Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 61

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 61
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILBRIGÐISAÆTLUN Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og raunveruleikinn Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir og formaöur Félags eldri borgara. PANN 20. MAÍ SÍÐASTLIÐINN SAMÞYKKTI ALÞINGI þingsályktun um heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Hér fylgja nokkur orð um ályktunina, en undirrit- aður tók þátt í fyrstu fundum nefndarinnar fyrri hluta vetrar 1998. Hinn nýi siður að setja upp markmið fyrir heil- brigðisáætlun til næstu 5-10 ára í anda Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) er í sjálfu sér góðra gjalda verður, til dæmis er inngangur ályktunarinnar um stöðu, horfur, stjórnkerfi og skipulag heilbrigðis- þjónustunnar ágætur. Ennfremur ummæli um sam- ábyrgð, jafnrétti og forgangsröðun. En þegar kemur að markmiðum virðist mér sem ýmsar væntingar séu á sveimi í pólitísku gufuhvolfi án tengsla við efnahag, lagaákvæði og fjármagn, gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði í þjónustunni sem er með öllu órökstudd- ur. Aðallega skortir leiðbeiningar um aðgerðir og mun nákvæmari áætlun um fjármagnsþörf. Nauðsynlegt hefði verið að áætluninni fylgdu greinargóðar leiðbeiningar um aðferðir og leiðir til fjármögnunar. Annars verða markmiðin einungis sambland af vísind- um, stjómmálum og draumórum. Pess skal getið að á árunum 1970-1995 náðist sæmilegur árangur í heil- brigðisþjónustunni án fyrirfram ákveðinna prósentu- útreikninga. En vissulega fóm saman mikil fagvinna og gerð leiðbeininga. Þess má geta að bætt lífskjör hafa áreiðanlega haft mikil áhrif. Nefna má nokkur dæmi: • Heildarævilíkur jukust um 5,5 ár • Ævilíkur fólks á aldrinum 0-64 ára jukust um þtjú ár • Burðarmálsdauði lækkaði um 60% • Rauðuhundatilfellum fækkaði um 97% • Engin börn fæddust sködduð vegna rauðra hunda • Mislingatilfellum fækkaði um 94% • Hettusóttartilfellum fækkaði um 97% • Haemophilus heilabólgu var útrýmt • Berklatilfellum fækkaði um 97% • Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma minnkaði um 40% hjá einstaklingum á aldrinum 0-64 ára • Heilablæðingartilfellum fækkaði verulega • Dánartíðni vegna umferðarslysa barna minnkaði um 50% en heildardánartíðni í slysum um 60% • Dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkaði um 50% en tíðni nýgengis minnkaði um nálega 40% • Aðgerðum vegna magasára fækkaði um 80% • Fimm ára líftími barna með blóðkrabba jókst um 70-80% • Frábær árangur náðist við meðferð eitlakrabba- meins • Reykingatíðni minnkaði um 28% (1980-1990) Fleira mætti telja til. í forvarnar- og lækningaskyni var beitt ákveðnum aðferðum eftir góðum leiðbeiningum lækna með þátttöku annars heilbrigðisstarfsfólks og almennings. í sumum tilfellum hafa læknar barist fyrir og náð að breyta lögum, til dæmis varðandi slysavarnir, sótt- varnir og aðrar forvarnir. En jafnframt hefur verið barist fyrir auknum fjárveitingum sem stundum feng- ust eftir blóð og svita. Eftir að stjórnmálamenn fjölguðu rekstrar-, við- skipta- og tæknimenntuðu fólki í æðstu stjórn heil- brigðismála og á sjúkrastofnunum og dregið var úr áhrifum lækna hefur orðið breyting á. Vissulega vinn- ur þetta fólk góða vinnu eins og þekking þeirra leyfir. En markmiðssetningin hefur breyst og er nú mjög í anda skrifstofumanna við Alþjóðaheilbrigðisstofn- unina. Dæmi þessa má lesa um í umræddri heilbrigð- isáætlun. Farið er fögrum orðum um heilsugæslu en lítið rætt að nær enginn unglæknir hefur hafið nám í heilsugæslu síðustu átta til níu árin. Hins vegar er ekkert minnst á nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa. • Á næstu 10 árum skal draga úr tíðni geðraskana um 10%. Hvernig? • Draga skal úr tíðni sjálfsvíga um 25%. Hvernig? • Dregið verður úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks um 25%. Þetta markmið er nokkuð sérkenni- legt því að samkvæmt opinberum yfirlýsingum átti ísland að verða án vímuefna árið 2000! Hvernig? • Dregið verður úr muni á lífslíkum einstakra þjóð- félagsstétta, að minnsta kosti um 25%. Hvernig? • Nú eru yfir 7000 manns á biðlistum sjúkrahúsa. Furðulegt er að 2000 manns skuli bíða eftir heyrn- artækjum! • Tryggt verði að þeir sem erfitt eiga með að gæta réttar síns vegna æsku, fötlunar, hvort heldur and- legrar eða líkamlegrar, eða öldrunar njóti jafn- ræðis við aðra. Hvernig? Ég veit ekki hvort hugur fylgir máli sérstaklega varðandi það síðastnefnda. Öryrkjar hafa skrifað bónarbréf um úrbætur á kjörum sínum til yfirvalda í 15-20 ár án árangurs. Að lokum þurfti hæstaréttar- dóm til þess að hagur öryrkja skánaði. Stjórnvöld tóku dómi þessum ekki fagnandi eins og landslýður veit. Ég hef þó grun um að heilbrigðisráðherra hafi viljað fylgja dómnum eftir að fullu. Við kröfum eldri borgara er þagað þunnu hljóði. Eldri borgarar undir- búa nú aðra lögsókn til þess að ná rétti sínum. Til þess að ná áttum og ná framangreindri áætlun þarf til muna meiri vinnu, leiðbeiningar og ekki síst leiðbein- ingar um fjármögnun. Heimild Health in Iceland 1998. Læknablaðið 2001/87 1021

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.