Læknablaðið - 15.12.2001, Qupperneq 79
ÞING / LAUSAR STÖÐUR
XV. þing
Félags íslenskra lyflækna
ísafirði 7.-9. júní 2002
XV. þing Félags íslenskra lyflækna verður haldið á ísafirði dagana 7.-9. júní 2002. Þingið sjálft
fer fram í húsnæði Menntaskólans en veggspjaldasýning og sýning fyrirtækja í íþróttahúsi
ísfirðinga sem er steinsnar frá skólahúsnæðinu.
Frjáls erindaflutningur verður í minna mæli en verið hefur og stærri hluti vísindarannsókna
verður kynntur með veggspjöldum. Þess í stað verður hlutur gestafyrirlesara og málþinga
stærri.
Skilafrestur ágripa er 1. apríl 2002.
Nánari upplýsingar um dagskrá og annað sem snýr að þinginu munu birtast í janúarhefti
Læknablaðsins.
Upplýsingar veita:
Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna: runolfur@landspitali.is
Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri þingsins: birna@icemed.is
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN EGILSSTÖÐUM
Yf i rlækn isstaða
Óskað er eftir heimilislækni í stöðu yfirlæknis frá og
með 01.01.2002 við Heilbrigðisstofnunina á Egils-
stöðum, sem skiptist milli heilsugæslu- og sjúkra-
sviðs. Stofnunin þjónar Fljótsdalshéraði og Borgar-
firði eystri, sem er landfræðilega stórt svæði með
um 3.000 íbúa.
Á Egilsstöðum hefur til langs tíma verið rekin öflug
og metnaðarfull heilbrigðisþjónusta og mönnun fag-
fólks hefur verið stöðug. Er nú leitað eftir fjórða
lækni á svæðið.
Skólar og almenn þjónusta er til fyrirmyndar á Egils-
stöðum, möguleikar til frístundaathafna fjölbreyttir,
umhverfið barnvænt og veðursæld og náttúrufegurð
rómuð.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2001.
Upplýsingar veitir Auðbergur Jónsson yfirlæknir í
síma 471 1400
- Reyklaus vinnustaður -
Sentrum
Rontgeninstitutt
er det storste private rontgeninstituttet i Norge, med
sju avdelinger hvorav tre i Oslo, en i Lillestrom,
Bergen, Trondheim og Stavanger. Instituttet har 130
ansatte hvorav átte radiologer og 23 radiografer og
foretar ca 340 000 undersoketser árlig. Instituttets
kvalitets- og miljosystem er ISO-sertifisert.
Vi soker Radiolog til vár avdeling i Trondheim.
Vi tilbyr meget konkurransedyktige betingelser,
herunder pensjonsordning i egen pensjonskasse.
Lonn etter kvalifikasjoner og produksjon. Tiltredelse
snarest. Mulighet for deltidsstilling i oppstartsfase.
Stillingen kan eventuelt deles mellom to radiologer.
Sporsmál om stillingen kan rettes til administ-
rerende overlege, Are Loken, T: 047 91 76 53 40,
epost: a.loken@sri.no
Soknad sendes Sentrum Rontgeninstitutt, v/adm.
overlege Are Loken, PB. 594 Hoyden, 1522 Moss.
Læknablaðið 2001/87 1039