe/tce/níftf/ii /({//(/(/(/({// o(j /i(iulaf///tzi ir /y'órtumo(f/t{(in oi//isoe/)/)((/tt, (hsa/til (y/He/i/tiefi (hj /i((/'lö/f((t() e/t/t(/ c7h€Ö/1's/í ,s((/i/i((/(((írfe/€f(( /netf oani//i(is, fto/'i/t f/Ht/tily/oo/y Munið að þetta er árshátíð íslenskra lækna og þangað koma ekki einungis læknar í Læknafélagi Reykjavíkur heldur læknar af erlendri grundu, læknar landsbyggðarinnar, unglæknar og eldri læknar. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að leita tilboða í gistingu á Radisson SAS Hótel íslandi, sími: 595 7000. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur Læknablaðið 2001/87 999

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.