Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 65

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 65
65MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Velkomin í Grundarfjörð Aðventudagur Kvenfélagsins Gleym mér ei Samkomuhúsinu í Grundarrði kl. 14:00 – 17:00 Dagskrá: Vinasöngur Grunnskólans Kór eldri borgara Íþróttamaður ársins Söngatriði: Amelía, Gréta og Kristbjörg Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundararðarbæjar Vinningar í Jólahappdrættinu afhentir Sölubásar Súkkulaði- og vöusala Happdrættismiðar verða seldir í Samkaupum föstudaginn 28. nóvember, kl. 16:00 – 18:00 Kvenfélagið þakkar öllum þeim sem styrktu Jólahappdrættið í ár Aðventunefnd Lionsklúbburinn tendrar ljósin á jólatrénu á torginu kl. 17:00 Kirkjukórinn leiðir söng Hvetjum foreldra til að mæta með börnin sín og gera sér glaðan dag Aðventunni fagnað í Grundarrði Sunnudaginn 30. nóvember Grundarfjar rbær Guðsþjónusta í Grundararðarkirkju kl. 11:00 TSC alhliða net- og tölvuþjónusta Allt í jólabaksturinn. Fylgist með tilboðum. Jólakveðja Tónleikar fimmtud. 4. des. Adam Edvald og hljóm- sveitin Quest 1500 kr Dansleikur annan í jólum frá miðnætti - 80‘s ball Opið: Mánud. - fimmtud. kl. 11-23 Föstud. - laugard. kl. 11-01 Sunnud. kl. 12 - 22.30 Lokað 24. og 25. des. Gamlársdag er lokað til miðnættis. Dansleikur frá miðnætti. Lokað 1. og 2. jan. Veitingahús - Kaffibar Rú Ben - Grundargötu 59 - Grundafirði - Sími 438 6446 SK ES SU H O R N 2 01 4 Vinahúsið Grund sem Grundar- fjarðardeild Rauða kross Íslands heldur úti, hélt upp á fimm ára starfsafmæli sitt miðvikudaginn 19. nóvember sl. Þá var slegið til alls- herjar veislu í Sögumiðstöðinni en þar hittast aðstandendur vinahúss- ins tvisvar í viku. Einnig er haldið svokallað karlakaffi einu sinni í viku í verkalýðshúsinu. Vinahúsið fet- ar í fótspor deildarinnar á Akranesi sem hefur starfrækt endurhæfing- arhúsið Hver í nokkur ár. Markmið Vinahússins er að vera athvarf fyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa dottið út úr hlutverkum sínum í líf- inu og er hver einstaklingur boðinn velkominn á sínum eigin forsend- um. Maður er manns gaman er eitt af slagorðum og endurspeglaðist það vel í afmælisveislunni þar sem verulega glatt var á hjalla. Steinunn Hansdóttir veitti fjölda gjafa við- töku en hún er í forsvari fyrir Vina- húsið í Grundarfirði. Það er ansi kröftugur hópur fólks sem stendur að þessu enda afraksturinn góður en hópurinn hefur til dæmis stað- ið að fatasendingum til Hvíta Rúss- lands eins og komið hefur fram hér í Skessuhorni. tfk Útskriftarnemar Fjöl- brautaskóla Snæfellinga sem hyggja á útskrift í des- ember blésu til námsmara- þons síðasta fimmtudag. Þá lærðu þeir frá hálf níu um morguninn og fram á næsta morgunn. Nem- endurnir voru sjö í hús- næði skólans og einn í deild skólans frá Patreks- firði sem tók þátt í gegn- um fjarfundabúnaðinn. Það var hugur í hópnum þegar fréttaritari Skessuhorns kíkti í heimsókn og ætluðu krakkarnir að klára þetta með sóma eins og þeim einum er lagið. tfk Á dögunum undirrituðu Háskólinn á Bifröst og Kompás samning um virkt samstarf háskólans og þekk- ingarsamfélagsins. Kompás er vett- vangur um miðlun hagnýtrar þekk- ingar eða verkfærakista atvinnu- lífs og skóla, sem byggir á sam- starfi fjölda fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, stéttar- félaga, háskóla og fræðsluaðila um land allt. „Með samstarfinu er Há- skólinn á Bifröst að efla enn frekar góð tengsl sín við íslenskt atvinnu- líf. Nemendur háskólans fá innsýn í hagnýt verkfæri og fræðsluefni frá atvinnulífinu sem nýtast þeim í náminu og hvetur þá til þróunar og rannsókna eða að útbúa ný verkfæri, sem Kompás kemur aftur á fram- færi við atvinnulífið. Þannig stuðl- ar samstarfið annars vegar að teng- ingu akademískrar þekkingar og hagnýtrar þekkingar í þágu íslensks atvinnulífs og skóla og hins vegar að aukinni framleiðni, framþróun, hagsæld, og samfélagsábyrgð,“ seg- ir í tilkynningu frá skólanum. mm Brynjar Þór Þorsteinsson, markaðs- stjóri Háskólans á Bifröst, og Björgvin Filippusson, stofnandi Kompás þekkingarsamfélagsins, skrifa undir samninginn og handsala samstarfið. Samstarf Háskólans á Bifröst og þekkingarsamfélagsins Hressir fjölbrautaskólanemar í námsmaraþoni í Grundarfirði. Námsmaraþon hjá fjölbrautaskólanemum Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri afhendir blómvönd frá Grundarfjarðarbæ. Fimm ára afmæli Vinahússins Grundar Margir litu inn í Vinahúsið í tilefni afmælisins. Sævör Þorvarðardóttir afhendir Steinunni Hansdóttir forstöðukonu blómvönd í tilefni tímamótanna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.