Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 41

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / „SAMNINGANEFNDARFRUMVARPIÐ Læknar telja aö sjálfsagt sé, að þegnar landsins njóti jafnræðis í heilbrigðisþjónustu. Læknar vara við því að allar takmarkanir á þjónustu þeirri, sem sjálf- stætt starfandi sérfræðingar hafa veitt og aukin bið eftir þjónustu af sama tagi, muni óhjákvæmilega vekja að nýju háværar raddir um einkatryggingar, sem kaupi einkarekna heilbrigðisþjónustu fyrir skjólstæðinga sína. Ef sú yrði raunin, virðist svo sem markmið heil- brigðisráðherrans muni snúast upp í andhverfu sína, þjónustan muni versna en ekki batna og einkatrygg- ingar verði hinum efnameiri til verndar.“ Verður samninganefndin hlutlaus? LFm þann hluta lagabreytinganna sem snýr að samn- inganefndum ríkisins og lækna segir í umsögn lækna- félaganna að ljóst sé „að með þeirri skipan, sem frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins leggur til, er ekki verið að stíga skref í átt til þess að aðskilja kaup og sölu þjónustunnar heldur í gagn- stæða átt. Þannig mun sú samninganefnd, sem þar er ráðgerð, semja bæði við ríkisfyrirtækið LSH og sjálf- stætt starfandi lækna um sömu eða sambærileg lækn- isverk. Draga verður í efa að samninganefndin muni geta gætt fyllsta hlutleysis við þær aðstæður.“ Félögin benda einnig „á þann grundvallareðlis- mun, sem er á milli kjarasamninga stéttarfélaga ann- ars vegar og samninga lækna um ferliverk hins vegar. Læknafélögin munu ekki undir neinum kringum- stæðum stuðla að eða taka þátt í samvinnu, samn- ingum eða nefndarstörfum þar sem blandað er saman samningum um verktakagreiðslur og samn- ingum stétlarfélaga um launakjör.“ Um þá röksemd að mikilvægt sé að fagleg rök og hagkvæmni ráði því hvar þjónusta sé veitt en ekki ákvarðanir einstakra heilbrigðisstarfsmanna eða hópa segir meðal annars í umsögn félaganna: „Þróun í læknisfræði ræður mestu um hvar hag- kvæmast er að veita þjónustuna hverju sinni. Heil- brigðisstarfsmenn gegna lögboðnu lykilhlutverki við að sjá til þess að slíkri þróun sé fylgt vegna hagsmuna sjúklinga og greiðanda þjónustunnar. ... Læknafé- lögin mótmæla því, að það sé sjúklingum eða greið- anda heilbrigðisþjónustunnar til framdráttar að færa ákvarðanatöku um skipulag þjónustunnar frá þeim sem best þekkja til. Þróun heilbrigðisþjónustunnar er alls staðar í þá átt að draga úr innlögnum á sjúkra- stofnanir eins og frekast er kostur. Hlutverk sjúkra- stofnana er því æ rneira í þá átt að sinna erfiðari og þyngri læknisverkum, sem ekki er hægt að sinna ann- ars staðar og stuðla þannig að hagræðingu í þjónustu. Læknafélögin styðja eindregið þá þróun.“ Einnig er bent á að til þess að sjúkrahús geti tekið við þeirri umfangsmiklu sérfræðiþjónustu og ferli- verkum sem nú eru unnin á læknastofum þurfi þau að bæta aðstöðu sína og byggja yfir þessa starfsemi. Þar sýni útreikningar að kostnaður við að koma upp slíkri aðstöðu á sjúkrahúsi sé helmingi dýrari í bygg- ingu en ef henni er komið upp utan sjúkrahúsa. Alræðisvald ráðherra Loks segir í umsögn læknafélaganna að íslensk lækn- isfræði njóti „sérstöðu á alþjóðlega vísu, þegar til framhaldsmenntunar lækna er litið. Islenskir læknar sækja að miklu leyti framhaldsmenntun erlendis, bæði austan hafs og vestan. Hefur það í mörgum til- fellum vegið upp þau neikvæðu áhrif, sem fámennið á íslandi, óhagræði smæðarinnar og fágæt sjúkdóms- tilfelli hafa haft í einstökum sérgreinum. Til skamms tíma var einnig vísir að samkeppni milli tveggja vinnustaða lækna, sem voru skilgreindir sem heil- brigðisstofnanir, sem veittu hátækniþjónustu. Hafði það í för með sér örvandi áhrif á lækna hvað varðar fagleg sjónarmið og gaf einnig kost á vali um vinnu- stað í mörgum tilvikum. Þessar aðstæður eru ekki lengur fýrir hendi vegna sameiningar stóru sjúkra- húsanna tveggja, en fyrir þeirri sameiningu voru fyrst og fremst fjárhagsleg rök. Með stuðningi Læknafé- lags íslands og Læknafélags Reykjavíkur við þessa ráðstöfun fylgdu varnaðarorð um, að vinna þyrfti um leið markvisst gegn neikvæðum áhrifum þessarar ráðstöfunar á faglega þróun. Fjölbreytt starfsemi sér- fræðinga utan sjúkrahúsa, þar sem þeir ráða ferðinni um þróun og nýjungar, er til mikilla bóta. í þeirri vaxandi alþjóðlegu samkeppni, sem íslendingar eiga í um sérhæft vinnuafl og vaxandi alþjóðahyggju ungs fólks verður að gæta þess, að ungum íslenskum lækn- um þyki jafn fýsilegt og áður að koma heim til starfa eftir sérnám. Frumvarp heilbrigðismálaráðherra mun ekki stuðla að því, verði það að lögum.“ í lokaorðum umsagnarinnar eru viðhorf læknafé- laganna dregin saman: „Læknafélögin lýsa sig mótfallin frumvarpinu. ... Læknafélögin telja að margvísleg rök styðji þá skoð- un, að komist stefna heilbrigðisráðherra í fram- kvæmd, geti hún leitt til minni skilvirkni, lakari þjón- ustu, lengri biðlista og þar með lakari nýtingar opin- bers fjár en nú. ... Orðalag frumvarpsins um alræðis- vald ráðherra til að ákveða forgangsröðun með óskil- greindum nauðsynlegum ráðstöfunum gengur gegn markmiðum samkeppnislaga, stangast á við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og ákvæði og markmið EES-samningsins um frjáls viðskipti. Oljóst er með hvaða hætti hagkvæmnis- eða gæðasjónarmið eiga að ráða við ákvarðanatöku um forgangsröðum verkefna í heilbrigðisþjónustu.“ -ÞH Læknablaðið 2001/87 1001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.