Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 66

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 66
UMR/EÐA & FRÉTTIR / LUNGNAMÆLINGAR Samstarf um lungnamælingar Samstaifssamningur innsiglaður. Frá vinstri Hjörleifur Þórarinsson, Gunnar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og Þorsteinn Njálsson. Lungnamælingar EIGA AÐ VERA SJÁLFSÖGÐ ÞJÓN- usta sem hægt á að vera að framkvæma á öllum heilsugæslustöðvum landsins. Þetta er eitt af mark- miðum samnings sem var undirritaður í húsakynnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur á dögunum, eins og segir í fréttatilkynningu. Landlæknisembættið, Tóbaksvarnarnefnd, Loftfélagið og GlaxoSmith- Kline ætla að starfa sameiginlega að aukinni fræðslu og upplýsingagjöf innan heilbrigðiskerfisins á sviði lungnasjúkdóma og greiningu á orsökum vaxandi tíðni þeirra hér á landi. Það voru Sigurður Guðmundsson landlæknir, Þorsteinn Njálsson formaður Tóbaksvarnarnefndar, Gunnar Guðmundsson lungnalæknir fyrir hönd Loftfélagsins og Hjörleifur Þórarinsson fyrir hönd GlaxoSmithKline sem undirrituðu samstarfssamn- inginn. Við undirritunina kom fram að talið sé sér- staklega brýnt að víðtækt samstarf takist meðal aðila heilbrigðiskerfisins um að spoma gegn þeirri alvar- legu þróun sem felst í ört vaxandi tíðni langvinnra lungnateppusjúkdóma sem rekja má að stórum hluta til langvarandi tóbaksreykinga. Þessir sjúkdómar hafa stundum verið nefndir „hinir gleymdu sjúkdóm- ar“ sökum þess hversu lítillar athygli þeir hafa notið, bæði meðal heilbrigðisstarfsfólks og almennings. Talið er að 16.000 til 18.000 manns þjáist af völd- um langvinnrar lungnateppu hér á landi. Aðalorsök- in er að fjölmennir árgangar áranna 1930 til 1965 eru að færast upp aldursstigann, en reykingar hafa verið nokkuð útbreiddar meðal þeirra. Um 90% þeirra sem þjást af völdum sjúkdómanna eru reykingafólk. Haldi fram sem horfir er talið að langvinnir lungna- teppusjúkdómar verði þriðja algengasta dánarorsök- in hér á landi á næstu 20 árum en í dag eru þeir sjötta algengasta dánarorsök íslendinga. Samningsaðilar ætla að beita sér fyrir markvissri notkun á lungnamælum til greiningar á lungnasjúk- dómum og mun GlaxoSmithKline greiða kostnað af nýjum lungnamælum sem afhentir verða þeim 26 heilsugæslustöðvum sem samkvæmt niðurstöðum landlæknisembættisins þurfa á endurnýjun slíks tækjabúnaðar að halda. Úr fréttatiikynningu. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember2001 Kjörorð dagsins: Snertir mig - en þig? Alþjóðlegi ALNÆMISDAGURINN verður hald- inn í fjórtánda sinn þann 1. desember en hann er haldinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar hefur verið komið upp samstarfsvettvangi margra al- þjóðlegra stofnana sem vinna að alnæmisvörnum undir heitinu UNAIDS. Kjörorði dagsins er ætlað að örva umræðu um hlut karlmanna í þeirri vá sem alnæmisfaraldurinn er. Karlar og þá einkum ungir karlmenn eru stærsti áhættuhópurinn þegar alnæmissmit er annars vegar og þeir eru líka sá hópur sem helst stuðlar að útbreiðslu smitsins. í ávarpi UNAIDS í tilefni dagsins segir meðal annars: „Það þarf að hvetja feður dagsins í dag og feður framtíðarinnar til þess að velta betur fyrir sér hvaða áhrif kynhegðun getur haft á félaga þeirra og börn, þar á meðal það að láta eftir sig börn sem alnæmismunaðarleysingja og að bera HlV-veiruna inn í fjölskylduna." Meðfylgjandi er tafla frá sóttvarnalækni sem sýnir útbreiðslu alnæmis hér á landi. Tafla Einstaklingar greindir með HiV-smit og ainæmi og dánir af alnæmi Ár Með hiv-smit Með alnasmi Dánir Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls 1983 i - í - - - - - - 1984 - - - - - - - - - 1985 15 i 16 i - í i - í 1986 11 2 13 3 - 3 - - - 1987 4 1 5 1 - 1 2 - 2 1988 10 3 13 3 2 5 1 i 2 1989 5 1 6 3 - 3 - - - 1990 5 - 5 3 - 3 4 i 5 1991 8 2 10 6 2 8 2 - 2 1992 10 1 11 3 - 3 2 - 2 1993 2 1 3 6 1 7 7 í 8 1994 6 2 8 5 1 6 4 i 5 1995 5 2 7 4 - 4 3 - 3 1996 4 2 6 3 - 3 1 - 1 1997 8 1 9 1 - 1 1 - 1 1998 5 3 8 2 - 2 - - - 1999 7 5 12 - - - 1 - 1 2000 7 3 10 1 - 1 1 - 1 2001* 4 1 5 1 - 1 - - - Alls 117 31 148 46 6 52 30 4 34 *Til 30. júní 1026 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.