Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2002, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.05.2002, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA Tafla II. Fjöldi sýkingavalda fyrír og eftir 1989, oe meöalaldur barna 1973-1988 1989-2000 P-gildi Fjöldi (%) Meöalaldur (ár) Fjöldi (%) Meðalaldur (ár) Fjöldi Meöalaldur N. meningitidis 127 (37) 2,1 73(64) 3,2 NS 0,015 Hib* 129(38) 1,4 7 (6) 1,1 <0.001 NS S. pneumoniae 16 (5) 1,5 16(14) 3,0 NS NS Annað 4 (1) 0,3 4 (4) 0,2 Óbekkt 64 (19) 2,2 14 (12) 4,9 NS: ekkl marktækt; *Hib: Haemophilus infíuenzae af sermisgerö b. dómseinkennum og rannsóknum á mænuvökva. Samanburður við jákvæðar mænuvökvaræktanir á tímabilinu 1987-1997 sýndi að vangreind tilfelli í okkar rannsókn voru um 10% (71 tilfelli rannsóknar- innar og 79 sýklafræðideilda). Faraldsfrœði Af 454 tilfellum greindust 246 (54%) á Barnaspítala Hringsins, 137 (30%) á Landakoti/Borgarspítala/ Sjúkrahúsi Reykjavíkur og 71 (16%) á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Tvö hundruð fimmtíu og fimm börn voru drengir (56%) og 199 stúlkur (44%). Nýgengi sjúkdómsins var nokkuð breytilegt eftir árum (mynd 1) og lækkaði umtalsvert eftir 1989 (tafla I). Á árunum 1976 og 1977 gekk yfir faraldur af Neisseria meningitidis (N. meningitidis) sjúkdómi og greindust þá um tvöfalt fleiri heilahimnubólgutilfelli en greindust að meðaltali á öllu rannsóknartímabilinu. Sjúkdómurinn greindist oftast síðsumars en dreif- ingin var annars nokkuð jöfn yfir árið. Helmingur barnanna bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu, fjögur af hundraði á Vesturlandi, sex af hundraði á Vestfjörð- um, 15% á Norðurlandi, fimm af hundraði á Austur- landi og 22% á Suðurlandi. í töflu I má sjá að meðalaldur barnanna hækkaði marktækt eftir 1989 vegna marktækrar fækkunar barna í yngsta aldurshópnum (1-23 mánaða) á sama tíma. Níu börn greindust með heilahimnubólgu oftar en einu sinni; fimm höfðu fengið brot eða högg á höfuðkúpu einum til fimm dögum áður en þau sýkt- ust; tvö höfðu klofinn góm og sjö klofinn hrygg. Þrjú barnanna höfðu áður verið greind með ónæmisgalla. Bakteríur (tafla II) N. meningitidis reyndist algengasta bakterían og fannst hjá 200 börnum (44%). Hún ræktaðist í mænu- vökva hjá 168 (84%) en einungis í blóði hjá 12. Hjá 20 fannst hún einungis með Gramslitun eða Latex kekkjunarprófi á mænuvökva. Sjö stofnar (3,5%) voru af hjúpgerð A, 98 (49%) af hjúpgerð B og 34 (17%) af hjúpgerð C. Hjá 61 (30,5%) stofni greindist hjúpgerðin ekki. Hib greindist hjá 136 börnum (30%). Hjá 132 þeirra (97%) ræktaðist bakterían í mænuvökva en einungis í blóði hjá tveimur. Hjá tveimur fannst bakt- erían einungis með Gramslitun og/eða Latex kekkj- unarprófi. Ekkert barn greindist með heilahimnu- bólgu af völdum Hib eftir 1989. Streptococcus pneumoniae (S. pneumoniae) greind- ist hjá 32 börnum (7%). Hjá 30 þeirra (94%) ræktaðist bakterían í mænuvökva en hjá tveimur greindist bakt- erían með Latex kekkjunarprófi á mænuvökva. Hjá átta börnum ræktuðust aðrar bakteríur. Þar af voru fjögur með b-hemólýtíska streptókokka af hjúp- gerð B, tvö með Escherichia coli, eitt með Strepto- coccus milleri, eitt með non-hemólýtíska streptó- kokka og eitt með Staphylococcus attreus (tveggja mánaða gamalt barn). Ekkert tilfelli af völdum Hib sem algengastar voru hjá yngstu börnunum greindist eftir 1989 en reyndist óbreytt af völdum N. meningitidis og S. pneumoniae (tafla II). Meðalaldur barna með sýkingu af völdum N. meningitidis hækkaði hins vegar marktækt eftir 1989 úr rúmlega tveimur árum upp í rúmlega þrjú ár. Blóðræktun fékkst frá 376 börnum (83%) og hjá 211 þeirra (56%) ræktaðist bakterían í blóðinu. Aðrar rannsóknir Hvítkorn í mænuvökva voru að meðaltali 3.500 x 1071 (0-52.000 x 1071). Fjörutíu og tvö börn (9%) voru með eðlilegan fjölda (<10x1071) en bakteríur ræktuð- ust í mænuvökva hjá öllum þeirra og voru N. men- ingitidis algengastar (81%). Kleyfkyrnd hvítkorn voru að meðaltali um 90% allra hvítkorna í mænu- vökva en hjá 12 var hlutfall þeirra eðlilegt (<50%). Fimmtíu börn (11%) voru með hækkað prótín í mænuvökva (>400 mg/1) en 259 (57%) höfðu lækk- aðan sykur í mænuvökva (<50% af blóðsykri). Meðalfjöldi hvítkorna í blóði var 16x1071 (0,5- 42x1071) en hjá 37 börnum (8%) kom fram fækkun á hvítkornum (<4,5x1071). Sökk var mælt hjá 367 börnum (80%) og var að meðaltali 44 (1-256). CRP hjá 142 börnum var að meðatali 101 (0-433). Bæði sökk og CRP mældust hærri hjá þeim börnum sem höfðu verið með sjúk- dómseinkenni lengi fyrir innlögn. Ef einkennin höfðu varað <24 klukkustundum var sökkið að með- altali 30 og CRP 79. Hjá þeim sem höfðu einkenni >24 klukkustundum fyrir innlögn var sökk að meðaltali 60 og CRP 131 (P<0,0001 fyrir báðar mælingar). Natríum í blóði mældist <130 mmól/1 hjá 25 sjúk- lingum (5,5%) á fyrstu þremur dögum innlagnar. Læknablaðið 2002/88 393
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.