Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 15

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 15
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA Heilahimnubólga af völdum baktería hj á eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum á þremur barnadeildum á Islandi Samantekt áranna 1973-2000 Inga María Jóhannsdóttir1,5 Þórólfur Guðnason' Pétur Lúðvígsson' Þröstur Laxdal2 Magnús Stefánsson’ Hjördís Harðardóttir1 Ásgeir Haraldsson' ‘Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 2Barnadeild Landspítala Fossvogi, 'Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 4Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, 5Barnesentret í Oslo, Noregi Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórólfur Guðnason, Bamaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000, símbréf: 560 1055, thorgud@landspitali.is og thorgudn@binet.is Lykilorö: heilahimnubólga, börn, faraldsfrœði, afdrif Ágrip Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur sjúkdómur og algengastur hjá börnum. í þessari rannsókn er litið á faraldsfræði og fylgikvilla sjúkdómsins hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum sem lögðust inn á þrjár barnadeildir á ís- landi á árunum 1973-2000 (28 ár). Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám barna á Barnaspítala Hringsins og barnadeildum Landakotsspítala/Borgarspítala/ Sjúkrahúss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem fengið höfðu greininguna heilahimnu- bólga af völdum baktería. Niðurstöður: Alls greindust 454 börn, 255 drengir og 199 stúlkur; 77% voru yngri en fimm ára. Aldurs- bundið nýgengi var 29/100.000/ár fram til ársins 1989 og 12/100.000/ár eftir það. Greining fékkst með rækt- un úr mænuvökva hjá 74% en hjá 17% var sýkinga- valdur óþekktur. Helstu sýkingavaldar voru Neisser- ia meningitidis (44%), Haemophilus influenzae af sermisgerð b (Hib) (30%) og Streptococcus pneu- moniae (7%). Tíðni þeirra var mismunandi eftir aldri. Ekkert tilfelli Hib greindist eftir að bólusetning gegn bakteríunni hófst 1989. Algengustu hjúpgerðir N. meningitidis voru B (55%) og C (19%). Meðal- aldur barnanna hækkaði marktækt úr tæpum tveimur árum fram til 1989 í tæplega þrjú ár eftir það, og barna með N. meningitidis úr rúmlega tveimur árum í rúmlega þrjú. Dánartíðnin var 4,5% en ekkert barn með Hib dó. Um þriðjungur barna fékk fylgikvilla sérstaklega eftir sýkingu af völdum .S’. pneumoniae. Fjórtán af hundraði fengu skyntaugarheyrnartap og voru sterar ekki verndandi. Alyktanir: Nýgengi heilahimnubólgu af völdum baktería hjá börnum á íslandi hefur farið lækkandi síðustu ár, einkum vegna Hib bólusetningar. Líklegt er að bólusetning gegn N. meningitidis C og S. pneu- moniae geti einnig fækkað enn frekar heilahimnu- bólgu hjá börnum. Auk þess eru skjót viðbrögð við einkennum heilahimnubólgu mikilvæg til að minnka líkur á fylgikvillum. Inngangur Heilahimnubólga af völdum baktería er þekkt frá tímum Hippokratesar en klínískum og meinafræði- legum einkennum hennar var fyrst lýst snemma á síð- ENGLISH SUMMARY Jóhannsdóttir IM, Guðnason Þ, Lúðvígsson P, Laxdal Þ, Stefánsson M, Harðardóttir H, Haraldsson Á Bacterial meningitis in one month-16 year old children at three Pediatric departments in lceland during the period 1973-2000 Læknablaðið 2002; 88: 391-7 Objective: Bacterial meningitis is a serious disease most oommon in children. We report the epidemiology and outcome of bacterial meningitis in children between the age of one month to 16 years admitted to three Pediatric Departments in lceland in 1973-2000 (28 years). Material and methods: Information was collected retrospectively from the medical records of admitted children diagnosed with bacterial meningitis. Results: 454 children were diagnosed; 255 boys and 199 girls; 77% were less than five years of age. Before 1989 the age specific incidence was 29/100.000/year and 12/100.000/yearthereafter. The cerebral spinal fluid was culture positive in 74% but no organism was identified in 17%. The most common pathogens were N. meningitidis (44%), Hib (30%), and S. pneumoniae (7%). The incidence varied according to age. No child was diagnosed with Hib after launching of Hib vaccination in 1989. The mean age of the children increased significantly from less than two years prior to 1989 to less than three years thereafter and of children infected with N. meningitidis from around two year to three years. The mortality rate was 4,5%, none due to Hib. Fourteen percent suffered sensory-neural hearing impairment and no protective effects were seen of steroid therapy. Conclusions: The age specific incidence of bacterial meningitis of children in lceland has decreased during the last decade, especially due to Hib vaccination. Further reduction can be expected by implementing general vaccination to N. meningitidis C and S. pneumoniae. Additionally, recognizing the symptoms of bacterial meningitis and starting proper therapy as soon as possible is crucial in orderto minimize ominous outcome. Key words: bacterial meningitis, children, epidemiology, outcome. Correspondance: Þórólfur Guðnason, thorgud@landspitali.is ustu öld (1). Afleiðingar þessara sýkinga geta verið mjög alvarlegar en með tilkomu sýklalyfja fyrir um 60 árum bötnuðu horfur þessara sjúklinga verulega (2). Læknablaðið 2002/88 391

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.