Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 45

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 45
S M A S J A I N brigðisþjónustu 1997-2000 sem VSÓ Ráð- gjöf gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, þó með þeim fyrirvara að þar kynni að skeika lítillega í einstökum atriðum enda um frum- athugun að ræða. Meðal þess sem þar kemur fram er eftirfarandi: • Fjöldi ferliverka á sjúkrastofnunum hélst nánast óbreyttur en komum á göngudeildir og slysa- og bráðamóttöku fjölgaði. • Heildarfjöldi aðgerða á sjúkrastofnun- um lækkaði á árunum 1997-1998 en hef- ur verið óbreyttur síðan. • Komur til lækna í heilsugæslunni á höf- uðborgarsvæðinu hafa ekki haldið í við fólksfjölgun á svæðinu. • Komur á Læknavaktina hartnær þre- földuðust á árunum 1997-2000. • Komum til sérfræðinga fjölgaði um þriðjung og einingum um tæplega 60%. • Aukning var hjá öllum sérgreinum en langmest hjá skurðlæknum, einingafjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist. Alþjóðleg þróun Af þessum tölum dró Steinn þá ályktun að sjálfstætt starfandi læknar hafi „viðhaldið því þjónustustigi sem þeim hefur verið kleift að sinna innan ramma samnings við TR. Segja má að einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sé orðinn mjög stór þátlur í þjónustunni þótt það fjár- magn sem til þeirrar starfsemi fer sé lítið eða um 3 milljarðar á ári miðað við þá rúmu 20 milljarða sem sjúkrahúsin fá.“ Steinn sagði að svo virtist sem fram- undan væru „tímar breytinga í átt til meira frjálsræðis í framboði á heilbrigðisþjónustu og rekstri fyrirtækja í okkar starfsgrein." I því sambandi vitnaði hann í nýlegan dóm sem Evrópudómstóllinn kvað upp í máli belgískrar konu sem hafði leitað sér lækn- inga í Frakklandi þar sem hún fékk ekki þjónustu í sínu heimalandi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á endurgreiðslu frá tryggingakerfi heimalandsins. „Þá komst Evrópudómstóllinn líka að þeirri niðurstöðu í sama dómi að ákvæði Evrópusáttmálans um samkeppni og frjáls viðskipti eigi við um heilbrigðisþjónustuna. Það þarf ekki að tvíorða hversu mikilvægur þessi dómur er fyrir okkur lækna og skjól- stæðinga okkar. Það er ekkert verra fyrir lækni en að búa yfir þeirri þekkingu sem nauðsynleg er til að hjálpa sjúklingum en geta það ekki vegna tregðu í kerfinu. Þessi dómur mun hafa víðtæk áhrif á komandi árum og greiða fyrir auknu frjálsræði í framboði á þjónustu og fjölbreytileika í rekstri." Steinn hvatti til þess að opnað yrði fyrir aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og að sama skapi dregið úr ríkisrekstri. „Eg vil þó leggja áherslu á þá skoðun mína að í slíkum breytingum eigi fagaðilar en ekki fjármagnseigendur að vera ráðandi og fyrir- tækin ættu helst að vera í eigu lækna, hjúkr- unarfræðinga og almennings. Þó svo að við séum sammála um að tryggingaverndin eigi að vera samfélagsleg verðum við að vera opin fyrir því að lausnin á þeim vandamál- um sem að steðja í heilbrigðisþjónustu á íslandi er ekki fólgin í endalausu reglugerð- arfargani og ríkiseinokun ...,“ sagði Steinn Jónsson læknir. Að loknu erindi Steins kynntu fulltrúar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins efni frumvarps um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu og almannatryggingar en því frumvarpi eru gerð skil í öðrum greinum hér í blaðinu og því óþarft að tíunda framsögu ráðuneytisfulltrúanna hér. -ÞH Fjöímiðla- þjálfun lækna Læknafélag Reykjavíkur hefur í vetur staðið fyrir fjölmiðlaþjálfun fyrir lækna. Fengið var besta fáanlega fag- fólk til verksins, varafréttastjóri Sjónvarpsins Elín Hirst og Þor- varður Björgúlfsson myndatöku- maður. Sex námskeið hafa verið haldin, öll hafa þau tekist vel og þátttakendum þótt þau bæði gagn- leg og skemmtileg. Námskeiðið hófst með afar fróðlegum og gagnlegunt fyrirlestri Elínar unt starf fjölmiðla og sam- skiptin við þá. Síðan var tekið raun- verulegt viðtal við hvern og einn. A eftir voru viðlölin skoðuð og rædd. Um 50 læknar hafa sótt námskeið- in. Námskeið af þessu tagi eru liður í viðleitni læknasamtakanna að læknar taki í vaxandi mæli þátt í opinberri umræðu um heilbrigðis- mál. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur Soroptímistasamband Evrópu styrkir konu til sérfræði- eða framhaldsnáms í lýtalækningum Soroptimistasamband Evrópu mun á næsta ári veita styrk úr sjóði Suzanne Noél til konu sem hyggst leggja stund á sérfræði- eða framhaldsnám í lýtalækningum (plastic or reconstructive surgery). Styrkurinn mun nema 6.000 til 7.000 evrum. Skilyrði fyrir styrkumsókn eru að umsækjandi: - sé yngri en 50 ára, - hafi lækningaleyfi, - hafi sérfræðiviðurkenningu eða sé í sérnámi í lýtalækningum (plastic or reconstructive surgery), - leggi fram vottorð frá sérfræðingi í lýtalækningum í viðkom- andi landi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2002. Umsóknir skulu afhentar Ingibjörgu Benediktsdóttur Sor- optimistasambandi íslands, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknareyðublað má einnig nálgast hjá Læknablaðinu. Læknablaðið 2001/87 1005

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.